Hannið útlit á þessa síðu - með CSS

Skrifað 10. júlí 2003, kl. 12:33

Þeir sem eru orðnir óþolinmóðir að bíða eftir að ég skrifi kúl CSS skjal til að gera síðuna mína fallega, geta núna tekið málin í sínar hendur. Með því að skeyta endingunni "?[vefslóð-að-CSS-skjali]" aftan á hvaða síðu sem er í dagbókinni minni, þá birtist sú síða með því CSS skjali.

Ef ég vil t.d. setja CSS stílblaðið hans Bergs á forsíðuna mína, þá skrifa ég eftirfarandi slóð: http://mar.anomy.net/?http%3A%2F%2Fwww.bergur.is%2Fmain.css

Útkoman lítur náttúrulega hræðilega út af því Bergur skrifaði ekki stílblaðið sitt fyrir þessa síðu, en þið fattið samt pælinguna. Nú geta töffarar eins og Jósi lagt sitt af mörkum í að fegra síðuna mína. ;-)


Meira þessu líkt: HTML/CSS, Hugdettur, Hönnun, Um þessa síðu.


Svör frá lesendum (8)

  1. Andri Sigurðsson svarar:

    Sniðugt. Hvernig væri að halda smá keppni um flottasta stílblaðið við mar.anomy.net? :) Gæti orðið áhugavert!

    10. júlí 2003 kl. 13:35 GMT | #

  2. Már Örlygsson svarar:

    Það væri gaman. Ég mundi kannski nota einhver af þeim stílblöðum sem yrðu til - með leyfi höfundar að sjálfssögðu. Endilega klístrið vefslóðum að tilraununum hingað í svarhalann.

    10. júlí 2003 kl. 14:13 GMT | #

  3. margeir svarar:

    Þetta er t.d. nokkuð gott...

    http://mar.anomy.net/?http%3A%2F%2Fwww.hex.is%2Fcss%2Fscreen.css

    10. júlí 2003 kl. 16:18 GMT | #

  4. Már Örlygsson svarar:

    Margeir, merkilegt hvað þetta kemur vel út. Fyndið. :-)

    10. júlí 2003 kl. 17:26 GMT | #

  5. t svarar:

    Ég er ekki viss um að lógóið mitt hafi batnað við þetta ;-)

    11. júlí 2003 kl. 09:40 GMT | #

  6. palli svarar:

    Mér finnst vefurinn bara fínn án CSS. Reyndar mætti líka prófa eitthvað eins og http://www.malfunction.org/fulifier/nph-fulify.cgi?URL=http%3A%2F%2Fmar.anomy.net

    11. júlí 2003 kl. 16:20 GMT | #

  7. Már Örlygsson svarar:

    Palli, nú verð ég að drepa þig. :-)

    ...ekki það, ég sótti slóðina sem þú vísar á aftur og aftur nokkrum sinnum og í eitt skiptið kom útlit sem minnti mig skuggalega á heimasíðu sem ég bjó til einhvern tíman árið 1995 eða þar um bil. Spúkí nostalgía!

    11. júlí 2003 kl. 16:38 GMT | #

  8. Finnur svarar:

    Víí http://mar.anomy.net/?http%3A%2F%2Fwww.rnf.is%2Fcss%2Fscreen.css

    14. júlí 2003 kl. 22:56 GMT | #

Þessum svarhala hefur verið lokað. Kærar þakkir til þeirra sem tóku þátt í umræðunni.


 

Flakk um vefsvæðið



 

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)