Breytingasaga skjala sögð í myndum
Mér finnst þetta alveg brjálæðislega spennandi verkefni hjá IBM: [Document] History Flow.
Þarna er verið að skoða/birta þróun mismunandi vefsíðna á alfræðivefnum WikiPedia, sem er skrifaður af almenningi (áhugasömum sjálfboðaliðum) og byggir á Wiki vefumsjónarkerfi. Þessar rannsóknir IBM eru sérstaklega áhugaverðar séu þær skoðaðar í framhaldi af grein gærdagsins, "Opnin" ritstjórn í vefumsjónarkerfum.
Clay Shirky er líka með sérstaklega áhugaverða greiningu á upplýsingunum sem koma fram í History Flow myndunum.
Ath, ég er ekki að leggja til að öll fyrirtæki á íslandi noti Wiki kerfi sem vefumsjónargræju! Wiki hugmyndafræðin er mjög róttæk, og virkar bara undir ákveðnum kringumstæðum. Hins vegar held ég að við getum lært heilmargt af Wiki pælingunni og nýtt það í öðrum tegundum vefumsjónarkerfa.
P.S. Thanks to Joi Ito for the link to the IBM site.
Svör frá lesendum (1)
Tóró svarar:
Skemmtilegt að sjá pælingarnar sem farið hafa í grafísku framsetninguna. Þær skila sér líka vel því myndirnar verða auðlæsar (sérstaklega eftir að hafa lesið góðar skýringarnar).
Dæmi um hlut sem virkar einfaldur en hefur örugglega valdið miklum heilabrotum í hönnunarfasanum.
28. ágúst 2003 kl. 15:17 GMT | #