Færslur föstudaginn 15. ágúst 2003

Kl. 10:44: Fordómar tölvuorðanefndar? 

Teikning af dódó fugli Er ekki löngu kominn tími til að parkera þessari Tölvuorðanefnd sem hefur helst unnið sér það til frægðar að hafa búið til hverja amböguna og íðorðsómyndina á fætur annari? ...nei ég bara spyr svona. :-)

ACO-Tæknival birti fyrr í vikunni pistil um "heimsmet" Íslendinga í bloggi (fregnir sem birtust fyrst hjá mér og fóru þaðan í Moggann - mitt fyrsta skúbb :-) Í pistlinum kemur að Tölvuorðanefnd hafi ákveðið upp á sitt einsdæmi að vefdagbækur/vefleiðara/annála/blogg hétu á íslensku "raus" - eða eins og kemur fram á heimasíðu Tölvuorðanefndar:

Frá ómunatíð hafa menn rausað um gerðir sínar og hugsanir og nú er kominn nýr miðill, lýðnet og veraldarvefur, þar sem aðrir geta fylgst með rausinu. Einhverjum hefur hugkvæmst að gefa þessu athæfi nýtt heiti og tala um blogg, að blogga og jafnvel bloggun. En er nokkur þörf á þessum nýju heitum þó að miðillinn sé nýr?

Er ekki ágætt að halda áfram að rausa og leyfa öðrum að lesa rausið? Og sá sem rausar er rausari. Ef menn vilja minna á nýja miðilinn mætti kalla athæfið vefraus.

Salvör grípur þetta strax á lofti og bendir á hversu greinilega þýðingin endurspeglar fordóma og þekkingarleysi þeirra sem skipa Tölvuorðanefnd. Mér þætti líka mjög forvitnilegt að vita hversu margir meðlima Tölvuorðanefndar halda eigin dagbækur eða stunda persónulega útgáfu á vefnum. Tveir? Einn? Enginn? Hefur þetta fólk eitthvað kynnt sér umræðuna sem hefur átt sér stað meðal okkar í íslenska vefdagbóka-/bloggheiminum undanfarin ár?

Þetta er ekki heldur í fyrsta skipti sem Tölvuorðanefnd gerist sek um að láta persónulega fordóma í garð ákveðinnar tækni birtast í þýðingum sínum. Sígilt dæmi er þýðing þeirra á "cookie" eða smákökum sem vefsvæði senda vöfrum með sumum síðum. Nefndin valdi orðið "smygildi" sem er náttúrulega aðaðlega kjánalegt orðskrípi, og að auki uppfullt af fordómum nefndarmanna:

Fyrir nokkru var orðanefndin beðin um þýðingu á þessu fyrirbæri og lagði þá til þýðinguna smygildi en því orði hefur ekki verið haldið á lofti. Með því að leita í fyrrnefndri orðabók á vefnum fæst skilgreining sem þýða mætti sem 'upplýsingapakki sem sendur er í tölvu notanda þegar hann fær aðgang að vefmiðlara og er síðan sendur til baka í hvert skipti sem notandinn fær aðgang að þeim miðlara'. Þegar smygildið kom til umræðu í nefndinni var sú tilfinning sterkust að verið væri að smygla sér inn í tölvu notandans. Smygildi er skylt sögninni að smjúga. Þessu orði er hér með komið á framfæri.

Eflaust eru til fleiri dæmi um svona gildishlaðnar þýðingar frá nefndinni.

Það er stundum eins og nefndin sé föst upp í einhverjum fílabeinsturni, úr öllum tengslum við okkur alvöru fólkið í tölvu-/netheiminum. Sem betur fer skipta störf svona nefndar næstum engu máli því nefndin þýðir einhver hugtök og kemur þýðingunum á framfæri, við hin hlægjum að kjánaskapnum og höldum áfram og komumst sameiginlega að lýðræðislegri/darwinískri niðurstöðu um einhverja allt aðra og mun betri þýðingu og notum hana þar eftir. :-)

Mér finnst tölvuorðanefnd alveg ótrúlega krúttlegt fyrirbæri. Hún er í mínum huga stór og loðin - eins og Dódófugl.

Svör frá lesendum (6) | Varanleg slóð

Kl. 09:59: Apple tölvur í skólastarfi? 

Nú tröllríða PC fartölvu auglýsingar öllum fjölmiðlum, því skólarnir eru að byrja og allir þurfa í dag að eiga þráðlaust nettengda ofurfartölvu því annars eru þeir ekki memm/kúl/etc. (Hvað með foreldra sem hafa ekki efni á svona 150 þúsund króna "skólagjöldum" per barn/ungling?) En hvað um það...

Tryggvi og Lára velta bæði fyrir sér hvort ekki væri nær að skólarnir væru búnir Macintosh tölvum og hvettu nemendur sína til að kaupa Macintosh ferðavélar frekar en PC tölvur með Windows.

  • Tryggvi: Apple í skólum: kostnaður, tækni og kennsluaðferðir - "Hún er létt og meðfærileg og passar í flestar skólatöskur og bakpoka. Einnig er hún mjög hörð af sér og þolir talsvert meiri barsmíðar en margar aðrar fartölvur. Rafhlöðurnar endist í 4-6 klst sem hlýtur að skipta talsverðu máli..."
  • Lára: Apple tölvur og kerfisstjórn - "ég er ein af þessum kerfisstjórum sem VAR á móti því að fá Apple tölvur í hús - en nú eru breyttir tímar. ;-)"

Sendu þitt svar | Varanleg slóð

Kl. 09:34: Vefútgáfa í grunnskólum? 

NYTimes.com er með áhugaverða grein um reynsluna af notkun vefútgáfu við ritkennslu í grunnskólum í Bandaríkjunum.

The attraction of having a peer audience is so strong that many students have started writing essays and stories that are posted during after-school hours to teenage e-zines, Weblog diaries and Wikis, often without their teachers' knowledge. "Young people have not waited for schools, they have not waited for adults," [...] "They have gone and moved ahead."
... Watching students learn so adeptly from one another can be unnerving for teachers who have thought of themselves as the ultimate knowledge-givers. Proponents of online instructional technology like to say that teachers need to shift from the role of "sage on the stage" to the "guide on the side."

Eitt af því sem kemur fram í greininni er að krökkum leiðist að vinna tilgangslaus skólaverkefni en fíla í tætlur að gera eitthvað sem nýtist þeim (eða öðrum) félagslega. Börn eru félagsverur.

Getur einhver sagt mér hvort einhverjir íslenskir grunnskólar nota vefdagbækur (blogg) til að virkja krakkana í heimanáminu?

Kann einhver góðar sögur af kennurum sem hafa þorað að sleppa "stjórninni" af krökkunum og gefið þeim frelsi til að fikta og læra á þessum vettvangi (eða svipðum)?

Svör frá lesendum (3) | Varanleg slóð


 

Flakk um vefsvæðið



 

Færslur í ágúst 2003

ágúst 2003
SunMán ÞriMið FimFös Lau
          1. 2.
3. 4. 5. 6. 7. 8. 9.
10. 11. 12. 13. 14. 15. 16.
17. 18. 19. 20. 21. 22. 23.
24. 25. 26. 27. 28. 29. 30.
31.            

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)