CSS og vafasamar ályktanir
Tilveran.is kryddaði tilveruna hjá mér í gærkvöldi. Málið er að þeir birtu texta efst á öllum síðum hjá sér, sem sagði að allir sem sæju textann væru með gamla og úrelta vafra! Andri var fyrstur til að fatta ástæðuna, en hún var einfaldlega sú að CSS-skjal Tilverunnar hafði týnst um stundarsakir.
Þetta létta krydd í tilveruna kennir okkur líka nokkrar almennar lexíur:
- Maður má aldrei gefa sér að ef vafri sýnir ekki CSSið á vefsíðunni sé hann gamall og úreltur. T.d. gæti CSS skjalið einfaldlega hafa týnst. :-)
- Maður á aldrei að nota CSS
display:none;
til að fela sóðaskap. - Blindir notendur eru oftast að nota nýlegan og sæmilega fullkominn vafrahugbúnað, en samt þurfa þeir að hlusta á fullyrðingar um hið gagnstæða fremst á hverri einustu síðu á vefsvæðinu.
- Það er ýmist kjánalegt eða móðgandi að fullyrða að allir vafrar nema X, Y og Z séu úreltir og ófullkomnir. Málið er að fjöldi úreltra vafra er nokkurn vegin föst tala, en fjöldi nýrra og fullkominna vafra er síbreytileg.
P.S. Hér er gamall brandari sem mér finnst nauðsynlegt að glæða lífi aftur: Tilberi!
Meira þessu líkt: Accessibility, HTML/CSS.
Þessum svarhala hefur verið lokað. Kærar þakkir til þeirra sem tóku þátt í umræðunni.