Færslur fimmtudaginn 21. ágúst 2003

Kl. 17:43: Ég er blogghóra 

Ég virðist vera orðinn nokkuð regluleg stoppistöð fyrir fjölmiðlafólk í tímahraki í leit að spennandi "soundbites" um blogg á íslandi. Þessa dagana eru allir spenntir fyrir því hvað íslendingar eru miklir heimsmeistrarar í bloggi. (Miðað við höfðatölu auðvitað, hvað annað?) Annars er það að frétta af stöðu íslenskunnar í tungumálalista Blogcensus að við færðumst fyrir nokkru niður úr 10. sæti í það 11. og nú síðast niður í það 12.

Eins og ég sagði við blaðamanninn áðan þá grunar mig að við eigum eftir að sjá íslenskuna fara neðar og neðar á þessum lista eftir því sem sjóndeildarhringur Blogcensus leitarvélarinnar víkkar. Mig grunar að sökum þess hvað íslenska bloggnetið er lítið og tiltölulega þéttriðið, þá hafi leitarvélin náð að finna flest allar íslensku síðurnar ansi snemma, en það sé að taka hana lengri tíma að hafa upp á öðrum og stærri bloggnetum á öðrum tungumálum. Þau bloggnet eru líklegri til að vera brotin upp í mörg tiltölulega sjálfstæð bloggnet sem getur tekið tíma að finna.

Af hverju við Íslendingar erum þetta duglegir að blogga veit ég ekki. Mig grunar að þar komi margt til. Nýjungagirni, útbreidd tölvukunnátta, lítil stéttaskipting, bókmenntaarfurinn, allir-þekkja-alla menningin, allir-gera-eins-og-hinir menningin, skortur á feimni/hræðsluleysi, gægjuþörf um náungann, etc.

Að lokum ný kvenmannsnöfn fyrir mannanafnanefnd að íhuga: Blogga, Bloggþóra, Bloggljót, Blogghildur, Bloggey, Bloggfríður, Blogglaug.

Uppfært daginn eftir: Ljósmyndarinn fré fréttablaðinu kom við í dag og tók myndir af mér.

Svör frá lesendum (3) | Varanleg slóð

Kl. 15:29: PowerPoint dauðans... 

Hönnunargúrúinn Edward Tufte segir: "PowerPoint Is Evil":

"Presentations largely stand or fall on the quality, relevance, and integrity of the content. If your numbers are boring, then you've got the wrong numbers. If your words or images are not on point, making them dance in color won't make them relevant. Audience boredom is usually a content failure, not a decoration failure."

(Takk Tryggvi.)

Einnig skemmtilegt:

Sniðugt!

Svör frá lesendum (1) | Varanleg slóð

Kl. 15:00: Eignastu vini með hjálp tölvuvírusins 

Þetta var að berast í póstkassann minn:

Date: Thu, 21 Aug 2003 16:44:27 +0200
To: mar@[gamalt netfang sem ég er ekki að nota]
From: postmaster@machines.de
Subject: Reply from info@webamed.de

Herzlichen Dank für Ihre email. Wir werden Ihre Mail schnellstmöglich beantworten oder bearbeiten. Für weitere Fragen stehen wir Ihnen selbstverständlich zur Verfügung.

Ég hef ekki hugmynd um hvað þessi ókunnuga manneskja er að segja en mér sýnist að hún vilji vera vinur minn. :-)

Svör frá lesendum (4) | Varanleg slóð

Kl. 12:16: Javascript villa lagfærð 

Eftir ábendingu frá Tryggva og Geir fór ég að grennslast fyrir um hvað væri að koma í veg fyrir að "mundu mig" fítusinn í svarkerfinu á færslusíðunum virkaði sem skyldi.

Vandamálið fólst í því að fyrir stuttu síðan fjarlægði ég hakreitinn fyrir framan "gleymdu mér" og eftir það taldist "mundu mig" hakreiturinn ekki lengur vera hluti af fylki (array) eins og gamli Javascript kóðinn gerði ráð fyrir. Þetta kallaði á eftirfarandi breytingu í Javascript kóðanum fyrir útfyllireitina:

if (getCookie("mtcmtauth")) {
  document.comments_form.bakecookie[0].checked = true;
} else {
  document.comments_form.bakecookie[1].checked = true;
}

...breyttist í:

if (getCookie("mtcmtauth")) {
  document.comments_form.bakecookie.checked = true;
}

...og þá varð allt gott aftur. Takk gæs.

