SMS-bloggþjónusta litla mannsins - leiðbeiningar

Skrifað 22. júlí 2003, kl. 01:14

Leiðbeiningar fyrir fyrstu notendur SMS-blogg þjónustu litla fólksins. Kynnt er hvernig á að senda SMS skeytin til að þau birtist í dagbókinni manns, hvernig á að skrá sig, hvernig á að kalla fram íslenska bókstafi o.s.frv.

Ath: Þessar leiðbeiningar breytast reglulega því SMS-bloggkerið er í hraðri þróun. (Síðast uppfært: 1. október 2003).

Að senda SMS skeyti á vefinn

Skráðir notendur SMS-bloggþjónustunnar senda einföld SMS á símanúmerið 6984299. Öll SMS skeytin þurfa að vera á eftirfarandi formi:

[lykilorð]$ [texti dagbókarfærslunnar]

Ath. í báðum dæmunum á að skipta út textanum "[lykilorð]" fyrir raunverulegt dagbókarlykilorð viðkomandi notanda.

Flestar tegundir farsíma gefa kost á því að vista fyrsta hluta SMS skeytisins sem einhvers konar "template" svo maður þurfi ekki að slá inn lykilorðið og $-merkin í hvert einasta skipti sem maður ætlar að SMS-blogga.

Framköllun íslenskra bókstafa

Með því að nota sérstakan SMS rithátt má framkalla alla stafi íslenska stafrófsins - t.d. bókstafina Ð og Þ. Sé þessum sérstaka rithætti beitt þá þýðir SMS-blogg þjónustan skeytið yfir í séríslenska stafi áður en hún sendir það sem dagbókarfærslu.

Rithátturinn byggir aðallega á notkun öfugra broddstafa (à, è etc.) og notkun upphrópunarmerkja á undan bókstöfum.

  • á fæst með: à og !a
  • Á fæst með: À, og !A
  • ð fæst með: !d
  • Ð fæst með: !D
  • é fæst með: è og !e
  • É fæst með: È, og !E
  • í fæst með: ì og !i
  • Í fæst með: Ì, og !I
  • ó fæst með: ò og !o
  • Ó fæst með: Ò, og !O
  • ú fæst með: ù og !u
  • Ú fæst með: Ù, og !U
  • ý fæst með: !y
  • Ý fæst með: !Y
  • þ fæst með: !t og !th
  • Þ fæst með: !T og !Th
  • æ fæst með: !ae
  • Æ fæst með: !Ae
  • ö fæst með: ø
  • Ö fæst með: Ø

Ennfremur þekkir kerið nokkur algeng smáorð og leyfir skammstafnir á þeim:

  • " m " verður að með
  • " f " verður að fyrir
  • " & " verður að og
  • " ad " verður að
  • " eg " verður að ég
  • " Eg " verður að Ég

Þeir sem hafa áhuga geta séð reglulegu segðirnar sem eru notaðar við þýðinguna.

Fyrirsagnir á SMS dagbókarfærslur

Notendur dagbókarkerfa sem bjóða upp á fyrirsagnir (t.d. Movable Type) geta ef þeir vilja skrifað fyrirsögn á dagbókarfærslurna með því að aðgreina fyrirsögnina og meginmál færslunnar með tveimur $ merkjum í röð ("$$"). Dæmi:

secretpasswd$ Fyrirsögn$$Megintexti skeytisins.
secretpasswd$ Gaman a!d SMS blogga$$Skeyti !thetta er sent ùr venjulegum farsìma.

Þeir sem nota Blogger.com geta líka nýtt sér þessa virkni en í þeirra tilfelli birtist fyrirsögnin ein og sér feitletruð í fyrstu línu.

Mörg SMS í eina langa dagbókarfærslu

Ef kerfinu berst SMS skeyti sem endar á orðabili og þremur punktum í röð (þ.e. " ...") þá gefur það til kynna að dagbókarfærslunni sé ekki lokið og von sé á einu eða fleirum SMS skeytum til viðbótar. Þannig safnast " ..." skeytin upp í kerfinu og þeim er ekki breitt í dagbókarfærslu fyrr en lokaskeytið hefur borist. SMS skeyti sem endar ekki á táknunum " ..." telst alltaf vera lokaskeyti.

Ef SMS-bloggari sendir eftirfarandi þrjú SMS skeyti:

secretpasswd$ Prufuskeyti$$ Hérna kemur "löng" ...
secretpasswd$ dagbòkarfærsla sem er samsett ...
secretpasswd$ ùr !tremur SMS skeytum.

...þá birtist hún svona:

Prufuskeyti
Hérna kemur "löng" dagbókarfærsla sem er samsett úr þremur SMS skeytum.

Ath. að fyrirsögn dagbókarfærslurnar þarf alltaf að koma fram í fyrsta SMS skeytinu.

Nýskráning notenda og breytingar á skráningu

Sem stendur fer nýskráning fram þannig að áhugasamir fylgja skráningarleiðbeiningum og senda beiðnina til mín í tölvupósti. Breytingar á skráðum upplýsingum þurfa líka að gerast í gegnum tölvupóst.

Fyrirhugað er að koma upp einföldu innsláttarviðmóti til að notendur geti að mestu skráð sig og uppfært skráninguna sína sjálfir.

Þegar fram líða stundir...

