IE er ekki náttúrulögmál
Tim Bray: The Door Is Ajar. Ágætir punktar um stöðuna á vaframarkaðnum og stöðnunina hjá Microsoft.
Ég hvet alla til að sækja og setja upp Mozilla Firebird vafrann. Þetta eru örfá megabæti og uppsetningin er mjög fljótleg og einföld. Í dag nota ég engan annan vafra.
Áfram!
Meira þessu líkt: HTML/CSS, Hugbúnaður.
Svör frá lesendum (12)
Ágúst svarar:
Er póstforrit með þessu?
Er þetta betra en Netscape/Modzilla 6 var?
Ágúst-sem-var-harðasti-Netscape-notandinn-þar-til-hann-gafst-upp-og-skipti-yfir-í-IE-fyrir-einu-og-hálfu-ári.
28. júlí 2003 kl. 15:53 GMT | #
Tryggvi R. Jónsson svarar:
Ég er frekar hrifinn af Firebird og alveg ferlega sáttur við Safari þegar ég kemst í græjur sem keyra hann. Það er samt hægt að setja sig í spor þeirra sem vilja skrifa IE-only. Ódýrasta leiðin til að ná til sem flestra. Það virkar vel á bisnessliðið. Það er hins vegar alltaf spurning hvort maður á að vera pjúristi og fara eftir ,,réttu" stöðlunum eða stöðlunum sem þeir stærstu og sterkustu setja á hverjum tíma. Það er ferlega erfitt að sannfæra einhvern um að eitthvað sé RÉTT (samkvæmt stæði) þegar það virkar ekki í algengasta og útbreiddasta vafranum. Sagan kennir okkur að ,,rétt" er oftast bara sú skoðun sem flestir hafa á hverjum tíma. Það er mjög heit umræða um http://www.buymusic.com sem virkar bara í IE á M$ stýrikerfi og ekkert annað, enginn Firebird, Opera, Mozilla. Bara þetta hér: In order to take full advantage of BuyMusic.com's offerings you must be on a Windows Operating System using Internet Explorer version 5.0 or higher.
28. júlí 2003 kl. 16:00 GMT | #
Már Örlygsson svarar:
Mozilla 1.4 (nýjasta útgáfan af Mozilla) er með póstforriti inniföldu, og mér skilst að það sé ansi gott. Ókosturinn sem ég sé við að nota Mozilla stórvöndulinn að notendaviðmótið á vafranum er ekki eins þjált og Mozilla Firebird.
Hins vegar er Mozilla Thunderbird póstforritið (http://www.mozilla.org/projects/thunderbird/ ) systur verkefni Firebird vafrans, þar sem markmiðið er að gera gott, þjált og öflugt póstforrit sem stendur sjálfstætt - óháð vafranum.
Ég hef heyrt einhverja hvarta yfir því að Thunderbird væri of ungt og óþroskað verkefni, en ég mundi samt ekki trúa þeim röddum nema eftir að hafa prófað sjálfur að setja Thunderbird upp og skoða hann.
28. júlí 2003 kl. 16:03 GMT | #
Andri Sigurðsson svarar:
"Það er samt hægt að setja sig í spor þeirra sem vilja skrifa IE-only. Ódýrasta leiðin til að ná til sem flestra."
