Færslur Þriðjudaginn 22. júlí 2003

Kl. 15:28: LandssímaSMSvandræði 

Keli segir:

Svo virðist sem sms í e-póst gátt Landssímans virki ekki heldur með nýja rithættinum. Hún þolir ekki "#" og eyðir öllu eftir það. Það sem verra er, hún virðist bara gleypa allt sem við reynum að nota sem aðskilnaðartákn, þar á meðal ":"

Eins og þetta horfir nú þá virðist Landssímagáttin bara vera ansi ónothæf. Þið Landssímakúnnar verðið að fá þá til að taka á málinu strax ef þeir vilja ekki verða af miklum tekjum.

Leiðinlegt hvað þetta er að ganga illa með Landssíma SMS-í-tölvupóst gáttina. Viðskiptavinir Landssímans gætu þurft að bíða með sitt SMS-blogg í dáldinn tíma.

Svör frá lesendum (8) | Varanleg slóð

Kl. 13:29: SMS langloka frá Ágústi 

Ágúst skrifar lengstu SMS dagbókarfærslu sem sést hefur hingað til. Hann fær líklega sigg á þumalinn með þessu áframhaldi... :-)

Svör frá lesendum (1) | Varanleg slóð

Kl. 12:32: SMS-blogg leiðbeiningar lagfærðar 

[Ath: í ljósi vandamála sem komu upp, þá var kerfinu breytt aftur og $-merkið notað í staðinn. Upplýsingarnar í þessari færslu eru úreltar.]

Í kjölfar netfangavillunnar í SMS tölvupóstgátt Landssímans höfum við Keli ákveðið að færa lykilorð notenda úr netfanginu og fremst í skeytið sjálft. Í leiðinni ákváðum við að "!!" væri ekki nægilega traust aðgreining milli fyrirsagnar og meginmáls og "##" væri skýrara og minna til vandræða.

Skeytin sem viðskiptavinir Landssímans senda í þjónustunúmerið 1848 þurfa héðan í frá að vera á þessu formi:

POST sen t hjá molar.is lykilorð# Fyrirsögn á færsluna## Megintexti skeytisins bla bla.

Viðskiptavinir Vodafone þurfa líka að breyta sínum 1415 skeytum á svipaðan hátt:

postur t hjá molar.is#lykilorð# Fyrirsögn á færsluna## Megintexti skeytisins bla bla.

ATH: Í þessum sýnidæmum set ég bil á eftir #-merkjunum, en það er ekki nauðsynlegt. Það má vel spara sér þessi tvö stafabil og senda allt í belgogbiðu svona: lykilorð#Fyrirsögn##Megintexti

Leiðbeiningasíðan hefur verið uppfærð til að endurspegla þessar breytingar.

Svör frá lesendum (3) | Varanleg slóð

Kl. 10:22: Galli í túlkun netfanga hjá 1848 hjá Landssímanum? 

Jósi, einn af nýju SMS-bloggurunum, tilkynnir að SMS-í-tölvupóst gátt landssímans virðist ekki túlka "+" sem löglegan hluta af netfangi. Mér tókst að framkalla sömu villuna þegar ég sendi prufuskeyti á netfangið mar+foo hjá anomy.net. Þetta lítur út eins og villa í hugbúnaðinum hjá Landssímanum.

Þetta er algjör show-stopper fyrir viðskiptavini Landssímans því SMS-blogg þjónusta litla mannsins byggist á því að senda SMS tölvupóst á netfang sem er með "+" tákni. Af tæknilegum ástæðum er ekki auðvelt að sleppa plús merkinu úr netfanginu.

Eru einhverjir starfsmenn Landssímans að lesa þetta? Getið þið lagað þetta? Jósi og aðrir viðskiptavinir ykkar vilja gjarnan eyða peningunum sínum í að senda SMS-blogg skeyti? :-) Ég veit að ég SMS útgjöld mín hafa stóraukist síðan ég byrjaði að fikta við þessar SMS-blogg tilraunir. Áður en þær komu til sendi ég næstum aldrei SMS.

Sendu þitt svar | Varanleg slóð

Kl. 02:43: Forritskóðinn 

Keli kynnir til sögunnar forritskóðann á bak við SMS-blogg kerfið. Opinn kóði finnst mér sniðugur því það geta allir skoðað hann og lært af honum.

En Keli: með hvaða skilmálum gefur þú forritskóðann þinn út? Er fólki frjálst að fikta í kóðanum og prófa að gera sínar eigin viðbætur við kerfið?

Nú á ég nokkrar línur þarna í kóðanum (íslenskunar skipanir aðallega) og ef ég held því fram að ég vilji leyfa Kela að nota þær með GPL skilmálunum, ætli hann samþykki það og gefi forritið sem notar kóðann minn líka út með GPL skilmálunum? Þannig virkar GPL nefnilega. Ef þú vilt byggja nýtt forrit á GPLuðum forritskóða eftir einhvern annan, þá verður þú að gefa nýja kóðann þinn líka út með nákvæmlega sömu GPL skilmálunum. Þannig er stundum talað um að GPL skilmálarnir séu "smitandi". :-)

Mér finnst GPL sniðugt að þessu leyti.

Sendu þitt svar | Varanleg slóð

Kl. 02:11: Ping 

!Þetta er fyrsta opinbera skeytið sem er sent á vefinn gegn um "SMS-blogg þjónustu litla mannsins". Jibbí! (Sent úr síma 6975818)

Sendu þitt svar | Varanleg slóð

Kl. 01:14: SMS-bloggþjónusta litla mannsins - leiðbeiningar

Leiðbeiningar fyrir fyrstu notendur SMS-blogg þjónustu litla fólksins. Kynnt er hvernig á að senda SMS skeytin til að þau birtist í dagbókinni manns, hvernig á að skrá sig, hvernig á að kalla fram íslenska bókstafi o.s.frv. Ath: Þessar leiðbeiningar breytast reglulega því SMS-bloggkerið er í hraðri þróun. (Síðast uppfært: 1. október 2003). ... Lesa meira

Svör frá lesendum (12)


 

Flakk um vefsvæðið



 

Færslur í júlí 2003

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)