HTML fagurfræði og aðgengileiki

Skrifað 30. ágúst 2003, kl. 02:45

Kvöldið í kvöld hefur farið í alls kyns smávægilegar tilfæringar hér á vefsíðunni. Tilgangurinn var fyrst og fremst sá að gera síðuna læsilegri og aðgengilegri notendum. Ennfremur var ég að skerpa enn frekar notkun mína á HTML mörkum þannig að mörkin styðji við innihald síðunnar og hjálpi þannig leitarvélum og (öðrum blindum notendum) að skilja innihaldið og og bæta aðgengi einfaldra vafra, t.d. í farsímum.

Hér er það helsta sem ég breytti

  • Nafnið á vefsvæðinu ("Már Örlygsson") er núna komið í einfalt <p> mark, í stað <h1> áður.
  • Aðal fyrirsögn hverrar síðu er núna mörkuð með <h1> marki til að skapa aukið samræmi milli titils síðunnar (<h1>) og innihalds <title> markins.
  • Brauðmolaslóðin ("Þú ert hér: ...") er orðin nettari og læsilegri.
  • Vísanamörkin á fyrri og næstu síður eru núna komnar með stillinguna rel="next" og rel="prev".
  • Trackback bakvísanir í svarhölum dagbókarfærslanna eru sömuleiðis komnar með stillinguna rev="comment".
  • Á yfirlitssíðum stakra daga í færslusafninu er nafn vikudagsins komið í þolfall og með litlum upphafstaf.
  • Fjarlægði "varanleg slóð" á eftir lengri greinum þegar þær birtast á forsíðu og yfirlitssíðu stakra daga. Það á að duga að hafa vísun á titil viðkomandi greinar og orðunum "lesa meira". Fjarlægði einnig möguleikann "sendu þitt svar" á sömu færslum (fólk á að lesa alla færsluna áður en það blaðrar). Hins vegar lét ég vísunina á svör frá öðrum standa óhreyfða.
  • Skipti út gamla slagorðinu "Vefleiðari, annáll, dagbók, blogg - með stæl" fyrir nýtt - "Heimasíða og blogg - aðgengileiki í fyrirrúmi". Breyting breytingarinnar vegna.
  • Umorðaði nokkrar vísanir og fyrirsagnir, og leiðrétti örfáar smávægilegar villur hér og þar.

Ég vona að mér sé að takast að gera síðuna aðgengilega blindum og fötluðum notendum, án þess að ganga of langt í þeim efnum. Mér finnst þetta skemmtileg þraut því ég er nörd.


Meira þessu líkt: Accessibility, HTML/CSS, Um þessa síðu.


Þessum svarhala hefur verið lokað. Kærar þakkir til þeirra sem tóku þátt í umræðunni.


 

Flakk um vefsvæðið



 

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)