Einhvernvegin finnnst mér þessi afsökun ekki vera gild lengur. Oftast er þetta bara vankunnátta. Ég veit ekkert um buymusic en þeir hljóta að hafa verið með "góða" ástæðu. Þetta snýst jú allt um að vernda hagsmuni tónlistarfólksins sem semur tónlistina. hóst :)
28. júlí 2003 kl. 16:48 GMT | #
Tryggvi R. Jónsson svarar:
Þessi ,,afsökun" sem er reyndar mjög léleg sem slík er því miður ennþá gild og mun alltaf verða gild. Vankunnáttan er ekki alltaf óviljaverk því stundum gerir fólk ýmislegt sem brýtur gegn bestu vitund og þekkingu þeirra til að ná einhverju fyrir skilafrest eða halda sig innan kostnaðaráætlunar. Varðandi BuyMusic þá held ég að þetta sé bara hluti af ,,samningi" þeirra við M$. Það er enginn að vernda hagsmuni tónlistarfólks nú til dags heldur eingöngu að forða sér frá lögfræðingaherdeildum RIAA . Ég hef reyndar af pólitískum ástæðum ákveðið að stefna að M$-lausu tölvuumhverfi hjá mér fyrir árslokin og það verður gaman að sjá hvernig það gengur upp :-)
28. júlí 2003 kl. 17:04 GMT | #
Árni Svanur svarar:
Ég hef notað Mozilla Mail og síðar Thunderbird til að halda utan um póst síðasta hálfa árið og hef ekkert nema gott að segja af þessum forritum. Á sínum tíma féll ég fyrir því hversu þægilegt var að vinna með imap pósthólf. Bæði forrit geta í raun unnið að fullu á póstþjóninum, síað skeyti í pósthólf þar, geymt afrit af sendum pósti í möppum þar o.s.frv. Ekki spillir svo fyrir að komin er vísir að síu fyrir ruslpóst sem virkar ágætlega.
28. júlí 2003 kl. 18:45 GMT | #
Már Örlygsson svarar:
Tryggvi, að mínu mati þá er þessi afsökun ekki nærri því jafn gild og hún var hér á árum áður. Í dag eru IE5 og IE6 lang veikustu hlekkirnir í vafrahugbúnaðarflórunni og ef maður ætlar að skrifa hreint HTML og töffaralegt CSS, þá er sú þróun miklu fljótlegri og ódýrari fyrir góðan vafra eins og Mozilla en fyrir gamlan villuskrjóð eins og IE.
Reynslan hefur kennt mér að lang fljótlegasta leiðin til að skrifa vefsíður sem virka í öllum vöfrum er að byrja að skrifa þær fyrir Mozilla eða Opera 7, og bæta síðan við lægfæringarkóða fyrir IE. Með því er maður líka að tryggja það að kóðinn sem maður skrifaði mun halda áfram að virka í vöfrum framtíðarinnar, á meðan að kóði sem er bundinn við gamlar útgáfur af IE á enga framtíð fyrir sér.
Á Windows er IE 5.5 einna skárstur af Microsoft vöfrunum hvað varðar stuðning við almenna vefstaðla og stöðugleika, en IE 6.0 og gamla hróið 5.0 eru nokkurn veginn jafn lélegir. IE 6.0 styður staðlana aðeins betur en IE 5.0 (nokkurn veginn jafn vel og IE 5.5) en er svo stútfullur af vondum keyrsluvillum að það er hreint út sagt grátlegt. Þannig mundi ég segja að IE 6.0 hafi verið stórt skref aftur á bak í þróunarsögu Microsoft vafranna.
28. júlí 2003 kl. 19:26 GMT | #
Tryggvi R. Jónsson svarar:
Már, jú þetta er orðið skárra en engu að síður talsvert eftir í land með að þeir sem eru að búa til vefsíður verði meðvitaðir um hvað þeir eiga að gera. IE 5.5 er reyndar ekki svo útbreiddur þannig að við sitjum upp með langmest af IE 6.0. Það er spurning hvort það sé eitthvað að marka það að ie 7.0 verði ekki til nema í Langhorninu ógurlega...
28. júlí 2003 kl. 20:20 GMT | #
Már Örlygsson: Hvernig leysum við úr þessari stöðnun?
28. júlí 2003 kl. 20:50 GMT | #
reynir svarar:
Eftir því sem ég best man, þá á IE 6.0 að vera síðasta útgáfan af Internet exploder sem er ókeypis, upgrade path fyrir þá sem vilja halda áfram að nota microsoft product í þessu er þá "MSN Explorer", sem ég held að sé hægt að fá ókeypis í dag, en hann á að kosta eitthvað síðar meir. Reyndar breytast plön M$ dag frá degi, þannig að það er aldrei að vita hvað kemur næst.
28. júlí 2003 kl. 21:09 GMT | #
Vefdagbok Tryggva: Vafravesen Firebird vs IE
28. júlí 2003 kl. 21:40 GMT | #
Slashdot: Mozilla Thunderbird 0.1 Released
29. júlí 2003 kl. 09:30 GMT | #