Beyglupæling
Ég var að splæsa á mig einni beyglu með góðu áleggi áðan í nýja bakaríiskaffihúsinu á horni Laugavegs og Barónsstígs. Nammi, nammi.
Á leiðinni niður í vinnu varð mér litið á bréfpokann með beyglunni í, og las nafnið á fyrirtækinu. Þá fór ég að pæla í eftirfarandi:
Hvort er betra/flottara nafn fyrir íslenskt fyrirtæki?
Meira þessu líkt: Lifandi tunga, Mmmatur og drykkur, Viðskipti.
Svör frá lesendum (12)
Sindri svarar:
Beyglugerð Reykjavíkur er mun betra, en ekki eins líklegt til að draga til sín túrista sem eru megin þorri vegfarenda á laugarveginum.
29. ágúst 2003 kl. 10:31 GMT | #
Már Örlygsson svarar:
Það er vissulega punktur, en samt spurning hvort ekki sé hægt að koma upplýsingum til túristanna á annan hátt en með því að hafa nafn fyrirtækisins á Ensku..? Svo held ég að megnið af viðskiptavinunum séu Íslendingar, a.m.k. 9 mánuði á ári.
29. ágúst 2003 kl. 11:11 GMT | #
Freyr svarar:
Svo er síðan þeirra ekki einu sinni til á öðru tunugmáli en á íslensku.
29. ágúst 2003 kl. 11:14 GMT | #
Heiða svarar:
Mér finnst beyglugerðin svona hæfilega búralegt til að fá nærliggjandi reykvíkinga í póstnúmerinu til að fyllast hlýju í hjartanu :)
29. ágúst 2003 kl. 13:19 GMT | #
Heiða svarar:
Og eitt sem ég gleymdi - er eitthvað því til fyrirstöðu að fyrirtæki geti birt nafn sitt á fleiri en einu tungumáli...eða þætti það tilgerðarlegt?
29. ágúst 2003 kl. 13:22 GMT | #
Tóró svarar:
Snotur vefur hjá þeim. Pass á nafnaspurninguna, báðir valkostir hafa sína plúsa og mínusa.
29. ágúst 2003 kl. 13:29 GMT | #
Ágúst svarar:
Skítt veri með nafnið, er hægt að fá hjá þeim beyglur úr heilhveiti og engu hvítu hveiti?
29. ágúst 2003 kl. 14:58 GMT | #
Már Örlygsson svarar:
Ágúst, já ég held það. A.m.k. var rúgmjölsbeyglan sem ég keypti í dag þess leg að hún væri hvíthveitislaus.
30. ágúst 2003 kl. 02:30 GMT | #
Frank Sands svarar:
Hi! Interesting conversation... If you are interested, the reason for the name was not to attract tourists especially. It occured to me that the word "company" had certain associations with it, especially of a past age, like from before WWII. You'll notice the new word in English is "corp." or "Inc." both from: Corporation. RBC, as I call it for short, is trying to identify itself as an "anti-" corporation. Thus, "company" is quaint and I hope somewhat appropriate. There were quite a few Icelandic companies using the word in early 20th century. Regarding the word "bagel", I think "beygla" is not necessarily the best translation. Sometimes there is no better way to translate it than to leave it in the original. As you can read on the web page, rbc.is, the word is actually old German, from "Buegel". Let's remember the word "Pizza" stuck, after all. Finally, I agree that the name "Beyglugerð Reykjavíkur" is not bad. My question to all of you; should we put up or paint a sign on the Baronstig side of the building with the Icelandic name? Looking forward to your reactions; Sincerely, Frank Sands, framkvædstjóri Reykjavik Bagel Company ehf p.s: Nice job on the Blögg!
31. ágúst 2003 kl. 10:14 GMT | #
Már Örlygsson svarar:
Sæll Frank og velkominn í spjallið.
Ég fíla pælinguna á bak við notkun orðsins "Company", og mig grunar að þú hefðir getað náð svipuðum áhrifum (tilfinningu) með íslensku nafni -- t.d. "Beyglugerð Reykjavíkur" sem vísar mjög sterkt í nöfn sem gefin voru fyrirtækjum snemma á 20. öld.
Heiða (svör #4 og #5 að framan) segir eiginlega það sem ég var að hugsa.
P.S. Mér finnst ekkert að nafninu sem þú/þið völduð á fyrirtækið, heldur finnst mér bara gaman að hugsa upphátt á vefnum. :-)
1. september 2003 kl. 20:37 GMT | #
Óli Þór svarar:
Uppástungur:
Annars ef þetta kemur af þýska orðinu Buegel þá finnst mér réttara að nota þýðingu sem tengist straujárni (sbr buegeln). Strausnúðsréttingar Reykjavíkur ? Gæti ég fengið tvær streynur með rjómaosti ?
1. september 2003 kl. 22:00 GMT | #
Gylfi Ólafsson svarar:
Beyglugerð Reykjavíkur er skemmtileg vísun í t.d. Kassagerð Reykjavíkur, og eins og ofan greinir síst löstur að hafa nafn á tveim tungumálum. Þýska twistið þótti mér ennfremur ansi hreint kærkomið.
Í umræðunni um þýðingar á útlendum orðum, finnst mér orðið beygla standa sig vel. Þýðingar eiga, að mínu viti, ekki að snúast um að halda framburði orðanna og laga þau að stafsetningu íslenskunnar, heldur búa til nýtt orð og skilgreina það sem þýðingu á upprunalega orðinu. Það hefur ekkert upp á sig að þýða orð ef þau halda sér í öllum atriðum. Bendi á að flest þau nýyrði sem best standa sig í samanburði við útlenda óvini sína, eru einmitt þau sem láta hljóm fyrirmyndarinnar eiga sig en eru smíðuð útfrá eðli hlutarins sem um ræðir (eða tilvísun í hliðstæðan hlut).
2. september 2003 kl. 09:34 GMT | #