Íslenskufasismi?
Ég spurði mig um daginn hvort "Beyglugerð Reykjavíkur" væri jafngott eða betra nafn og "Reykjavík Bagel Company" á nýtt beyglubakarí og kaffihús. Nokkur svör komu þar á meðal svar frá Frank Sands, stofnanda og framkvæmdastjóra beyglugerðarinnar. Hann útskýrir af hverju hann/þeir völdu nafnið, en varpar fram þeirri spurningu hvort hann eigi að bæta við íslenskri merkingu utan á húsinu?
Þó ég sé áhugasamur um íslenska tungu, þá er ég samt enginn íslenskufasisti, og sé ekki ástæðu til að beinlínis skipta mér af ákvörðunum annara í þeim efnum. Mér finnst þetta bara áhugavert umhugsunarefni.
Öllum er frjálst að svara spurningu Franks...
Meira þessu líkt: Lifandi tunga.
Nýleg svör frá lesendum