Keli og fjölnotenda SMS blogg

Skrifađ 18. júlí 2003, kl. 01:24

Keli töffari er farinn ađ SMS blogga og segist búinn ađ útfćra grunn ađ fjölnotenda SMS-blogg kerfi sem hefur meira ađ segja sitt eigiđ símanúmer. (Ţá ţarf ekki lengur ađ notast viđ SMS-í-tölvupóst gáttir símfyrirtćjanna.)

Galdurinn felst í gömlum Nokia 5110 síma sem er tengdur viđ serial innstunguna á nettengdri tölvu. Síminn er međ símanúmer sem hćgt er ađ senda á SMS skeyti sem berast yfir serial kapalinn inn í tölvuna, og ţar međhöndlar forrit SMS skeytiđ og sendir ţađ áfram sem dagbókarfćrslu yfir á heimasíđu sendandans.

Keli skrifađi fyrstu útgáfuna af SMS forritinu sem ég er ađ nota. Ég tók forritiđ frá honum og bćtti viđ ţađ lykilorđsöryggi, vörpun yfir í séríslenska stafi, möguleika á ađ setja fyrirsögn á fćrslur, og leiđ til ađ steypa mörgum SMS saman í eina langa dagbókar fćrslu. Nú mun Keli vćntanlega taka viđbćturnar mínar og bćta ţeim viđ fjölnotendaforritiđ sitt. Eitthvađ segir mér svo ađ endanlegi forritits kóđinn verđi gefinn frjáls til ţeirra sem vilja nota hann og bćta viđ hann enn frekar.

Smátt og smátt gćtu ţessar SMS tilraunir okkar litlu mannana orđiđ ţó nokkuđ spennandi.


Meira ţessu líkt: Farsímablogg, Hugdettur.


Svör frá lesendum (6)

  1. Gummi Jóh svarar:

    Djöfull er ţetta sniđugt. Segi ekki annađ. Öfunda ykkur fyrir ađ nota ţetta. Mblog og Bloggsíminn fölna finnst mér í samanburđi viđ ţetta, og svo er ţetta svo stórskemmtilega nördalega útfćrt af ykkur. :)

    18. júlí 2003 kl. 12:47 GMT | #

  2. Már Örlygsson svarar:

    Mér finnast bloggsímar og MMS blogg ekkert fölna í samanburđinum. Mér finnst ţađ bara mjög flottar lausnir. Svo eru Hex líka međ svona SMS blogg virkni eins og viđ Keli. Máliđ er bara ađ beta-test hópurinn ţeirra hefur einbeitt sér meira ađ MMS myndabloggi og hljóđmyndunum - enda ţykir flestum tćknifíklum svoleiđis dót miklu meira spennandi heldur en svona "lo-fi" SMS blogg.

    Tilraunastarf Hex hefur veitt mér mikinn innblástur og ég vona bara ađ ţetta nörderí okkar Kela geti veitt ţeim einhvern smá innblástur á móti.

    18. júlí 2003 kl. 13:11 GMT | #

  3. halli svarar:

    Reyndar sammála Gumma međ ţetta. Talblogg er hálf skrýtiđ eitthvađ, ţađ kemur illa út finnst mér og tóninn í fólki er svo gervilegur ţegar mađur heyrir ţađ masa ţađ sem ţađ hefur ađ segja í síma og ţetta hljómar svo lesiđ eitthvađ.

    MMS bloggiđ er meira svona fyrir hliđarblogg svipađ og Einar gerir (www.eoe.is) gerir en ekki sem alvöru blogg ţví ţađ kemst svo lítill texti međ ţessu og fleira.

    Smsblogg er meira framlenging á hinu venjulega bloggi ef svo má segja heldur en enn einn fídusinn sem á ađ uppfćra gamla mátann ef mađur getur útskýrt ţađ ţannig.

    18. júlí 2003 kl. 14:04 GMT | #

  4. Már Örlygsson svarar:

    Já ţađ er rétt. SMS blogg hefur ađra eiginleika en MMS myndskot og hljóđfćrslur, og ţađ má alveg til sanns vegar fćra ađ eiginleikar SMS bloggs falli betur ađ hefđbundnum vefdagbókarskrifum en hitt - sérstaklega hljóđfćrslurnar.

    Ţađ ađ MMS myndskotum fylgir sjaldnast neinn texti er ađallega vísbending um ađ viđkomandi MMS bloggari er latari viđ ađ skrifa en ađ smella af myndum. Sjálfur mundi ég gjarnan vilja geta látiđ myndir fylgja SMS fćrslunum mínum - og ég held ađ ég mundi ekki skrifa neitt styttri skilabođ ţótt myndir fylgdu.

    Líklega verđur ţessi löngun mín til ţess ađ ég splćsi í nýjan síma međ innbyggđri myndavél.

    18. júlí 2003 kl. 14:14 GMT | #

  5. Már Örlygsson svarar:

    Í sambandi viđ hljóđ"blogg" ţá bendi ég á ţessa fćrslu ţar sem ég velti ţví fyrir mér, og fékk slatta af gáfulegum svörum frá lesendum: http://mar.anomy.net/entry/2003/07/08/01.02.52/

    18. júlí 2003 kl. 14:28 GMT | #

  6. Tómas H:: SMS Blogg

    "Ólíkt talblogginu er ég mjög hrifinn af SMS blogginu, ég held ađ ţađ sé eitthvađ sem eigi eftir ađ virka. Ég vćri mun tilbúnari til ţess ađ senda inn skeyti bíđandi í biđröđ einhverstađar frekar en ađ fara ađ tala inn skilabođ og senda." Lesa meira

    20. júlí 2003 kl. 20:17 GMT | #

Ţessum svarhala hefur veriđ lokađ. Kćrar ţakkir til ţeirra sem tóku ţátt í umrćđunni.


 

Flakk um vefsvćđiđ



 

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiđarvísir handa hrćddri ţjóđ)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiđarvísir handa hrćddri ţjóđ)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiđarvísir handa hrćddri ţjóđ)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir ţetta skjal

(Atriđin í listanum vísa á ákveđna kafla ofar á síđunni.)