Gamlar bloggminningar
Nýkomnir aftur í leitirnar og leitarvélarnar, tveir fyrstu mánuđirnir sem ég bloggađi:
Ţessar fćrslur hafa bara veriđ til sem öryggisafrit í um 18 mánuđi, eđa síđan dagbókinni var kippt úr samandi af ţáverandi hýsingarađila í ársbyrjun 2002. Ég er núna smátt og smátt ađ mjatla ţessum gömlu fćrslum inn, einum og einum mánuđi í senn.
Ţarna er ađ finna fullt af gullmolum og minningum sem ylja mér um hjartarćturnar. Í maí 1999 var Blogger.com ekki orđinn ađ veruleika, og hugtakiđ "weblog" var rétt í ţann mund ađ ná fótfestu úti í hinum stóra heimi. Ég man enn ţessa skrýtnu upplifun af fatta ađ ţađ vćri til sérstakt hugtak fyrir ţađ sem ég var ađ gera. Ég skrifađi meira ađ segja dagbókarfćrslu um ţađ. Á síđunni Blogtree.com kemur fram hvađa vefsíđur ég var ađ lesa á ţessum tíma sem voru áhrifavaldar í ađ etja mér út í dagbókarskrifin ("parent blogs" listinn).
Áriđ 1999 var netbólan nálćgt ţví ađ ná hámarki og ótrúlegasta fólk virtist trúa ţví statt og stöđugt ađ ţađ yrđi óstjórnlega ríkt á ţví ađ gera eitthvađ á netinu og veraldarvefnum. Gamli skeptíkerinn ég var aldrei alveg sannfćrđur. Ţađ má segja ađ gróđahugmyndir manna á ţessum tíma hafi veriđ dáldiđ líkar viđskiptaáćtlun nćrbuxnaálfanna í South Park, en hún var eitthvađ á ţessa leiđ: 1) Stela nćrbuxum 2) ??? 3) Gróđi.
Önnur dagbókarfćrslan mín, rituđ 22. maí 1999, var stutt hugleiđing um ţessa ađgerđ ađ hugsa upphátt á opinni vefsíđu. Mér finnst í dag dáldiđ skemmtilegt ađ lesa lokaorđin međ hliđsjón af ţví hvernig málin hafa ţróast síđan ţá:
"Ţađ ađ hugsa upphátt á vefsíđu sameinar alla kosti ţess ađ hugsa í einrúmi, öskra ein uppi á heiđi, tala viđ besta vin sinn og ađ hlaupa allsber yfir Laugardalsvöllinn á landsleik. Ég veit ađ ég á eftir ađ nýta mér ţennan sérstćđa eiginleika markvisst í framtíđinni og mig skal ekki undra ef menn muni almennt átta sig á og viđurkenna ţennan eiginleika vefsins."
Skemmtilegt.
Nýleg svör frá lesendum