SMS-bloggþjónusta litla mannsins - leiðbeiningar
Leiðbeiningar fyrir fyrstu notendur SMS-blogg þjónustu litla fólksins. Kynnt er hvernig á að senda SMS skeytin til að þau birtist í dagbókinni manns, hvernig á að skrá sig, hvernig á að kalla fram íslenska bókstafi o.s.frv.
Ath: Þessar leiðbeiningar breytast reglulega því SMS-bloggkerið er í hraðri þróun. (Síðast uppfært: 1. október 2003).
Að senda SMS skeyti á vefinn
Skráðir notendur SMS-bloggþjónustunnar senda einföld SMS á símanúmerið 6984299. Öll SMS skeytin þurfa að vera á eftirfarandi formi:
[lykilorð]$ [texti dagbókarfærslunnar]
Ath. í báðum dæmunum á að skipta út textanum "[lykilorð]" fyrir raunverulegt dagbókarlykilorð viðkomandi notanda.
Flestar tegundir farsíma gefa kost á því að vista fyrsta hluta SMS skeytisins sem einhvers konar "template" svo maður þurfi ekki að slá inn lykilorðið og $-merkin í hvert einasta skipti sem maður ætlar að SMS-blogga.
Framköllun íslenskra bókstafa
Með því að nota sérstakan SMS rithátt má framkalla alla stafi íslenska stafrófsins - t.d. bókstafina Ð og Þ. Sé þessum sérstaka rithætti beitt þá þýðir SMS-blogg þjónustan skeytið yfir í séríslenska stafi áður en hún sendir það sem dagbókarfærslu.
Rithátturinn byggir aðallega á notkun öfugra broddstafa (à, è etc.) og notkun upphrópunarmerkja á undan bókstöfum.
- á fæst með: à og !a
- Á fæst með: À, !à og !A
- ð fæst með: !d
- Ð fæst með: !D
- é fæst með: è og !e
- É fæst með: È, !è og !E
- í fæst með: ì og !i
- Í fæst með: Ì, !ì og !I
- ó fæst með: ò og !o
- Ó fæst með: Ò, !ò og !O
- ú fæst með: ù og !u
- Ú fæst með: Ù, !ù og !U
- ý fæst með: !y
- Ý fæst með: !Y
- þ fæst með: !t og !th
- Þ fæst með: !T og !Th
- æ fæst með: !ae
- Æ fæst með: !Ae
- ö fæst með: ø
- Ö fæst með: Ø
Ennfremur þekkir kerið nokkur algeng smáorð og leyfir skammstafnir á þeim:
- " m " verður að með
- " f " verður að fyrir
- " & " verður að og
- " ad " verður að að
- " eg " verður að ég
- " Eg " verður að Ég
Þeir sem hafa áhuga geta séð reglulegu segðirnar sem eru notaðar við þýðinguna.
Fyrirsagnir á SMS dagbókarfærslur
Notendur dagbókarkerfa sem bjóða upp á fyrirsagnir (t.d. Movable Type) geta ef þeir vilja skrifað fyrirsögn á dagbókarfærslurna með því að aðgreina fyrirsögnina og meginmál færslunnar með tveimur $ merkjum í röð ("$$"). Dæmi:
secretpasswd$ Fyrirsögn$$Megintexti skeytisins.
secretpasswd$ Gaman a!d SMS blogga$$Skeyti !thetta er sent ùr venjulegum farsìma.
Þeir sem nota Blogger.com geta líka nýtt sér þessa virkni en í þeirra tilfelli birtist fyrirsögnin ein og sér feitletruð í fyrstu línu.
Mörg SMS í eina langa dagbókarfærslu
Ef kerfinu berst SMS skeyti sem endar á orðabili og þremur punktum í röð (þ.e. " ...") þá gefur það til kynna að dagbókarfærslunni sé ekki lokið og von sé á einu eða fleirum SMS skeytum til viðbótar. Þannig safnast " ..." skeytin upp í kerfinu og þeim er ekki breitt í dagbókarfærslu fyrr en lokaskeytið hefur borist. SMS skeyti sem endar ekki á táknunum " ..." telst alltaf vera lokaskeyti.
