Í kastljósinu áðan:

Skrifað 28. júlí 2003, kl. 19:57

"Rokka-billí, rokka-billí, rokka-billí búgí. Rokka-billí, rokka-billí, rokka-billí búgí... Rokka-billí, rokka-billí, rokka-billi búgí túnæææt..."

(Ég missti af því hver þessi gaur var með kúrekahattinn, sá þetta bara með öðru auganum og heyrði með öðru eyranu, en datt í hug Radíusfluga frá því í gamla daga.)


Meira þessu líkt: Listir og menning.


Svör frá lesendum (8)

  1. Ágúst svarar:

    Fyrir forvitnis sakir skoðaði ég þetta á ruv.is... athyglisvert.

    28. júlí 2003 kl. 22:22 GMT | #

  2. Gummi Jóh svarar:

    HAHAHAHA!

    ein af mínum uppáhalds flugum!

    29. júlí 2003 kl. 00:52 GMT | #

  3. Hrafnkell svarar:

    Löduflugan rúlar samt. 600þúsund kílómetrar!

    29. júlí 2003 kl. 01:47 GMT | #

  4. Freyr svarar:

    Já... Löduflugan lifir best í minninu hjá mér líka... "ég hef unun af því að keyra"... "UNUN!?!"

    29. júlí 2003 kl. 02:26 GMT | #

  5. Ágúst svarar:

    Af hverju hafa þessi innslög aldrei verið endursýnd?? (eða fór það bara fram hjá mér?)

    RÚV er mjög duglegt í því einmitt að sýna aldrei það sem er til af góðu efni hjá þeim en endursýna þeim mun oftar mesta ruslið sem þeir framleiða (þó einhverjir hafi t.d. haldið því fram að þetta hafi verið ný sería af Spaugstofunni).

    29. júlí 2003 kl. 18:03 GMT | #

  6. Már Örlygsson svarar:

    Ágúst, Rokkabillíbúgí flugan og Lödu flugan voru í útvarpsþáttunum Radíus, sem sjónvarpþættirnir Radíus voru svo nefndir eftir.

    Í útvarpsþættinum Radíus var unnið mikið frumkvöðlastarf í því að:

    • Spila Elvis lög út í eitt
    • Láta brandara enda á því að líkamshlutar voru sagaðir af.
    • Segja "núna ætla ég að ríða þér í rass" brandara.
    • o.fl.

    30. júlí 2003 kl. 02:34 GMT | #

  7. Gummi Jóh svarar:

    Mesta klassíkin í mínum huga með ofbeldið er samt að bryðja grjót til að brjóta á sér tennurnar og að opna á sér æð og láta blóðið renna í fötu. Snilldarleikarar þeir Davíð og Steinn Ármann.

    Vaknaði alltaf til að hlusta á þessa þætti. Var það „lítill" að maður var ekki byrjaður í unglingavinnu. Maður reif sig upp um 9 til að hlusta til 12. Flugan var svo alltaf á slaginu 11:30 í boði tveggja vina :)

    30. júlí 2003 kl. 16:39 GMT | #

  8. Ágúst svarar:

    Rokkabillíbúgí sketchið var eitt af innslögunum sem þeir voru með í Dagsljósi (hét þátturinn ekki það annars?) hér um árið. Steinn Ármann var misheppnaði tónlistarmaðurinn (en ekki hvað) sem var nýbúinn að gefa út plötu... nei, kasettu! kasettu! og Davíð Þór var að taka hann tali, eða öllu heldur gera lítið úr honum (en ekki hvað).

    Annað mjög eftirminnilegt sketch var stripparinn sem Steinn Ármann (en ekki hvað) lék, sem tróð ullarsokk inn í nærbuxurnar til að vera "gildnari" og ætlaði síðan að sýna dans og þá voru "Litlu andarungarnir" spilaðir undir.

    Fyndið.

    31. júlí 2003 kl. 11:53 GMT | #

Þessum svarhala hefur verið lokað. Kærar þakkir til þeirra sem tóku þátt í umræðunni.


 

Flakk um vefsvæðið



 

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)