Færslur föstudaginn 8. ágúst 2003

Kl. 10:50: Vísanir: CSS og aðgengileg hönnun 

Accessibility and Section 508 eru glærur úr fyrirlestri sem Jeffrey Zeldman hélt nýverið. Skemmtilega framsett hjá honum. Zeldman er snjall.

Dave Shea bendir á það að hönnuðir vilja stundum nota grafískar myndir í stað texta, og góðir hönnuðir geri það á hátt sem fórnar ekki aðgengileika og HTML kóðun síðunnar: In Defense of Fahrner Image Replacement. Fahrner Image Replacement (FIR) hefur verið þekkt í nokkurn tíma sem leið til að skipta út HTML texta fyrir myndir og nota til þess eingöngu einfalt CSS.

Einn galli við FIR aðferðina er hins vegar sá að hún krefst þess að auka <span> mark sé sett inn í kóðann þar sem myndin á að birtast. Slíkt er að sjálfssögðu alveg ótækt fyrir HTML og CSS "pjúrista" eins og mig. :-)

Snillingurinn Stuart Langridge hefur hins vegar fundið leið til að fá sömu virkni og FIR, án þess að bæta við óþörfum <span> mörkum út um allt í kóðanum, en aðferðina mætti líklega skýra "Langridge Image Replacement" (LIR). Aðferðin byggist á því að birta myndina sem bakgrunnsmynd í padding svæði HTML marksins og nota síðan height stillinguna ásamt overflow:hidden; til að fela textann fyrir skjávöfrunum.

Það er galli við báðar aðferðir (FIR og LIR), sem veldur því að hönnuðir ættu að forðast að nota þær, er að þeir notendur sem birta CSS en sækja/birta ekki myndir sjá þá ekki textann sem liggur undir myndinni. Sem betur fer eru þeir notendur fremur fáir.

[- Ég kalla Stuart Langridge snilling, af því að á síðunni hans er hann með fullt af HTML, CSS og Javascript lausnum, t.d. Javascript kóða sem býr til DHTML fellivalmyndir sem eru bæði léttar og aðgengilegar (nokkuð sem ég hef fjallað um áður) -] Ég leita þessa dagana logandi ljósi að léttum og aðgengilegum DHTML fellivalmyndum sem virka vel í öllum vöfrum, þ.m.t. Opera og Internet Explorer 5.x á Makkanum.

Svör frá lesendum (2) | Varanleg slóð


 

Flakk um vefsvæðið



 

Færslur í ágúst 2003

ágúst 2003
SunMán ÞriMið FimFös Lau
          1. 2.
3. 4. 5. 6. 7. 8. 9.
10. 11. 12. 13. 14. 15. 16.
17. 18. 19. 20. 21. 22. 23.
24. 25. 26. 27. 28. 29. 30.
31.            

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)