Hugverkaþjófnaður Deiglunnar
Svansson maldar í móinn og kallar það nöldur þegar Haukur kvartar yfir því að Deiglan afritar og notar í leyfisleysi ljósmynd eftir hann.
Svansson, yfirkrafsið þitt er lélegt og Deiglan er óttalegur "skítasnepill" þegar kemur að notkun ljósmynda með greinum. Sorrí. ;-)
Ég hef lengi furðað mig á því að Deiglan virðist hafa það fyrir fasta vinnureglu að stela myndum héðan og þaðan af netinu og birta þær án þess að spyrja kóng eða prest og án þess að einu sinni láta svo lítið að vísa á upprunastað myndarinnar. Afritunin og endurútgáfan á ljósmynd Hauks var heint og klárt lögbrot. Það er svo einfalt.
Persónulega þykir mér það algjör lágmarks kurteisi að taka fram hvaðan mynd er tekin ef hún er birt, og vísa á viðkomandi síðu ef þess er kostur. Með stærri myndir er líka til siðs að birta bara smækkaðar útgáfur upprunalegu myndarinnar, til að "smækka" glæpinn ef svo má að orði komast.
Sjá einnig: Court backs thumbnail image linking á News.com
Meira þessu líkt: Höfundaréttur, Útgáfa.
Svör frá lesendum (1)
Tómas Hafliðason svarar:
Glæpur Deiglunnar er ekki meiri en annara vefrita sem gera slíkt hið sama, Sekt Deiglunnar er hugsanlega meiri þar sem það birtast fleiri greinar á deiglunni en öðrum vefritum.
Þótt þú kallir það vinnureglur eru fjölmargar myndanna upprunar úr myndasafni deiglunnar sem pennar deiglunnar hafa tekið með digital vélum sínum. Aðrar eru réttilega fundnar á netinu eins og þú bendir á.
28. júlí 2003 kl. 00:30 GMT | #