Íslenskarinn - neyðartól útlandafarans

Skrifað 31. júlí 2003, kl. 11:42

Ég er búinn að útfæra lítið javascript fall á vefsíðu sem tekur innsleginn texta með upphrópunarmerkjum á viðeigandi stöðum og breytir viðkomandi stöfum í séríslenska bókstafi. Þetta tól ætti að nýtast fólki sem er við tölvu sem ekki hefur íslenskt lyklaborð - t.d. fólki sem vill skrifa læsilegan texta í tölvupóst, og þá sem eru orðnir þreyttir á að skrifa dagbókarfærslur á forminu: "Her er odyr bjor!"

Þetta er í raun nákvæmlega sama þýðingaraðferð og við notum í Farblogginu.

Slóðin á síðuna er: http://www.anomy.net/islenskarinn/

Njótið vel!


Meira þessu líkt: Forritun, Lifandi tunga.


Svör frá lesendum (13)

  1. Sindri svarar:

    Ég gerði svipaðan hlut um daginn: http://www.hi.is/~sindrit/keyboard/

    Þetta virkar reyndar bara ef viðkomandi er að nota enskt lyklaborð. Það ætti samt að vera lítið mál að breyta töflunum í forritinu til að þýða innslátt úr öðrum lyklaborðsuppsetningum.

    31. júlí 2003 kl. 12:24 GMT | #

  2. Tómas Hafliðason svarar:

    Geir Freysson gerði álíka, sem var virkt á meðan hrekkjusvínin voru virk. Stjáni hefur líka gert netþýðanda, sem ég hef reyndar mest notað til að breyta íslenskum stöfum í html, þegar blogger hefur verið að stríða mér.

    http://kristk.klaki.net/annad/babel/

    31. júlí 2003 kl. 12:30 GMT | #

  3. Sindri svarar:

    Smá viðbót, ég er allur að verða sáttari við orðið farblogg. (Mér finnst blogg líka gott nýyrði (það er ekkert endilega galli við nýyrði að vera tökuorð svo lengi sem það passar við málfræðina))

    31. júlí 2003 kl. 12:31 GMT | #

  4. Tóró svarar:

    Hver er slóðin á þennan ódýra bjór? :)

    31. júlí 2003 kl. 12:34 GMT | #

  5. bio svarar:

    Af hverju ekki bara að breyta regional settings?

    Kunna ekki allir fingrasetninguna og pikka því bara á íslensku þó stafirnir heiti annað?

    31. júlí 2003 kl. 13:06 GMT | #

  6. Einar Örn svarar:

    Jamm, en á netkaffihúsum er erfitt að standa í slíkum breytingum.

    Ég hef talsverða reynslu af þessu og mér fannst langþægilegast að nota síuna hans Sindra. Ég notaði hana alltaf þegar ég var að læra uppí skóla, þar sem ég hafði ekki leyfi til að breyta stilingum þar.

    31. júlí 2003 kl. 13:14 GMT | #

  7. Már Örlygsson svarar:

    Bio, í mörgum tölvuverum eru tölvurnar settar upp þannig að ekki er hægt að breyta neinum stillingum s.s. táknaskipan á lyklaborðinu, etc. Þetta er sérlega algengt á erlendum netkaffihúsum.

    Ég vissi ekki af þýðandanum hans Sindra, mundi vel eftir þýðandanum hans Geirs Freyssonar, en hafði steingleymt græjunni hans Kristjáns.

    Íslenskarinn minn hefur þann kost fram yfir hina að hann notar sama rithátt og allir SMS töffararnir eru farnir að nota í gríð og erg. Ég sé t.d. fyrir mér að Ágúst nái 100 orðum á mínútu í innslætti í Íslenskaranum. :-)

    31. júlí 2003 kl. 13:16 GMT | #

  8. Már Örlygsson svarar:

    Mér finnst lausnin hans Sindra mjög sniðug, en það vantar samt tilfinnanlega möguleikann á að velja milli mismunandi lyklaborðs uppsetninga. Svo er líka svoldið bagalegt að geta ekki notað þetta á öðrum vöfrum en IE...

    31. júlí 2003 kl. 13:20 GMT | #

  9. Sindri svarar:

    Textinn fyrir neðan gluggan þýðir að ég hafi ekki prófa þetta í öðrum vöfrum. Þetta virkar trúlega í öllum nýlegum vöfrum, það er enginn mjög funky javascript kóði í þessu. Ef þetta virkar ekki í öðrum browserum ætti að vera lítið mál að lappa uppá það.

    31. júlí 2003 kl. 13:42 GMT | #

  10. Már Örlygsson svarar:

    Sindri, ég prófaði hann í Opera 7 og Mozilla Firebird og hann virkar ekki í þeim.

    31. júlí 2003 kl. 13:48 GMT | #

  11. Sindri svarar:

    En svekkjandi! Það stendur til við tækifæri að lappa uppá þessa græju, búa til interface til að útbúa nýjar lyklaborðstöflur og þannig. Þá kannski skoða ég hvort hægt er að gera þetta að cross-browser kóða. Gæti samt verið að event.keyCode sé read only í einhverjum browserum, þá er þetta hálf vonlaust.

    31. júlí 2003 kl. 14:14 GMT | #

  12. Einar Jón svarar:

    Það er ágætt að vita til þess að nördarnir hérna heima eru búnir að redda þessu fyrir mann ef maður byrjar að blogga í útlöndum.

    Annars finnst mér nokkuð merkilegt að enginn notar "eðlilegasta" stafinn ' sem broddstafameki ('a=á, ''o=ö).

    31. júlí 2003 kl. 15:27 GMT | #

  13. Tolli svarar:

    Munið þið virkilega ekki ASCII kóðana ?!?

    31. júlí 2003 kl. 21:13 GMT | #

Þessum svarhala hefur verið lokað. Kærar þakkir til þeirra sem tóku þátt í umræðunni.


 

Flakk um vefsvæðið



 

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)