[uppkast] Tilvitnanir: <q> og <blockquote>

Skrifað 24. júlí 2003, kl. 16:29

Uppkast að kafla í leiðarvísi um notkun algengustu HTML markanna fyrir venjulegt fólk sem skrifar á vefinn. Í þessum kafla er fjallað um mörkun á stuttum og löngum tilvitnunum.

Ath: Sjá einnig kynninguna á þessu verkefni.

Stutt tilvitnun: <q>

Þegar vitnað er orðrétt í skrif annara (t.d. með copy & paste), þá er sá texti merktur með <q> markinu. <q> er einungis notað fyrir styttri tilvitnanir sem birtast sem hluti af lengri efnisgrein. Þannig er <q> notað innan í efnisgreinum (<p>), upptalningar liðum ( <li>) eða álíkum mörkunarhólfum. Að þessu leyti er <q> líkt áherslu- (<em>) og vísunarmörkum (<a href="...">).

Dæmi um notkun á <q> til að marka beina ræðu:

<p>Þá sagði Jóhann: <q>"Þú hefur alltaf verið hetjan mín"</q>. Pétur brosti og sagði: <q>"Takk"</q>.</p>

Sumir nýrri vafrar (t.d. Mozilla Firebird) bæta sjálfkrafa gæsalöppum utan um <q> tilvitnanir en flestir úreltari vafrar (t.d. Internet Explorer) gera það ekki. Það er því góð venja að vélrita alltaf inn gæsalappirnar í <q> textann, en nota CSS til að fjarlægja auka gæsalappaparið sem vafrinn bætir við.

Auka gæsalappirnar hverfa ef eftirfarandi skipun er bætt í CSS stílblað vefsíðunnar:

q:before, q:after { content : ""; }

Fyrir þá sem eru lengst komnir þá má til gamans nefna að það er í góðu lagi að nota <q> innan í öðru <q> - t.d. ef textinn sem er vitnað í inniheldur aðra tilvitnun.

Löng tilvitnun: <blockquote>

Þegar vitnað er orðrétt í lengri kafla úr skrifum annara (t.d. ein eða fleiri efnisgreinar), þá er sá hluti í textans merktur með <blockquote> marki.

Munurinn á <blockquote> og <q> felst fyrst og fremst í því að <blockquote> nær utan um efnisgreinamörk (<p>), upptalningar (<ul>, <ol>), og þess háttar mörkunarhólf. Þannig getur <blockquote> aldrei staðið sem hluti af lengri efnisgrein.

Dæmi um notkun:

<blockquote>
 <p>
Þessi tilvitnun inniheldur <em>tvær</em> stuttar efnisgreinar.</p>
 <p>
Efnisgreinarnar mega líka alveg innihalda önnur mörk, og <a href="http://www.mbl.is/">vísanir</a> á aðrar síður.</p>
</blockquote>

Strangt til tekið getur <blockquote> tilvitnun innihaldið aðra <blockquote> tilvitnun, ef textinn sem vitnað er í inniheldur tilvitnanir í aðrar heimildir. Sömuleiðis er í góðu lagi að nota <q> mörk innan í <blockquote>.

Venjan er að vafrar birti <blockquote> kafla með inndrætti frá vinstri og hægri, en því má auðveldlega stjórna í CSS stílblaði vefsíðunnar.


Meira þessu líkt: HTML/CSS.


Þessum svarhala hefur verið lokað. Kærar þakkir til þeirra sem tóku þátt í umræðunni.


 

Flakk um vefsvæðið



 

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)