Af hverju er síðan mín ekki með CSS útlit núna?

Skrifað 10. júlí 2003, kl. 23:46

Í dag sagði vinnufélagi minn mér að kunningi hans, sem les víst þessa síðu regulega hefði spurt: "hvernig getur þessi Már skrifað svona mikið um HTML og CSS þegar hann er ekki með neitt CSS á síðunni sinni og hún er svona ljót?"

Mér fannst þetta skemmtileg saga og brosti út að eyrum þegr ég heyrði hana. Áður en ég svara vil ég samt benda á að ég er með CSS stílblað á síðunni (/styles/screen.css) en það er fylgir mjög harðri naumhyggjustefnu, og að það er upplýst ákvörðun hjá mér að hafa þetta svona (hluti ástæðunnar er leyndó enn um sinn).

Síðan mín er skrifuð með svipuðu HTMLi og ég er að nota á vefi allra kúnna sem ég vinn fyrir alla daga. Það er mikið lagt í HTML kóðann á þessari síðu; allar síðurnar eiga að vera rétt skrifað XHTML 1.0, röðun efnis á síðunum miðast við að gera þær aðgengilegar og nothæfar jafnvel án allra CSS stillinga, og að auki leynist samt í kóðanum nokkur vandlega valin HTML mörk sem hafa þann eina tilgang að gefa mér (og öðrum!) sem mestan sveigjanleika í CSS útlitsvinnunni.

Þetta er um leið viss "zen" þerapía fyrir mig sem fagmann að vera ekki með CSS "heima hjá mér", og svo tel ég hollt að pína mig í nokkra mánuði til að eiga og nota CSS lausan vef. Þannig vonast ég til að fá betri tilfinningu fyrir því hvað gerir hönnun vefsíðu aðgengilega fyrir CSS-lausa vafra og vafra með takmarkað skjápláss. (farsímar, blindravafrar, o.s.frv.)

Því segi ég: Þetta er hollur "kúr" fyrir mig sem hjálpar mér að hugsa um beisikkin í smá tíma. ...en það mun koma CSS á þetta innan tíðar. Bara ekki strax.


Meira þessu líkt: HTML/CSS, Hönnun, Nothæfni, Um þessa síðu.


Þessum svarhala hefur verið lokað. Kærar þakkir til þeirra sem tóku þátt í umræðunni.


 

Flakk um vefsvæðið



 

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)