Kl. 21:38: Vefleiðarar, rafræn "rit" og bókasöfn
Joe Clark: Compatibility of Weblogs and ISSN
People who publish and maintain Weblogs have applied for ISSNs. Some registrars have immediately registered the Weblogs; others have categorically refused to register Weblogs at all; and still others have reluctantly or selectively registered them.
The evidence, however, indicates there are no justifiable reasons not to register Weblogs for ISSN providing they meet the regular criteria.
Athyglivert.
Svör frá lesendum (5) |
Varanleg slóð
Kl. 14:18: Flutningar fyrir dyrum
Á mánudaginn fluttum við fyrstu kassana og megnið af húsgögnunum okkar í nýju íbúðina hans Loga, en hann var svo góður að leyfa okkur að nota hana þar til við fáum afhent í lok október. Sófasetti, borðum, stólum, ruslapokum fullum af fötum, bókakössum o.fl. var troðið inn í meðalstóran sendibíl og ferjað upp á fjórðu hæð í Brautarholtinu. (Takk Bjarni fyrir hjálpina!)
Í dag búum við í alveg risastórri, næstum galtómri stofu með tölvu, sjónvarpi, rúmi og kattasandskassa. Mjög skemmtileg tilbreyting. (Hver þarf s.s. borð og stóla?)
Pökkunarvinnan heldur áfram á hverju kvöldi, og nú sér fyrir endan á þessu. Það eru allar líkur á að við flytjum út og afhendum nýja eigandanum, Sigga Sveini, lyklavöldin að Grettisgötuhöllinni um helgina.
Nokkrir minnispunktar: Tala við fólkið í Stangarholtinu um að fá að flytja lögheimilið okkar beint þangað, láta loka tímabundið fyrir síma og ADSL, flytja lögheimilið... hverju er ég að gleyma?
P.S. Já við fengum grænt ljós á íbúðarkaupin úr greiðslumatinu. :-)
Svör frá lesendum (5) |
Varanleg slóð
Múrinn skrifar um Fé án hirðis. Ágætir punktar þar.
Ég hef stundum velt fyrir mér þessari fjárhirðamýtu - að menn noti fé annara til að seilast til valda en eigið fé verndi þeir og ávaxti og ekkert annað - sama hversu ríkir þeir eru.
Notum Björgúlf ríka sem dæmi. Hann er ríkur. Mjög ríkur. Hann er svo ríkur að hann þarf ekki að hafa áhyggjur af afkomu sinni eða fjölskyldu sinnar. Hann á svo mikið af peningum að hann gæti kveikt í búnti af fimmþúsundköllum án þess að verða var við það.
Hvaða tilgangi þjónar það fyrir Björgúlf ríka að ávaxta bara og ávaxta þetta fé sitt - þetta fé sem hann þarf ekki til að tryggja afkomu sína og sinna nánustu? Björgúlfur er ekki einvíð teiknimyndapersóna heldur manneskja af holdi og blóði sem hefur flóknar tilfinningar og metnað, og það væri hrein móðgun að halda því fram að hann mæli sjálfan sig og umhverfi sitt bara í krónum og aurum. Honum þykir margt verðmætara en peningar. Hann er tilbúinn að fórna nokkrum milljónum hér og þar til að ná öðrum markmiðum. Þó það nú væri.
Hver er nú munurinn á Björgúlfi ríka sem ræður yfir tugum milljarða króna af eigin fé og Ögmundi meðalmanni sem ræður yfir tugum milljarða króna af annara fé? Af hverju eigum við að hafa ólíkar væntingar til metnaðar þessara tveggja manna sem stjórenda stórra fyrirtækja eða sjóða?
Ég er ekki viss um að fjárhirðalögmálið gildi nema fyrir tiltölulega lágar fjárhæðir.
Svör frá lesendum (1) |
Varanleg slóð
Nýleg svör frá lesendum