Færslur fimmtudaginn 10. júlí 2003

Kl. 23:46: Af hverju er síðan mín ekki með CSS útlit núna? 

Í dag sagði vinnufélagi minn mér að kunningi hans, sem les víst þessa síðu regulega hefði spurt: "hvernig getur þessi Már skrifað svona mikið um HTML og CSS þegar hann er ekki með neitt CSS á síðunni sinni og hún er svona ljót?"

Mér fannst þetta skemmtileg saga og brosti út að eyrum þegr ég heyrði hana. Áður en ég svara vil ég samt benda á að ég er með CSS stílblað á síðunni (/styles/screen.css) en það er fylgir mjög harðri naumhyggjustefnu, og að það er upplýst ákvörðun hjá mér að hafa þetta svona (hluti ástæðunnar er leyndó enn um sinn).

Síðan mín er skrifuð með svipuðu HTMLi og ég er að nota á vefi allra kúnna sem ég vinn fyrir alla daga. Það er mikið lagt í HTML kóðann á þessari síðu; allar síðurnar eiga að vera rétt skrifað XHTML 1.0, röðun efnis á síðunum miðast við að gera þær aðgengilegar og nothæfar jafnvel án allra CSS stillinga, og að auki leynist samt í kóðanum nokkur vandlega valin HTML mörk sem hafa þann eina tilgang að gefa mér (og öðrum!) sem mestan sveigjanleika í CSS útlitsvinnunni.

Þetta er um leið viss "zen" þerapía fyrir mig sem fagmann að vera ekki með CSS "heima hjá mér", og svo tel ég hollt að pína mig í nokkra mánuði til að eiga og nota CSS lausan vef. Þannig vonast ég til að fá betri tilfinningu fyrir því hvað gerir hönnun vefsíðu aðgengilega fyrir CSS-lausa vafra og vafra með takmarkað skjápláss. (farsímar, blindravafrar, o.s.frv.)

Því segi ég: Þetta er hollur "kúr" fyrir mig sem hjálpar mér að hugsa um beisikkin í smá tíma. ...en það mun koma CSS á þetta innan tíðar. Bara ekki strax.

Sendu þitt svar | Varanleg slóð

Kl. 12:44: Dagsetningar á dagbókarskrifum 

Keli spyr: "Er eðlilegt að dagsetja dagbókarfærslur þann dag sem atburðurinn gerðist sem skrifað er um eða þann dag sem færslan er skrifuð?"

Áhugaverð spurning!

Varanleg slóð

Kl. 12:33: Hannið útlit á þessa síðu - með CSS 

Þeir sem eru orðnir óþolinmóðir að bíða eftir að ég skrifi kúl CSS skjal til að gera síðuna mína fallega, geta núna tekið málin í sínar hendur. Með því að skeyta endingunni "?[vefslóð-að-CSS-skjali]" aftan á hvaða síðu sem er í dagbókinni minni, þá birtist sú síða með því CSS skjali.

Ef ég vil t.d. setja CSS stílblaðið hans Bergs á forsíðuna mína, þá skrifa ég eftirfarandi slóð: http://mar.anomy.net/?http%3A%2F%2Fwww.bergur.is%2Fmain.css

Útkoman lítur náttúrulega hræðilega út af því Bergur skrifaði ekki stílblaðið sitt fyrir þessa síðu, en þið fattið samt pælinguna. Nú geta töffarar eins og Jósi lagt sitt af mörkum í að fegra síðuna mína. ;-)

Svör frá lesendum (8) | Varanleg slóð

Kl. 11:08: Suma morgna... 

Þarf maður svoldið að fá útrás.

Suma morgna pirrar maður sig á hlutum sem kannski enginn annar sér neitt pirrandi við.

Sendu þitt svar | Varanleg slóð

At 01:57: CSS Links (Starring Douglas Bowman) 

Remember Douglas Bowman of Wired.com-redesign fame? Not only is he a great graphic designer, but he's also one of the big CSS Godstalents (along with Eric Mayer and others) - and thus a big professional inspiration to me.

He has just launced a newly - and may I add beautifully - redesigned website for usability consulting company Adaptive Path. On his personal website, Douglas gives a short explanation of the redesign and the key benefits it brings to Adaptive Path. Great read and some informative comments by his readers.

Also on Douglas' website: the article/tutorial Using [CSS] Background-Image to Replace Text (method dubbed as Fahrner Image Replacement (FIR) by Zeldman) and a followup in three consecutive weblog entries (1, 2, 3) where he inspects potential problems with the method in screen readers used by blind users. His conclusion: Jaws 4.5 is fine with the technique, but he seems to forget that seeing users who can't load the images, don't see any text when the background image dissappears.

I've already subscribed to Douglas' RSS feed. Yum!

P.S.

Check out the CSS Zen Garden for examples of a slightly ott use of the FIR method, and some great demonstration of the awsome potential of table-less HTML and CSS.

Reader comments (7) | Permalink

Kl. 01:11: Klisjur um stráka og karla 

Ágúst vísar á greinina 10 myths about boys eftir Jenni Murray, þar sem hún hvetur fólk (konur og karla) til að samþykkja ekki hugsunarlaust allar klisjur sem við heyrum um hvernig strákar eru og muna að við erum ólík.

Að lesa þessa grein minnti mig á að fólk sem hefur áhuga á kynjamálum á það til að skipast í tvær fylkingar þegar kemur að spurningunni hvort munurinn á kynjunum sé eðlislægur eða byggður á félagslegri skilyrðingu. Oft vill umræðan verða ansi svart-hvít. Í dag virðist það t.d. vera í tísku (t.d. meðal harðra femínista) að afneita algjörlega öllum hugmyndum um að líffræðilegur munur kynjanna hafi í för með sér mun á skapgerð og upplagi. Sjálfur aðhyllist ég þá skoðun að félagslegir og líffræðilegir þættir hljóti að spila saman í sálarlífi okkar og að kynin séu hljóti því að vera a.m.k. pínu ólík að upplagi (að meðaltali), þó slíkur mismunur megi aldrei vera notaður sem afsökun fyrir ójafnrétti og kynjafordómum - því öll erum við svo einstök.

Sendu þitt svar | Varanleg slóð


 

Flakk um vefsvæðið



 

Færslur í júlí 2003

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)