Afvopnum "reset" hnappa á vefsíðum!
"Reset" eða "hreinsa" hnappar eru nokkuð algengir á alls kyns skráningarvefsíðum. Vandamálið við þessa hnappa er það að ef maður smellir á þá þá þurrkast allt sem maður hefur slegið inn í viðkomandi eyðublað og það er engin leið til að afturkalla aðgerðina - ekkert "undo"!
Þetta og aðrar ástæður valda því að yfirleitt er lang best að sleppa "hreinsa" hnappnum alveg. Það kemur m.a. til að því að:
- Notendur nýta þessa þessa hnappa fremur sjaldan.
- Þegar notendur þurfa að tæma innsláttarreitina þá er yfirleitt álíka fljótlegt að nota "backspace".
- Í 90% þeirra tilfella þegar smellt er á hreinsa hnappa þá er það óvart, og notandinn tapar innslegnum gögnum.
Í einstaka tilfellum er þó réttlætanlegt að nota svona "hreinsa" takka á vefsíðum, en þegar það er gert þá er mikilvægt að gefa notendum kost á að hætta við aðgerðina. Með einfaldri HTML/Javascript stillingu má að miklu leyti koma í veg fyrir að notendur hreinsi formið óvart:
onreset="return confirm('Þú ert í þann mund að hreinsa öll innslegin gildi úr leitarreitunum...');"
Þessi stilling bætist á <form>
markið, og þegar smellt er á "hreinsa" takkann þá birtist einfaldur "OK/Cancel" staðfestingargluggi og ef notandinn smellir á "Cancel" þá hættir vafrinn við hreinsunaraðgerðina. Dæmi:
<form action="" onreset="return confirm('Þú ert í þann mund að hreinsa öll innslegin gildi úr leitarreitunum...');">
<p><input name="textinn" value="" />
<input type="reset" value="Hreinsa" /></p>
</form>
Prófið að slá inn texta í reitinn og smella svo á "Hreinsa" hnappinn:
Vinsamlega notið þessa aðferð alltaf ef þið á annað borð neyðist til að hafa "hreinsa" takka á vefsíðu. Gerið það ef ykkur er umhugað um hag þeirra sem nota síðurnar ykkar.
Svör frá lesendum (8)
Palli svarar:
Það er fínt að hafa vit fyrir notendum á svona "hljóðlátan" hátt. Annað vandamál sem ég rakst á um daginn þegar ég var að búa til risastórt form er það að þegar notendur fara af síðunni (t.d. með back eða refresh) þá tapast líka öll gögn.
Mér tókst aðeins að hafa vit fyrir IE notendum (sem er jú býsna stór hópur, bla bla bla ...) með því að nota onBeforeUnload atburðinn. Mozilla Firebird (sem er bestur punktur) keyrir hann hins vegar ekki. Kanntu einhver betri ráð við að vara fólk við að ef það fari af síðunni þá tapist allar breytingar á forminnslætti ?
30. júlí 2003 kl. 10:02 GMT | #
Andri Sigurðsson svarar:
Það er ekkert meira pirrandi en að rekast í reset takka og tapa öllum sem maður var búinn að pikka inn. :/
30. júlí 2003 kl. 10:20 GMT | #
Andri Sigurðsson svarar:
Það getur líka verið varasamt að nota backspace því hann er líka shortcut og gerir það sama og Back takkinn á vafranum þegar form eða textfield er ekki með fókusinn. Ég lendi leiðnilega oft í því að tapa löngum texta útaf þessu.
30. júlí 2003 kl. 10:30 GMT | #
Tolli svarar:
Já, ekki skil ég hvaða snillingi datt í hug að gera backspace/shift+backsapce að back/forward. Fannst það þægilegt hér áður fyrr, en á sama tíma gerir alt+hægri/alt+vinstri það sama, og er held ég búið að vera frá því að ég var að nota Netscape 1.11 eða hvað það nú var. Og er enn í gott ef ekki öllum vöfrum.
31. júlí 2003 kl. 00:43 GMT | #
Már Örlygsson svarar:
Ég er kannski að nota of góðan vafra, en ég hef aldrei lent í því að týna innslegnum texta í eyðublaði með því að bakka um 1-2 hopp með "Back" hnappnum eða backspace. Ég fer bara áfram til baka á síðuna sem ég var og þá er allur textinn á sínum stað eins og ég hafði slegið hann inn...
Er ég kannski að misskilja ykkur?
Tolli, ég nota backspace mjög mikið sem "Back" takka. Ókosturinn við Alt+hægri/Alt+vinstri er að maður þarf að nota báðar hendur til að það virki. Backspace þarf bara ein putta. :-)
31. júlí 2003 kl. 10:57 GMT | #
Tolli svarar:
Þú ert bara með litlar hendur! :) Ef þú vilt einn taka notaru bara músina ;)
Held reyndar að það sé oftast (samt ekki viss um alltaf) að það sé útaf expire hlutum sem form tæmast. Þú bakkar, IE sér að expire hefur liðið og ákveður að sækja nýtt eintak.
31. júlí 2003 kl. 21:05 GMT | #
Ari svarar:
Ég var að spá, helv... skemmtileg aðferð með þetta onreset(), (er tiltölulega grænn í javascript þrátt fyrir ágætisþekkingu í php, mysql, html, css og xml :) en ég var að spá hvort það væri ekki hægt á einhvern auðveldan hátt að breyta Cancel/OK í Hætta við/Í lagi... (leiðinlegt að vera með hálf-íslenskaðan reit hjá sér... :) Endilega svarið ef þið vitið svarið... Kv, Ari
30. september 2003 kl. 13:57 GMT | #
Ari svarar:
Hmm, hálfundarlegt að vera ekki með eitthvað margin-right: þegar síðan er skoðuð í 1600x1200... (langar línur...) Annars ætlaði ég að minnast á það að síðan birtir fullt af dóti á ensku þegar maður lætur lesa yfir (þ.e. Nafn: -> Name: ; Netfang (birtist hvergi opinberlega): -> E-Mail: osfrv... kv. Ari
30. september 2003 kl. 14:00 GMT | #