Færslur Þriðjudaginn 29. júlí 2003

Kl. 22:08: Afvopnum "reset" hnappa á vefsíðum! 

"Reset" eða "hreinsa" hnappar eru nokkuð algengir á alls kyns skráningarvefsíðum. Vandamálið við þessa hnappa er það að ef maður smellir á þá þá þurrkast allt sem maður hefur slegið inn í viðkomandi eyðublað og það er engin leið til að afturkalla aðgerðina - ekkert "undo"!

Þetta og aðrar ástæður valda því að yfirleitt er lang best að sleppa "hreinsa" hnappnum alveg. Það kemur m.a. til að því að:

  • Notendur nýta þessa þessa hnappa fremur sjaldan.
  • Þegar notendur þurfa að tæma innsláttarreitina þá er yfirleitt álíka fljótlegt að nota "backspace".
  • Í 90% þeirra tilfella þegar smellt er á hreinsa hnappa þá er það óvart, og notandinn tapar innslegnum gögnum.

Í einstaka tilfellum er þó réttlætanlegt að nota svona "hreinsa" takka á vefsíðum, en þegar það er gert þá er mikilvægt að gefa notendum kost á að hætta við aðgerðina. Með einfaldri HTML/Javascript stillingu má að miklu leyti koma í veg fyrir að notendur hreinsi formið óvart:

onreset="return confirm('Þú ert í þann mund að hreinsa öll innslegin gildi úr leitarreitunum...');"

Þessi stilling bætist á <form> markið, og þegar smellt er á "hreinsa" takkann þá birtist einfaldur "OK/Cancel" staðfestingargluggi og ef notandinn smellir á "Cancel" þá hættir vafrinn við hreinsunaraðgerðina. Dæmi:

<form action="" onreset="return confirm('Þú ert í þann mund að hreinsa öll innslegin gildi úr leitarreitunum...');">
  <p><input name="textinn" value="" />
  <input type="reset" value="Hreinsa" /></p>
</form>

Prófið að slá inn texta í reitinn og smella svo á "Hreinsa" hnappinn:

Vinsamlega notið þessa aðferð alltaf ef þið á annað borð neyðist til að hafa "hreinsa" takka á vefsíðu. Gerið það ef ykkur er umhugað um hag þeirra sem nota síðurnar ykkar.

Svör frá lesendum (8) | Varanleg slóð


 

Flakk um vefsvæðið



 

Færslur í júlí 2003

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)