Leið til að vinna sig fram hjá IE CSS villum

Skrifað 25. júlí 2003, kl. 21:12

Þegar ég er að skrifa CSS stílblöð á vefsíður þá lendi ég oft í því að hlutirnir virka rétt í því sem næst öllum vöfrum, nema að Internet Explorer gerir allt vitlaust. Þá er nauðsynlegt að kunna einhverjar CSS brellur til að stoppa í götin á IE. Nýjasta ráðið sem ég var að rekast á heitir einfaldlega "Stjarna html.

Skoðum eftirfarandi CSS dæmi:

div.stuff {
  border : 1px solid #000;
  padding : 10px;
  width : 103px;
}

Framangreindur CSS kóði skilgreinir að HTML markið <div class="stuff"> eigi að teiknast með hárfínni svartri útlínu og 10px kanti innan við útlínuna. Samtals á breidd kassans með útlínum og öllu að vera 125px, en IE misskilur skipunina og teiknar kassann 103px breiðan.

Þennan misskilning hjá Internet Explorer má leiðrétta með nokkrum CSS brellum, en sú einfaldasta sem ég hef hingað til séð er að bæta einni skipun fyrir neðan CSS línurnar hér að ofan:

* html div.stuff { width : 125px; }

Brellan nýtir það hvað Internet Explorer er vitlaus. Fremsti hluti veljarans, "* html", segir "hvaða mark sem er utan við <html> markið", en þar sem <html> er alltaf ysta markið öllum HTML skjölum, þá er þessi veljari algjörlega merkingarlaus, og allir góðir vafrar (Mozilla, Firebird, Opera, Safari, etc.) láta skipunina ósnerta. Internet Explorer gleypir hins vegar "stjarna html" veljarann hráan og breikkar <div class="stuff"> kassann upp í rétta breidd.


Meira þessu líkt: HTML/CSS.


Svör frá lesendum (1)

  1. Vefdagbok Tryggva: Ég bara gat ekki hætt!!!

    "Eftir ágætar ábendingar Más við uppgjöf minni hérna áðan þá fór ég og skoðaði Stjarna HTML lausnina hans. Eftir dálitlar pælingar ákvað ég að hverfa alveg frá þessari fleytingabraut og nota frekar position : fixed. Þá kom í ljós að fixed var..." Lesa meira

    29. júlí 2003 kl. 22:08 GMT | #

Þessum svarhala hefur verið lokað. Kærar þakkir til þeirra sem tóku þátt í umræðunni.


 

Flakk um vefsvæðið



 

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)