Vísanir á stöff...

Skrifað 30. júlí 2003, kl. 11:25

Mér fannst gaman að fylgjast með Tryggva berjast við CSS í IE og Mozilla. Ferlið í hnotskurn: Nýja útlitið, Vafravesen Firebird vs IE, Búinn að gefast upp í bili..., Ég bara gat ekki hætt!!! Ég reyndi að gefa honum smá vísbendingar til að koma honum á sporið.

...og úr SMS landi:

Konni Jóns sendir dagbókarfærslur með SMS - t.d. í miðju tafli við páfann. Möguleikar nútímatækni eru sannarlega takmarkalausir!! :-) Hann sendir beint í GSM síma sem er beintengdur við tölvu, og skrifaði sína lausn án þess að hafa frétt af framtaki okkar Kela. Gaman að sjá þetta gerast á mörgum stöðum í einu!

(Hmm... Konni mætti forrita dagbókina sína þannig að maður geti vísað á varanlega slóð fyrir hverja dagbókarfærslu. Allar slóðirnar hans vísa beint á forsíðuna og lifa því bara í nokkra daga/vikur. Úbs!)

Einhverjum "leiðindapúkum" ;-) finnst "Far" ekki nægilega gott nafn á þjónustu sem breytir SMS og MMS skeytum í vefdagbókarfærslur. Í því sambandi má benda á að "SMS-blogg" kemur ekki til greina sem nafn til lengri tíma litið því a) þjónustan mun innan tíðar taka líka við MMS skeytum, og af því að b) "Blogg" er fokkíng ónefni dauðans!

Kristján sendir SMS skeyti frá Taipei. Bráðskemmtileg ferðadagbók sem verður til úr þessu.


Meira þessu líkt: Farsímablogg, HTML/CSS, Lifandi tunga, Útgáfa.


Svör frá lesendum (5)

  1. Ágúst svarar:

    Hvað með "síma-blogg" eða "símaskrif" (fyrir íslenskufasista;)

    Ef gagnrýnin "en hvað með það þegar það er ekki texti sem verið er að senda, heldur t.d. mynd... eða jafnvel hljóð" kemur fram: "símapár".

    Ekki útpældar hugmyndir, en hugmyndir samt :)

    30. júlí 2003 kl. 11:54 GMT | #

  2. Erna svarar:

    Það er náttúrulega það sem er svona fúlt við íslenskuna. Það hljóma öll orð eins út af því að þessi forskeyti hljóma öll eins. Þess vegna finnst mér bara kúl að taka upp orð úr ensku eða öðrum tungumálum til þess að gera málið kannski aðeins fjölbreyttara. Þess vegna finnst mér blogg mjög gott orð. Stutt, þjált, nýtt og gott í allskonar samsetningum. Það er kannski í lagi að vernda íslenskuna, en hversvegna að vera með máleinangrunarstefnu á cyber-öld þegar öll landamæri hverfa á öðrum sviðum?

    30. júlí 2003 kl. 12:07 GMT | #

  3. Konráð svarar:

    Ég þakka athugasemd við vísanirnar. Skal athuga það mál.

    30. júlí 2003 kl. 12:38 GMT | #

  4. Tryggvi R. Jónsson svarar:

    Viðurkenndi það bara ... þér fannst gaman að sjá mig kveljast undan viðbjóði IE ;) Ég vissi að þetta væri slæmt en hafði aldrei að eigin raun reynt að nota þetta, enda ekki mikill vefari í mér, en raunin varð sú að þetta var miklu verra en ég hafði getað ímyndað mér. M$ á sér langa sögu með að fara illa eða ekkert eftir stöðlum og þetta er bara alveg í stíl við annað frá þeim. Verst að maður veit ekki alveg hverju maður á að treysta. Firebird og Safari byggja til dæmis á sitt hvorri vélinni og Safari virðist túlka síðurnar mínar aðeins öðruvísi. Hver er hin kórrétta html-túlkun í dag?

    30. júlí 2003 kl. 12:47 GMT | #

  5. Ágúst svarar:

    Ég er sammála meistara Ernu, blogg er gott og gilt orð. Ef að við viljum "íslenskuvæða" orðið gætum við tala um (no.) "blogga" (bloggi, blogga, blogga, blogga, flt. bloggar) en einsog orðið hefur komið sér fyrir í málinu er langbest að halda hvorukyns útgáfunni af því (blogg, blogg, bloggi, bloggs) enda hefur orðið þá mjög skýra merkingu, alþjóðlega og í sjálfu sér þjála. Þannig má líkja þessu við "vídjó" sem hefur komið sér ágætlega fyrir í málinu.

    Reyndar rifjaðist upp fyrir mér núna áðan orðið "fleiðari" sem einhver notaði fyrir allnokkru um blogg. (Man ekki hvort það var Freyr eða ArnarAr sem fundu upp á þessu orði). Þar var svipuð hugmynd að baki og við orðið [we]b-log, semsagt [ve]f-leiðari.

    En... niðurstaðan er sumsé: blogg er gott og gilt orð :-)

    Og hana nú!

    30. júlí 2003 kl. 14:11 GMT | #

Þessum svarhala hefur verið lokað. Kærar þakkir til þeirra sem tóku þátt í umræðunni.


 

Flakk um vefsvæðið



 

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)