At 09:31: A ltilte kwnon fcat
Aoccdrnig to a rscheearch at Cmabrigde Uinervtisy, it deosn't mttaer in waht oredr the ltteers in a wrod are, the olny iprmoetnt tihng is taht the frist and lsat ltteer be at the rghit pclae. The rset can be a total mses and you can sitll raed it wouthit porbelm. Tihs is bcuseae the huamn mnid deos not raed ervey lteter by istlef, but the wrod as a wlohe.
-- Shamelessly copied from a Slashdot comment.
Reader comments (9) |
Permalink
This just in: An old post from back in June 1999 has become the top hit in Google for "weird kinky stuff". I repeat: Weird kinky stuff. :-)
Reader comments (1) |
Permalink
Kl. 00:27: Er hægt að græða á örgreiðslum?
Clay Shirky er alveg afskaplega klár gaur og hann er sannfærður um að örgreiðslur (e. micropayments) muni aldrei ná þeirri fótfestu á netinu sem margir hafa látið sig dreyma um. Hér eru þrjár greinar eftir hann með mjög skarplegum rökstuðningi við þessa skoðun hans:
Scott McCloud er annar klár maður, en hann hefur tröllatrú á því að einhvers konar örgreiðslufyrirkomulag eigi eftir festa sig í sessi á netinu. Hann er ósammála Clay (Misunderstanding Micropayments) og ásakar hann um að glíma við strákarla og að skilgreina örgreiðslur of þröngt. Scott hefur áður tjáð sig um kosti örgreiðslna:
MIT Technology Review tekur í sama streng og Scott í greininni Selling Online Content—25 Cents at a Time, og glöggur lesandi á Slashdot bendir réttilega á að SMS er að ryðja sér til rúms víða í Evrópu sem nokkurs konar örgreiðsluform, sem bendi til þess að örgreiðslur virki -- a.m.k. fyrir ákveðnar tegundir þjónustu.
Ég er sammála Scott, MTR og Slashdot notandanum um að örgreiðslufyrirkomulagið er komið til að vera -- ekki endilega í þeirri mynd sem við sjáum það í dag, og alls ekki fyrir allt efni á vefnum. Ég er sjálfur búinn að kaupa mér 3 dollara "debitkort" á BitPass gáttinni og notaði til þess PayPal reikninginn minn. Það fyrsta (og eina) sem ég keypti aðgang að gegnum BitPass var nýja flash teiknimyndasagan frá Scott McCloud, The Right Number. Hún var mjög skemmtileg og alveg 20 króna virði.
Ég hef samt svolítið á tilfinningunni að Clay og Scott séu dáldið að tala í kross, og séu í raun ekki eins ósammála og þeir virðast halda. Sér í lagi tel ég að allra mikilvægasti punkturinn í grein Clays Shirky, Fame vs. Fortune, hafi verið eftirfarandi:
The economics of content creation are in fact fairly simple. The two critical questions are "Does the support come from the reader, or from an advertiser, patron, or the creator?" and "Is the support mandatory or voluntary?"
The internet adds no new possibilities. Instead, it simply shifts both answers strongly to the right. It makes all user-supported schemes harder, and all subsidized schemes easier. It likewise makes collecting fees harder, and soliciting donations easier.
Þarna held ég að liggi mikill sannleikur. Hagfræði internetsins gerir frjáls framlög í mörgum tilfellum að miklu fýsilegri kosti en fyrirframgreiðslur. Ég held t.d. að ég hefði ekki keypt mér inneign hjá BitPass og borgað fyrir flash teiknimyndina hans Scotts ef ég væri ekki búinn að vera dyggur aðdáandi hans í nokkur ár og líkaði svona líka æðislega við það sem hann er að gera. Ég hefði glaður smellt og gefið honum þennan 20-kall þó ég hefði ekki fengið neina flash-teiknimynd í staðinn. Hann átti sko alveg 20 krónur inni hjá mér fyrir að hafa opnað huga minn fyrir öllu því sem hann er að hugsa.
Samt veit ég ekki. Mér finnst þetta spennandi.
Hvað finnst ykkur? Haldið þið að örgreiðslur virki? Þurfa alltaf að neyða fólk til að borga - eða dugir að biðja um frjáls framlög ef það er jafn auðvelt og að draga klink upp úr vasanum og henda því í krukku?
Svör frá lesendum (1) |
Varanleg slóð
Nýleg svör frá lesendum