Far: Öryggi vs. þægindi?
Far er komið með sitt eigið símanúmer, þannig að bráðum verður ekki lengur þörf á að senda öll SMS skeyti í gegnum SMS-í-tölvupóst gáttir símfélaganna með þeim vandræðum sem því fylgja.
Nú er spurningin, eigum við að halda áfram að láta notendur senda dagbókarlykilorðið sitt fremst í hverju SMS skeyti, eða eigum við að láta notendur gefa upp lykilorðið sitt þegar þeir skrá sig í þjónustu Farsins?
Ég segi: "CID (caller ID) segir okkur hvaða símanúmeri SMS skeytið kemur úr, og því eigum við að einfalda hlutina fyrir notendum og sleppa helv. lykilorðinu fremst úr skeytunum"
.
Keli segir: "Ef við sleppum lykilorðinu úr skeytinu, þá geta þeir sem hafa aðgang að fyrirtækja-SMS-gáttum símfélaganna 'spoofað' sendingar því þeir geta stillt CID á hvaða símanúmer sem er"
.
Hvað er til ráða?
Meira þessu líkt: Farsímablogg, Nothæfni.
Svör frá lesendum (10)
Kristján svarar:
Ef notendur senda lykilorðið fremst í hverju SMS skeyti geta þeir breytt lykilorðinu á dagbókinni sinni án þess að tilkynna umsjónarmönnum Fars það sérstaklega.
Það finnst mér vera kostur.
28. júlí 2003 kl. 09:42 GMT | #
Már Örlygsson svarar:
Kristján, Farið mun fljótlega fá þægilegt vefvimót þar sem notendur geta sjálfir breytt lykilorðinu sínu og öllum stillingum.
28. júlí 2003 kl. 10:07 GMT | #
Tryggvi R. Jónsson svarar:
Forsenda: Það er ekki hægt að treysta neinum. Þá þarf ég að setja upp svona síma sjálfur við tölvu og senda milliliða laust. Ég ber svo sem ekkert sérstakt traust til Símafyrirtækjanna en held samt að í nákvæmlega þessu tilfelli sé rétt að setja þægindi og ,,ease-of-use" ofar en öryggið. Ef Símafyrirtækið ætlaði sér að ,,spoofa" þá væri minnsta mál fyrir þá að hlera samskiptin líka þar sem þau eru væntanlega ekki dulrituð yfir burðarlagið þeirra. Ég skil reyndar ekki svar Kristján þar sem ég gat breytt mínu lykilorði án þess að segja neinum frá því en við náttúrulega treystum umsjónarmönnum Farsins ekkert frekar en Símafélagunum >;)
28. júlí 2003 kl. 10:17 GMT | #
Tryggvi R. Jónsson svarar:
... eru fyrirtækjagáttirnar svona galopnar hjá þeim? Ég skoðaði einhvern tíma þessa þjónstu til að senda SMS á kerfisstjóra með skilaboðum frá kerfum og var ekkert sérstaklega hrifinn af þessu.
Annað mál.. mun þessi breyting (beint yfir í símanúmer) laga vandamálið sem ég lenti í á laugardaginn um að sms var klippt niður í lengd einhversstaðar á leiðinni?
28. júlí 2003 kl. 10:34 GMT | #
Bjarni Rúnar svarar:
"Spoof" vandamálið er í raun ekki til staðar nema frá símfélaginu sjálfu, því hægt er að sjá (a.m.k. hefur mér sýnst það á tilraunum mínum með gnokii) mun á "símanúmeri sendanda" og "nafni sendanda" sem er stillanlegt með svona fyrirtækjaþjónustum eins og t.d. pilluáminningin fékk aðgang að um daginn.
Símarnir sýna ekki hvort er hvað, en hægt er að lesa muninn út úr skeytunum ef ég man rétt. Ég skal reyna að grafa þetta upp þegar ég er kominn úr fríinu mínu.
28. júlí 2003 kl. 11:20 GMT | #
Einar Jón svarar:
Þetta SMS-blogg virðist vera nokkuð sniðugt, sérstaklega hvernig þið fáið inn íslensku stafina.
Eruð þið eitthvað að spá í að útvíkka íslenskunina fyrir bloggara í útlöndum? Mér finnst ólíkt skemmtilegra að lesa góðan íslenskan texta heldur en "tad er odyr bjor herna" .
Er bara málið að blogga með tölvupósti frá útlandinu (eins og úr GSM) eða er hægt að útfæra þetta í Movabletype?
28. júlí 2003 kl. 20:00 GMT | #
Konráð svarar:
Það væri hægt að búa til plug-in fyrir Movable Type sem gæti þýtt yfir í íslenska stafi á sama hátt og SMS-blogg-kerfið gerir.
30. júlí 2003 kl. 20:06 GMT | #
Konráð svarar:
Eða svipaðan öllu heldur, það er kannski ekki sérlega þægilegt sumsstaðar að skrifa á með öfugri kommu.
30. júlí 2003 kl. 20:06 GMT | #
Már Örlygsson svarar:
Öfuga komman er bara ein af leiðunum til að skrifa á. Það er líka hægt að skrifa það með því að setja upphrópunarmerki á undan "A" eða "a".
Það gæti verið sniðugt að skrifa svona plugin fyrir Movable Type, en líklega þyrfti líka að skrifa Javascript ritil á vefsíðu sem notendur annara dagbókarkerfa, og þeir sem þurfa að skrifa tölvupóst gætu nýtt sér.
P.S. Einar Jón, ég skildi ekki spurninguna þína fyrr en núna að Konráð umorðaði þetta. Sorrí.
30. júlí 2003 kl. 22:46 GMT | #
Már Örlygsson: Íslenskarinn - neyðartól útlandafarans
31. júlí 2003 kl. 11:49 GMT | #