Sendu þitt svar | Varanleg slóð

Kl. 10:56: Gaman að "niðurfæra" hugbúnað 

Í gær og í dag hef ég verið að "niðurfæra" (öfugt við að uppfæra :-) tvö forrit sem ég nota mikið, WinAmp og Internet Explorer. Því fylgir dáldið sérstök tilfinning, mjög frískandi.

Internet Explorer er vafri sem ég nota til að prófa vefsíður sem ég er að forrita HTML og CSS. (Ég nota Firebird vafrann í allt alvöru vafr.) Ég var áður með Internet Explorer 5.5 en niðurfærði mig í gær í útgáfu 5.0 af því að mun stærra hlutfall netnotenda er með 5.0 en 5.5, og það eru mun fleiri og erfiðari CSS villur sem þarf að huga að í útgáfu 5.0. Það er því betra/praktískara fyrir mig að vera með lélegan og algengan vafra, en skítsæmilegan sjaldgæfan vafra.

Ég keyri Windows 2000 á vélinni minni og það eina sem ég þurfti að gera til að niðurfæra Internet Explorer var að fara í Start -> Settings -> Control Panel -> Add/Remove Programs og fjarlægja "Internet Explorer 5.5". úr forritalistanum. Því næst endurræsti ég tölvuna og þá setti Windows gömlu útgáfuna sjálfkrafa inn.

Ég hef verið að nota tónlistarspilarann WinAmp 3.0 í nokkurn tíma, en var orðinn mjög þreyttur á því hvað hann er þungur og luralegur í keyrslu. Ég er greinilega ekki einn um að pirra mig á þessu því í dag er WinAmp 2.91 nýjasta/yngsta útgáfan af forritinu - full af nýjum fítusum en samt létt skemmtileg eins og í gamla daga. Ég var ekki lengi að fjarlægja 3.0 og setja nýja, fina WinAmp 2.91 inn í staðinn!

Það er ekki oft sem þetta gerist. :-)

Svör frá lesendum (4) | Varanleg slóð

Kl. 08:43: Vírusar og af-Microsoftun 

Jósi býðst til að af-Windowsa fólk í stíl við "afhommanir" Gunnars í Krossinum. Ég velti fyrir mér hvort tilboði Jósa fylgi ókeypis námskeið í notkun annara stýrikerfa, og hvert þessar frelsuðu sálir eiga að borga tíundina sem áður fór í vasa Microsoft? Ennfremur: Býður Jósi upp á hagstæð tölvukaupalán fyrir villuráfandi sauði sem vilja kaupa Macintosh tölvu? :-)

Bjarni veltir fyrir sér vírusaflóðinu og bendir á að "viðvörunarskeytin" sem flest (en ekki öll!) póstöryggiskerfi senda til baka í hvert skipti sem vírus finnst í pósti, eru í raun hluti af vandamálinu, því þau auka enn á flóðið. Hann íhugar að kenna póstsíunni sinni að þekkja svona "viðvörunarskeyti" og gleypa þau með húð og hári. Góð hugmynd!

Hvað er til ráða?

Margir benda á að fólk sem er umhugað um öryggi tölvunnar sinnar og vinnugagna, ætti að flytja sig yfir á Linux eða Macintosh. Það er auðvitað góð hugmynd (ég renni sjálfur hýru auga til Linux stýrikerfisins), en fæstir eru tilbúnir að taka svo stórt skref í einu vetfangi. Þeir sem vilja taka smærri skref í einu geta byrjað á að "af-Microsofta" verkfærin sem þeir nota dags-daglega.

Hér er listi yfir virkilega góð forrit sem leysa af hólmi forrit frá Microsoft, eru örugg og að auki ókeypis:

Svör frá lesendum (6) | Varanleg slóð


 

Flakk um vefsvæðið



 

Færslur í ágúst 2003

ágúst 2003
SunMán ÞriMið FimFös Lau
          1. 2.
3. 4. 5. 6. 7. 8. 9.
10. 11. 12. 13. 14. 15. 16.
17. 18. 19. 20. 21. 22. 23.
24. 25. 26. 27. 28. 29. 30.
31.            

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)