Ef SMS-bloggari sendir eftirfarandi þrjú SMS skeyti:
secretpasswd$ Prufuskeyti$$ Hérna kemur "löng" ...
secretpasswd$ dagbòkarfærsla sem er samsett ...
secretpasswd$ ùr !tremur SMS skeytum.
...þá birtist hún svona:
Prufuskeyti
Hérna kemur "löng" dagbókarfærsla sem er samsett úr þremur SMS skeytum.
Ath. að fyrirsögn dagbókarfærslurnar þarf alltaf að koma fram í fyrsta SMS skeytinu.
Nýskráning notenda og breytingar á skráningu
Sem stendur fer nýskráning fram þannig að áhugasamir fylgja skráningarleiðbeiningum og senda beiðnina til mín í tölvupósti. Breytingar á skráðum upplýsingum þurfa líka að gerast í gegnum tölvupóst.
Fyrirhugað er að koma upp einföldu innsláttarviðmóti til að notendur geti að mestu skráð sig og uppfært skráninguna sína sjálfir.
Þegar fram líða stundir...
Ýmsar hugmyndir eru á lofti með fleiri þjónustu möguleika í tengslum við SMS vefdagbókarskrif.
[- Fá sérstakt símanúmer fyrir þjónustuna sem notendur geta sent SMS beint á. -] (Komið!)- Hægt sé að senda SMS í fleiri en eina dagbók úr sama símanum.
- Tungumálastillingar fyrir bókstafa!thý!dandann
- Notendur geti fengið svörin við SMS dagbókarfærslunum sínum beint aftur í símann með SMS. (Movable Type og sambærileg kerfi eingöngu)
- Almenn RSS-í-SMS áskriftarþjónusta.
- ...o.m.fl.
Meira þessu líkt: Farsímablogg.
Svör frá lesendum (12)
Jósi svarar:
Ég var að prófa þetta og fæ skilaboð til baka frá Vit.is: "netföng t fundust ekki". Ekkert kemur inn á bloggið mitt og activity loggið hefur ekki tekið eftir því að reynt hafi verið að skrá eitthvað inn á síðuna mína.
Svo getur farsíminn minn skrifað æ, hvernig túlkar kerfið það?
22. júlí 2003 kl. 09:21 GMT | #
Jósi svarar:
Ég var að prófa að senda sjálfum mér tölvupóst með símanum og það virkar. Það mistókst hjá mér að senda póst á t+(mitt lykilorð)@molar.is, er það ekki annars réttur ritháttur?
22. júlí 2003 kl. 09:41 GMT | #
Már Örlygsson svarar:
Æ er ekkert túlkað. Æ er bara Æ. :-) Sama gildir um alla hina íslensku stafina.
22. júlí 2003 kl. 10:16 GMT | #
Már Örlygsson: Galli í túlkun tetfanga hjá 1848 hjá Landssímanum?
22. júlí 2003 kl. 10:23 GMT | #
Tryggvi R. Jónsson svarar:
Ég fæ sömu villu og Jósi.
22. júlí 2003 kl. 10:46 GMT | #
Gummi Jóh svarar:
Ég fæ sömu villu. Ég er búinn að senda á tæknimann hjá Símanum og bíð eftir svari.
22. júlí 2003 kl. 11:09 GMT | #
Gummi Jóh svarar:
Tæknimaðurinn segir:
Ég sendi þetta áfram til Stefju til skoðunar. Sá sem situr fyrir svörum þar er í sumarfríi til 4. Ágúst, þannig að ég veit ekki hvenær verður kíkt á þetta.
Í millitíðinni, ertu búinn að prófa hvort MMS virkar fyrir þetta?
22. júlí 2003 kl. 11:42 GMT | #
Már Örlygsson: SMS-blogg leiðbeiningar lagfærðar
22. júlí 2003 kl. 12:33 GMT | #
Már Örlygsson: Landssíma SMS-bloggið virkar loksins!
24. júlí 2003 kl. 09:34 GMT | #
\\// reykjalin.com / isl: blogg með sms
24. júlí 2003 kl. 13:51 GMT | #
Vefdagbok Tryggva: SMS2Blog farið að virka
24. júlí 2003 kl. 14:36 GMT | #
Dagbók Kristjáns og Stellu: Ekkert 1415 í útlöndum
24. júlí 2003 kl. 16:28 GMT | #