Klisjur um stráka og karla
Ágúst vísar á greinina 10 myths about boys eftir Jenni Murray, þar sem hún hvetur fólk (konur og karla) til að samþykkja ekki hugsunarlaust allar klisjur sem við heyrum um hvernig strákar eru og muna að við erum ólík.
Að lesa þessa grein minnti mig á að fólk sem hefur áhuga á kynjamálum á það til að skipast í tvær fylkingar þegar kemur að spurningunni hvort munurinn á kynjunum sé eðlislægur eða byggður á félagslegri skilyrðingu. Oft vill umræðan verða ansi svart-hvít. Í dag virðist það t.d. vera í tísku (t.d. meðal harðra femínista) að afneita algjörlega öllum hugmyndum um að líffræðilegur munur kynjanna hafi í för með sér mun á skapgerð og upplagi. Sjálfur aðhyllist ég þá skoðun að félagslegir og líffræðilegir þættir hljóti að spila saman í sálarlífi okkar og að kynin séu hljóti því að vera a.m.k. pínu ólík að upplagi (að meðaltali), þó slíkur mismunur megi aldrei vera notaður sem afsökun fyrir ójafnrétti og kynjafordómum - því öll erum við svo einstök.
Meira þessu líkt: Karlmennska.
Þessum svarhala hefur verið lokað. Kærar þakkir til þeirra sem tóku þátt í umræðunni.