Hvernig leysum við úr þessari stöðnun?

Skrifað 28. júlí 2003, kl. 20:46

Staðan á vefnum í dag:

  • Microsoft Internet Explorer er með um eða yfir 90% markaðshlutdeild.
  • Microsoft er hætt að þróa IE á Macintosh. (Nýjasta útgáfa vafrans kom út í mars árið 2000.)
  • Microsoft er hætt að þróa Internet Explorer fyrir Windows. (Nýjasta útgáfan, 6.0, kom út í október 2001, en hann hafði enga merkjanlega tæknilega kosti fram yfir IE 5.5 sem kom út í júní 2000.)
  • Næsta útgáfa af vefhugbúnaði frá Microsoft verður hluti af Windows "Longhorn" sem kemur út í fyrsta lagi árið 2005
  • Notendur Windows 2000 og XP eru almennt ánægðir og því mun það líklega taka 2-3 ár í viðbót fyrir merkjanlegan hluta Windows-notenda að skipta yfir í "Longhorn".

Því má segja að möguleikar vefbransans til að stækka og þróast hafi nokkurn veginn staðið í stað frá því um mitt ár 2000, og ef fer sem fram horfir, þá munum við þurfa að lifa við sömu stöðnunina allt fram til ársins 2007 eða 2008.

Þetta er augljóslega fullkomlega óviðunandi ástand sem eitthvað verður að gera í.

Við - fólkið á netinu, fólkið í bransanum - verðum að taka höndum saman um að auka markaðshlutdeild nýrra vafra. Við verðum að hjálpa vinum okkar, fjölskyldum og félögum að uppfæra vafrann sinn í eitthvað nothæft og með einhverja framtíð, og byrja sem fyrst að miða vinnubrögðin okkar við þá staðla og möguleika sem nútímahugbúnaður býður upp á, en ekki það sem viðgekkst fyrir 3 árum síðan - síðast þegar Microsoft þóknaðist að uppfæra ókeypis vafrann sinn.

[ Segjum nei við Microsoft stöðnun í vefhönnun. ] Markmiðið á ekki endilega að vera að bola Microsoft út af vaframarkaðnum, heldur einfaldlega að koma á almennilegri samkeppni við Microsoft vafrana til að koma í veg fyrir að við lendum aftur í svona stöðnunarástandi, og til að við getum loksins hætt að eltast við kröfuna um "það verður að líta 100% eins út á IE", og beitt kröftum okkar og kunnáttu að því komast lengra en við gátum árið 2000.

Áfram!


Meira þessu líkt: HTML/CSS.


Svör frá lesendum (3)

  1. Gneistinn: Dauði Internet Explorer

    "Már talar um þá stöðnun sem hvílir yfir Internet Explorer. Ég hef sjálfur aldrei notað IE að staðaldri, ég byrjaði í Netscape en fyrir svona 4 árum skipti ég yfir í Opera því Netscape var orðinn þungur og leiðinlegur en einnig af því viðmótið í Opera ..." Lesa meira

    29. júlí 2003 kl. 01:13 GMT | #

  2. Alli svarar:

    Þetta er náttúrulega alveg fáranlegt. Skrítið að Microsoft skuli geta leyft sér að frysta þann browser sem er í gangi í dag. Maður myndi halda að þeir gætu haft nokkra menn í vinnu við að halda við þeim browser sem er núna í t.d. win xp...

    Annars verð ég að segja að ég er mjög ánægður með þann browser sem ég nota, Safari virkar mjög vel og verður alltaf betri og betri en því miður er hann bara fyrir makka...

    29. júlí 2003 kl. 16:39 GMT | #

  3. Haukur Már Böðvarsson svarar:

    Ég er sammála því að það eigi ekki að endilega að henda IE útaf, enda væri það mjög erfitt, þetta er svo sem alltilagi vafri fyrir utan marga virkilega óþolandi galla sem microsoft vita alveg af, og ég bara skil ekki afhverju þeir eru ekki löngu búnir að implimenta þessu inn í vafrann.

    Þá er ég meðal annars að tala um fullan PNG stuðning og ekki þurfa nota eitthvað skítamix til þess að fá þetta til að virka.

    Og svo einnig betri CSS stuðning því eins og við vitum sem erum að vinna í þessu að þróa vefi osfr, þá styður IE css ekki næstum því eins vel og td Mozilla.

    Sjálfur þá skipti ég yfir í Netscape 6 þegar hann kom út, fór svo yfir í Netscape 7, en núna nota ég eingungis Mozilla Firebird, hann er málið fyrir mig.

    29. júlí 2003 kl. 18:48 GMT | #

Þessum svarhala hefur verið lokað. Kærar þakkir til þeirra sem tóku þátt í umræðunni.


 

Flakk um vefsvæðið



 

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)