Færslur miðvikudaginn 17. september 2003

Kl. 10:08: Lýst eftir týpísku bloggi - Er ég leiðinlegur? 

Lámenningar-Rökkvi hefur undanfarið tekið fyrir íslenska bloggara og skrifað "Týpískt [NAFN-Á-BLOGGARA] blogg" þar sem hann gerir grín að stíl, umfjöllunarefni, etc. hjá viðkomandi. Fórnarlömbin hafa hingað til verið tvö: Svansson og Betarokk.

Ég skrifaði athugasemd við síðuna hans Rökkva um daginn og heimtaði að fá svona útreið skrifaða um mig. Rökkvi gaf í skyn að hann ætlaði að hugsa málið.

Í gær birtist svo svar frá Rökkva hér í dagbókinni og lýsir því yfir að hann sjái engar forsendur til að taka mig fyrir því ég sé svo ...eh... lesið bara það sem Rökkvi skrifaði. Er ég svona ógeðslega fullkominn að það sé ekki hægt að dissa mig eða er þetta merki um að bloggið mitt sé geðveikt leiðinlegt? (skyld pæling Warnock's Dilemma)

Nú muna þeir sem fylgdust með íslenska bloggheiminum fyrir 2-3 árum líklega eftir nokkrum ágætlega heppnuðum diss-tilraunum sem Skratta-Magnús og Geir Ág. beindu til mín. Því skýtur sú spurning óhjákvæmilega upp kollinum hvort Rökkvi sé kannski bara ekki nægilega hugmyndaríkur til að dissa mig? ;-)

Spurning: Hvernig mundi "Týpískt Rökkva-blogg" líta út? Einhverjar hugmyndir?

Uppfært dagin eftir: Rökkvi svarar í góðu glensi.(Af því síðan hans býður ekki upp á að benda á stakar færslur, þá verður þessi forsíðuvísun að duga.)

Svör frá lesendum (10) | Varanleg slóð

Kl. 09:42: Af stóru DHTML áskoruninni 

Um daginn: Stóra DHTML áskorunin

Í dag: Andri Sig er búinn að fikta í DHTML valmyndum. Lausnin hans er skref í áttina en virkar því miður ekki í IE5/Mac, Safari 1.0 og IE 5.0/Win.

Spennandi samt að sjá hvað gerist.

Svör frá lesendum (2) | Varanleg slóð

Kl. 09:33: Fregnir úr vefheimi blindra 

Arnþór Helga staðfestir að CSS reddingin fyrir HAL skjálesarann virkar. Það eru góðar fréttir. Þessi lausn mín hefur verið kynnt fyrir starfsmönnum Dolphin og á notendapóstlista Dolphin. Einhverjir á þeim lista bentu líka á hugbúnað sem heitir WebFormatter sem virðist stinga sér inn á milli HAL lesarans og Internet Explorer vafrans og aðstoðar við lesturinn.

Mér finnst samt asnalegt að fólk skuli þurfa að standa í svona miklu veseni til að geta lesið venjulegar vefsíður skrifaðar með töflulausu HTML og CSS útliti - sérstaklega vegna þess að HAL hugbúnaðurinn kostar rúmlega 100 þúsund krónur og samkeppnisaðilinn, JAWS, er búinn að leysa flest þessi vandamál fyrir 2-3 árum síðan.

Sendu þitt svar | Varanleg slóð


 

Flakk um vefsvæðið



 

Færslur í september 2003

september 2003
SunMán ÞriMið FimFös Lau
  1. 2. 3. 4. 5. 6.
7. 8. 9. 10. 11. 12. 13.
14. 15. 16. 17. 18. 19. 20.
21. 22. 23. 24. 25. 26. 27.
28. 29. 30.        

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)