Krydd í tilveruna frá tilverunni

Skrifað 3. október 2003, kl. 21:22

Ég slysaðist áðan inn á Tilveran.is á eina vafranum sem ég nota núorðið, Mozilla Firebird, og fékk eftirfarandi skilaboð:

"Þú ert að nota gamlan vafra og því lítur Tilveran væntanlega illa út. Það væri snjallræði að sækja nýrri útgáfu til að þú fáir notið Tilverunnar í allri sinni dýrð!"

Ég ræð mér ekki af kæti yfir þessum kaldhæðnislegu mistökum þeirra Tilveringa, sérstaklega í ljósi þess að í listanum yfir "nýrri útgáfur" sem þeir vísa á, þá er Mozilla Firebird einmitt efstur á lista.

Nákvæmlega sömu sögu er að segja um Opera 7. :-)

Æi já, ég var næstum búinn að gleyma: Tilberi! Tilberi!


Meira þessu líkt: HTML/CSS.


Svör frá lesendum (4)

  1. Kristinn Kristinsson svarar:

    Tja, núverandi útgáfa tilveran.is virðist hafa borist til vorra daga í gegnum einhvers konar tímagöng þar sem ég vissulega fæ upp sömu skilaboð og þú hvort heldur ég heimsæki vefinn með sama vafra og þú (Mozilla Firebird 0.6.1), eða þá því nýjasta frá Microsoft, Internet Explorer 6.0.

    Fyrst þetta teljast til gamalla vafra á þessari útgáfu af tilveran.is, hlýtur það því að vera líklegasta skýringin.

    3. október 2003 kl. 23:13 GMT | #

  2. Andri Sig. svarar:

    Mig langaði að sjá CSS skjalið þeirra og þá komst ég að því að það er bara ekki á sínum stað :-)

    3. október 2003 kl. 23:51 GMT | #

  3. Már Örlygsson svarar:

    Ah, góður Andri. Það hlaut að vera einföld skýring á þessu.

    4. október 2003 kl. 11:02 GMT | #

  4. Már Örlygsson: CSS og vafasamar ályktanir

    "Tilveran.is kryddaði tilveruna hjá mér í gærkvöldi. Málið er að þeir birtu texta efst á öllum síðum hjá sér, sem sagði að allir sem sæju textann væru með gamla og úrelta vafra! Andri var fyrstur til að fatta ástæðuna, en..." Lesa meira

    4. október 2003 kl. 13:10 GMT | #

Þessum svarhala hefur verið lokað. Kærar þakkir til þeirra sem tóku þátt í umræðunni.


 

Flakk um vefsvæðið



 

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)