Ýmsar hugmyndir eru á lofti með fleiri þjónustu möguleika í tengslum við SMS vefdagbókarskrif.

  • [- Fá sérstakt símanúmer fyrir þjónustuna sem notendur geta sent SMS beint á. -] (Komið!)
  • Hægt sé að senda SMS í fleiri en eina dagbók úr sama símanum.
  • Tungumálastillingar fyrir bókstafa!thý!dandann
  • Notendur geti fengið svörin við SMS dagbókarfærslunum sínum beint aftur í símann með SMS. (Movable Type og sambærileg kerfi eingöngu)
  • Almenn RSS-í-SMS áskriftarþjónusta.
  • ...o.m.fl.

Meira þessu líkt: Farsímablogg.


Svör frá lesendum (12)

  1. Jósi svarar:

    Ég var að prófa þetta og fæ skilaboð til baka frá Vit.is: "netföng t fundust ekki". Ekkert kemur inn á bloggið mitt og activity loggið hefur ekki tekið eftir því að reynt hafi verið að skrá eitthvað inn á síðuna mína.

    Svo getur farsíminn minn skrifað æ, hvernig túlkar kerfið það?

    22. júlí 2003 kl. 09:21 GMT | #

  2. Jósi svarar:

    Ég var að prófa að senda sjálfum mér tölvupóst með símanum og það virkar. Það mistókst hjá mér að senda póst á t+(mitt lykilorð)@molar.is, er það ekki annars réttur ritháttur?

    22. júlí 2003 kl. 09:41 GMT | #

  3. Már Örlygsson svarar:

    Æ er ekkert túlkað. Æ er bara Æ. :-) Sama gildir um alla hina íslensku stafina.

    22. júlí 2003 kl. 10:16 GMT | #

  4. Már Örlygsson: Galli í túlkun tetfanga hjá 1848 hjá Landssímanum?

    "Jósi, einn af nýju SMS-bloggurunum, tilkynnir að SMS-í-tölvupóst gátt landssímans virðist ekki túlka "+" sem löglegan hluta af netfangi. Mér tókst að framkalla sömu villuna þegar ég sendi prufuskeyti á netfangið mar+foo@anomy.net. Þetta lítur út eins o..." Lesa meira

    22. júlí 2003 kl. 10:23 GMT | #

  5. Tryggvi R. Jónsson svarar:

    Ég fæ sömu villu og Jósi.

    22. júlí 2003 kl. 10:46 GMT | #

  6. Gummi Jóh svarar:

    Ég fæ sömu villu. Ég er búinn að senda á tæknimann hjá Símanum og bíð eftir svari.

    22. júlí 2003 kl. 11:09 GMT | #

  7. Gummi Jóh svarar:

    Tæknimaðurinn segir:

    Ég sendi þetta áfram til Stefju til skoðunar. Sá sem situr fyrir svörum þar er í sumarfríi til 4. Ágúst, þannig að ég veit ekki hvenær verður kíkt á þetta.

    Í millitíðinni, ertu búinn að prófa hvort MMS virkar fyrir þetta?

    22. júlí 2003 kl. 11:42 GMT | #

  8. Már Örlygsson: SMS-blogg leiðbeiningar lagfærðar

    "Í kjölfar netfangavillunnar í SMS tölvupóstgátt Landssímans höfum við Keli ákveðið að færa lykilorð notenda úr netfanginu og fremst í skeytið sjálft. Í leiðinni ákváðum við að "!!" væri ekki nægilega traust aðgreining milli fyrirsagnar og meginmáls og ..." Lesa meira

    22. júlí 2003 kl. 12:33 GMT | #

  9. Már Örlygsson: Landssíma SMS-bloggið virkar loksins!

    "Mér sýnist að Gummi Jóh sé fyrstur úr hópi viðskiptavina Landssímans til að nota SMS-blogg litla mannsins. Fyrst í tilraunaskyni, en svo tvær hugleiðingar þar sem hann situr og lætur sér leiðast í strætó. Skemmtilegt! Eins og Keli tilkynnti í..." Lesa meira

    24. júlí 2003 kl. 09:34 GMT | #

  10. \\// reykjalin.com / isl: blogg með sms

    "ég er búin að vera að gera tilraunir með SMS sendingar í bloggið mitt, kerfið sem Már og Keli eiga..." Lesa meira

    24. júlí 2003 kl. 13:51 GMT | #

  11. Vefdagbok Tryggva: SMS2Blog farið að virka

    "SMS þjónusta þeirra Más og Kela er að virka ágætlega eins og tvær síðustu færslur sýna. Nú er bara spurningin um hvort maður grípur frekar til bloggsímans eða SMSbloggsins ;-)..." Lesa meira

    24. júlí 2003 kl. 14:36 GMT | #

  12. Dagbók Kristjáns og Stellu: Ekkert 1415 í útlöndum

    "Ég var að breyta áskriftinni minni hjá Og Vodafone úr frelsi í hefðbundna áskrift til þess að geta notað símann í útlöndum. Þegar allt var frágengið spurði ég gæjann í..." Lesa meira

    24. júlí 2003 kl. 16:28 GMT | #

Þessum svarhala hefur verið lokað. Kærar þakkir til þeirra sem tóku þátt í umræðunni.


 

Flakk um vefsvæðið



 

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)