Reglulegar segđir eru vinir mínir
Ég nota reglulegar segđir (e. regular expressions) til ađ búa til rétta íslenska stafi í SMS skeytunum mínum. Perl forritunarmáliđ er međ sérstaklega góđan stuđning viđ reglulegar segđir, og ţađ vill svo heppilega til ađ forritiđ sem međhöndlar SMS skeytin mín er skrifađ í Perl. :-)
Perldoc.com hefur sett skjölunina sem fylgir reglulegu segđunum í Perl upp á mjög snyrtilega og lćsilega vefsíđu. Ţessi síđa hefur nýst mér vel í gegnum tíđina ţegar ég hef ţurft ađ rifja upp einhver mikilvćg smáatriđi í sambandi viđ segđirnar.
Regulegar segđir eru dáldiđ tyrfnar fyrir byrjendur, en um leiđ og mađur kemst í gang međ ađ nota ţćr, ţá opnast heill heimur af möguleikum í textameđhöndlun.
Perl.com er međ ágćtis kynningu á reglulegum segđum fyrir byrjendur. Líklega getur Google fundiđ fleiri slíkar síđur fyrir ţá sem hafa áhuga.
Fyrir ţá sem eru ekki forritarar, ţá eru regulegar segđir eiginlega sérstakt forritunarmál til ađ vinna međ texta. Ţćr hjálpa manni ađ pilla út alls kyns orđ og mynstur af táknum í textanum og framkvćma flóknar breytingar á honum.
Ţannig útleggst t.d. reglulega segđin /^From.+(\d{7})\@sms\.tal\.is/
á mannamáli sem skipunin: "Leitađu ađ línu í textaskjalinu sem byrjar á orđinu 'From' og leggđu á minniđ símanúmeriđ í textanum (sjö tölustafi í röđ) en á eftir ţví verđur ađ koma táknarunan '@sms.tal.is'."
Nýleg svör frá lesendum