XML "eyðublað" fyrir nýskráningu í SMS-bloggið

Skrifað 24. júlí 2003, kl. 13:29

Enn sem komið er höfum við ekki útbúið sjálfvirka skráningarvefsíðu fyrir SMS-blogg litla mannsins. Engu að síður erum við farnir að taka við skráningum í tölvupósti (netfangið: mar hjá anomy.net) og setja þær inn handvirkt.

(Til gamans má nefna að skráðir notendur eru í dag 11 talsins: Keli, Ágúst, Gummi Jóh, Tryggvi, Óli Gneisti, Palli H, Dagný, Jósi, Kristján, Stella og ég.)

Þeir sem vilja skrá sig og fá fljóta afgreiðslu geta afritað annan af XML kóðabútunum hér að neðan í tölvupóst, fyllt út viðeigandi upplýsingar, og sent allt saman til mín í tölvupósti (mar hjá anomy.net).

Eyðublað fyrir Blogger.com notendur:

<user>
  <name></name>
  <email></email>
  <weblog></weblog>
  <phone></phone>
  <blogid></blogid>
  <username></username>
  <default_title></default_title>
  <prefix></prefix>
  <postfix></postfix>
</user>

(Skýringar neðst)

Eyðublað fyrir notendur annara kerfa (Movable Type, B2 etc.):

<user>
  <name></name>
  <email></email>
  <weblog></weblog>
  <phone></phone>
  <submiturl></submiturl>
  <blogid></blogid>
  <username></username>
  <default_title></default_title>
  <prefix></prefix>
  <postfix></postfix>
</user>

(Skýringar neðst)

Dæmi um útfyllingu hjá Movable Type notanda:

<user>
  <name> Már</name>
  <email>mar hjá anomy.net</email>
  <weblog>http://mar.anomy.net/</weblog>
  <phone>6975818</phone>
  <submiturl>http://anomy.net/MT/mt-xmlrpc.cgi</submiturl>
  <blogid>1</blogid>
  <username>mar6975818</username>
  <default_title></default_title>
  <prefix>&lt;p></prefix>
  <postfix> (Sent úr síma 6975818)&lt;/p></postfix>
</user>

Skýringar á XML mörkunum á "eyðublaðinu":

name
Nafnið þitt - svo við getum ávarpað þig.
email
Netfangið þitt - svo við getum sent þér póst.
weblog
Vefslóðin á síðunni sem SMS færslurnar eiga að birtast á.
phone
símanúmerið sem þú munt senda SMS-in úr.
submiturl
XMLRPC vefslóðin á síðunni þinni. (Í hallæri dugar að senda bara vefslóðina að "Admin" stjórnsíðunni, eða síðunni þar sem þú slærð inn nýjar færslur.)
blogid
Kerfisnúmer "bloggsins" í kerfinu sem þú notar (tölustafir!). Oftast má sjá þetta númer aftast í vefslóðum umsjónarsíðanna þar sem maður slær inn nýjar færslur og stússar í kerfinu.
username
notendnafn blogg notandans sem sendir SMS færslurnar. Notendur Movable Type ættu helst að búa til sérstakan SMS notanda.
default_title
Þarf ekki að fylla út. Sjálfgefin fyrirsögn sem birtist ef engin fyrirsögn er slegin inn.
prefix
Strengur sem bætist framan á meginmál allra SMS dagbókarfærslanna. Sjálfgefið gildi er: "<p>"
postfix
Strengur sem bætist aftan á allar SMS dagbókarfærslurnar. Sjálfgefið gildi er: " (Sent með SMS)</p>"

Meira þessu líkt: Farsímablogg.


Þessum svarhala hefur verið lokað. Kærar þakkir til þeirra sem tóku þátt í umræðunni.


 

Flakk um vefsvæðið



 

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)