Færslur laugardaginn 4. október 2003

Kl. 14:20: Frelsi? Réttur? Réttlæti? 

"Hægri-Frjálshyggjan er fegruð leið að áfanga sem nefnist lénsskipulag". (stolin tilvitnun)

Lénsskipulag er einmitt náttúrulegur jafnvægispunktur samfélagskerfis þar sem eina hlutverk ríkisins er að vernda eignaréttinn. Það sorglega er að hægri-frjálshyggjudrengirnir a) fatta það ekki, eða b) þora ekki að viðurkenna það.

P.S. ég er hallur undir ákveðna tegund frjálshyggju, bara ekki þá lénsskipulags-nálgun sem bláskjáir aðhyllast.

Svör frá lesendum (7) | Varanleg slóð

Kl. 13:19: Að senda SMS með Jabber 

Keli segir: "Sendu SMS úr spjallforritinu!" og gefur leiðbeiningar um hvernig má gera það.

Þar með er Keli búinn að opna Jabber-í-SMS gáttina sem hann forritaði fyrir nokkru síðan, og ég notaði m.a. til að "SMS-blogga" beint úr Jabber spjallforritinu um daginn. Þetta eru góðar fréttir fyrir íslenska Jabber notendur.

Ég er búinn að nota Jabber til að senda SMS skeyti undanfarna viku eða svo, og það er afskaplega þægilegt að geta SMSað svona beint úr spjallforritinu. Ég bjó strax til sérstakan "SMS" flokk í tengiliðalistanum mínum þar sem ég geymi öll SMS föngin, og þannig eru allir SMS tengiliðirnir mínir ekki að þvælast fyrir hinum "alvöru" tengiliðunum sem ég spjalla við.

Áfram!

Sendu þitt svar | Varanleg slóð

Kl. 13:09: CSS og vafasamar ályktanir 

Tilveran.is kryddaði tilveruna hjá mér í gærkvöldi. Málið er að þeir birtu texta efst á öllum síðum hjá sér, sem sagði að allir sem sæju textann væru með gamla og úrelta vafra! Andri var fyrstur til að fatta ástæðuna, en hún var einfaldlega sú að CSS-skjal Tilverunnar hafði týnst um stundarsakir.

Þetta létta krydd í tilveruna kennir okkur líka nokkrar almennar lexíur:

  1. Maður má aldrei gefa sér að ef vafri sýnir ekki CSSið á vefsíðunni sé hann gamall og úreltur. T.d. gæti CSS skjalið einfaldlega hafa týnst. :-)
  2. Maður á aldrei að nota CSS display:none; til að fela sóðaskap.
  3. Blindir notendur eru oftast að nota nýlegan og sæmilega fullkominn vafrahugbúnað, en samt þurfa þeir að hlusta á fullyrðingar um hið gagnstæða fremst á hverri einustu síðu á vefsvæðinu.
  4. Það er ýmist kjánalegt eða móðgandi að fullyrða að allir vafrar nema X, Y og Z séu úreltir og ófullkomnir. Málið er að fjöldi úreltra vafra er nokkurn vegin föst tala, en fjöldi nýrra og fullkominna vafra er síbreytileg.

P.S. Hér er gamall brandari sem mér finnst nauðsynlegt að glæða lífi aftur: Tilberi!

Sendu þitt svar | Varanleg slóð


 

Flakk um vefsvæðið



 

Færslur í október 2003

október 2003
SunMán ÞriMið FimFös Lau
      1. 2. 3. 4.
5. 6. 7. 8. 9. 10. 11.
12. 13. 14. 15. 16. 17. 18.
19. 20. 21. 22. 23. 24. 25.
26. 27. 28. 29. 30. 31.  

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)