Kl. 22:30: Vísanir á töff...
-
Herra Svavar Muzak og hljómsveitin Hraun bjóða upp á hráa tónleikaupptöku af nýju og mjög, mjög flottu lagi, Impossible. Svavar er alveg suddalega góður lagahöfundur. Meiri tónlist eftir hann og textar við tónlistina.
-
Andri Sigurðsson kemur sterkur inn í CSS og HTML nördaskapinn og skrifar skemmtilega um svipaða hluti og ég hef verið að kasta fram hér á síðunni undanfarna mánuði. Greinarnar hans má finna bæði á heimasíðunni hans og á Hugi.is. Hmmm... ég ætti kannski að fara að skrifa eitthvað inn á Huga líka.
- Póstforritið Mozilla Thunderbird er nýkomið í nýja og spennandi útgáfu 0.2 (Win 7.3MB og Mac 11,1MB) sem er bæði léttari, nettari, stöðugri og fullkomnari en sú síðasta. Nidelven IT eru með leiðbeiningar um hvernig er hægt að flytja pósthólf yfir í Thunderbird úr Outlook og öðrum vinsælum póstforritum.
- Tóbakstugga er enn á fullu að veita þýðendum og útgefendum kvikmynda og sjónvarpsefnis strangt aðhald með faglegri gagnrýni. Skemmtilegt framtak sem virðist ætla að lifa. Umræðuhalarnir sem fylgja í kjölfar úttektanna eru líka oft mjög skemmtilegar. Þó finnst mér þau mættu líka skrásetja dæmi um virkilega góðar þýðingar og flottar "lausnir" á orðaleikjum...
Svör frá lesendum (2) |
Varanleg slóð
Í dag gerðumst við Stína svo "djörf" að gera kauptilboð í nýja íbúð. Við erum nýlega búin að selja litlu krúttlegu en ósamþykktu íbúðina okkar á Grettisgötunni og höfun undanfarna daga verið að rölta um bæinn og skoða mögulega arftaka hennar.
Markið var/er sett á minnst 4 herbergi í póstnúmerum 101, 105 eða 107 (með svæði 104 bak við eyrað) og verðið sem við treystum okkur þægilega í er ca. 12,5 - 13 milljónir.
Það kemur í ljós á næstu dögum hvort við fáum eignina sem við buðum í á verði sem við sættum okkur við (hún er aðeins fyrir ofan það verðbil sem við höfðum sett okkur), en þangað til ætla ég ekki að ljóstra upp öðru en að hún er á svæði 105, ekki langt frá Hlemmi, ekkert brjálæðislega sjarmerandi eða "töff" íbúð (við erum vaxin upp úr svoleiðis dillum :-) heldur fyrst og fremst praktísk og með herbergjafjölda/skipan sem býður upp á skemmtilega nýtingarmöguleika.
Það er svolítið fyndið að finna muninn á því að vera að kaupa í annað sinn. Í dag vitum við miklu betur hvað við viljum, hvað skiptir máli og hvað ekki. Stína er búin að liggja yfir fasteignavefjunum í rúman mánuð og fá mjög góða tilfinningu fyrir því hvað er í boði og á hvaða verði. Svo þegar við ákváðum að láta til skarar skríða þá skoðuðum við ekki nema tiltölulega fáar íbúðir og fundum strax eitthvað sem við fíluðum vel.
Besti parturinn er hins vegar hversu róleg við erum orðin - en það birtist í því að við erum ýkt spennt fyrir íbúðinni sem við buðum í, en erum samt alveg sátt við tilhugsunina um að við fáum hana kannski ekki á ásættanlegu verði og þá munum við bara halda áfram að skoða, því við vitum að það eru fleiri fiskar í sjónum og fullt af íbúðum sem við getum orðið spennt fyrir.
Dæmi um það er íbúðin sem við skoðuðum 35 mínútum eftir að við gerðum kauptilboðið í hina íbúðina. Ef tilboðinu verður hafnað, þá kemur alveg til greina að gera tilboð í þá íbúð í staðinn... :-)
Það var skemmtileg tilviljun að á nákvæmlega sama augnabilki og við gerðum tilboðið í dag, þá gerði Logi kauptilboð í litla íbúð sem er í tæplega 200 metra fjarlægð frá þeirri sem við látum okkur dreyma um. Kannski að það viti á gott...?
P.S. Ég óska Tryggva til hamingju með söluna á sinni íbúð
Svör frá lesendum (7) |
Varanleg slóð
newspeak.x (lex filter to transform plain english into newspeak.)
and good:
language controls/breeds culture.
Post your Comment |
Permalink
Nýleg svör frá lesendum