SMS-blogg leiðbeiningar lagfærðar
[Ath: í ljósi vandamála sem komu upp, þá var kerfinu breytt aftur og $-merkið notað í staðinn. Upplýsingarnar í þessari færslu eru úreltar.]
Í kjölfar netfangavillunnar í SMS tölvupóstgátt Landssímans höfum við Keli ákveðið að færa lykilorð notenda úr netfanginu og fremst í skeytið sjálft. Í leiðinni ákváðum við að "!!" væri ekki nægilega traust aðgreining milli fyrirsagnar og meginmáls og "##" væri skýrara og minna til vandræða.
Skeytin sem viðskiptavinir Landssímans senda í þjónustunúmerið 1848 þurfa héðan í frá að vera á þessu formi:
POST sen t
hjá molar.is lykilorð# Fyrirsögn á færsluna## Megintexti skeytisins bla bla.
Viðskiptavinir Vodafone þurfa líka að breyta sínum 1415 skeytum á svipaðan hátt:
postur t
hjá molar.is#lykilorð# Fyrirsögn á færsluna## Megintexti skeytisins bla bla.
ATH: Í þessum sýnidæmum set ég bil á eftir #-merkjunum, en það er ekki nauðsynlegt. Það má vel spara sér þessi tvö stafabil og senda allt í belgogbiðu svona: lykilorð#Fyrirsögn##Megintexti
Leiðbeiningasíðan hefur verið uppfærð til að endurspegla þessar breytingar.
Svör frá lesendum (3)
Gummi Jóh svarar:
'eg sendi inn.. það kemur staðfesting en það gerist samt ekkert. Hvorki í activity log né neinu öðru.
Einhver? :)
22. júlí 2003 kl. 14:59 GMT | #
Hrafnkell svarar:
Svo virðist sem sms í e-póst gátt Landssímans virki ekki heldur með nýja rithættinum. Hún þolir ekki # og eyðir öllu eftir það. Það sem verra er, hún virðist bara gleypa allt sem við reynum að nota sem aðskilnaðartákn, þar á meðal :
Eins og þetta horfir nú þá virðist Landssímagáttin bara vera ansi ónothæf. Þið Landssímakúnnar verðið að fá þá til að taka á málinu strax ef þeir vilja ekki verða af miklum tekjum.
22. júlí 2003 kl. 15:23 GMT | #
Már Örlygsson: Landssíma SMS-bloggið virkar loksins!
24. júlí 2003 kl. 09:34 GMT | #