PlaySound takkinn fyrir "hljóðbloggara"
[Ath: Ég fjarlægði flash-rammann því hann átti það til að frysta suma vafra.]
playsound-intro.mp3
Það tókst. Ég er kominn með einfaldan "Play takka", skrifaðan í Flash, sem virkar á flestum vöfrum og stýrikerfum. Takkinn er tæp 2KB og er hýstur á vefslóðinni http://www.anomy.net/playsound/ (ath. að kóðinn á bak við takkann er ekki frjáls hugbúnaður og því má ekki afrita hann frá mér. Ég vonast hins vegar til að geta skipt kóðanum út fyrir fyrir frjálsari takka seinna meir.)
Til þess að láta takkann virka þarf bara að mata hann á vefslóðinni á hjóðinu sem hann á að spila (sjá nánar HTML dæmið í lokin). Af því hvað þetta er einfalt og opið, þá geta allir heimsins talbloggarar nýtt sér þennan einfalda hnapp til að spila hljóðskrár á síðunum sínum.
Formið á takkaslóðinni er:
http://www.anomy.net/playsound/?[URL-kóðuð-vefslóð-hljóðskrárinnar]
Enn sem komið er spilar takkinn bara mp3 skrár (Tóti, ætlar þú hvort eð er ekki að fara að láta bloggsímann spýta út úr sér mp3? :-), en það getur vel verið að seinni útgáfur takkans muni spila líka hljóð á wav formi, auk þess sem þá bætist kannski við meiri virkni t.d. að geta spólað fram og aftur, og séð hvað er mikið eftir af afspiluninni.
HTML og CSS kóðinn sem ég nota:
Til að birta Play takkann nota ég eftirfarandi HTML kóða:
<div class="playsound">
<iframe frameborder="0" scrolling="no" src="http://www.anomy.net/playsound/?http%3A%2F%2Fmar.anomy.net%2Ffiles%2F2003%2F07%2Fplaysound-intro.mp3">
Hljóðskrá:</iframe>
<a href="/files/2003/07/playsound-intro.mp3" title="Sækja hljóðskrána playsound-intro.mp3">#</a>
</div>
Að lokum, til að láta takkann líta skikkanlega út, þá klístra ég eftirafarandi línum inn í CSS stílblaðið sem stjórnar útliti síðunnar minnar:
.playsound {
width : 75px;
white-space : nowrap;
padding : 5px;
margin : .5em;
border : 1px solid #000;
}
.playsound iframe {
width : 55px;
height : 32px;
vertical-align : middle;
}
Strangt til tekið er <div class="playsound">
markið óþarft, en ég mæli með að leyfa því að fljóta með því það gefur okkur meiri stjórn á útliti afspilunarreitsins þegar við stillum það í CSS stílblaði síðunnar.
Ath: Til að vefslóðin að takkanum sé tæknilega fullgild, þá þarf að passa að hljóðvefslóðin sem bætist aftan við spurningamerkið ("?") sé URL-kóðuð. (Þeir sem ekki vita hvað URL-kóðun á texta er, ættu ekki að hafa of miklar áhyggjur af þessu. :-)
Meira þessu líkt: HTML/CSS, Hljóðmyndir, Hugdettur, Nothæfni.
Svör frá lesendum (4)
Hrafnkell svarar:
Frekar Ogg! http://www.vorbis.org
Annars væri bara skynsamlegast að hann spítti út úr sér WAV skrá með GSM kóðun. Þá þarf ekkert að breyta því sem kemur frá símkerfinu. Kannski er það þannig í dag
9. júlí 2003 kl. 15:42 GMT | #
Már Örlygsson svarar:
Ég held að þau séu að gera það þannig í dag. og eins og þú segir þá er GSM kóðað WAV alveg óvitlaust skráarform fyrir svona GSM upptökur.
Ég var aðallega bara að grínast vegna þess að Play takkinn kann ekki að spila WAV. Hins vegar grunar mig að það yrði vinsælt af notendum að geta valið um mismunandi skráarform.
9. júlí 2003 kl. 16:22 GMT | #
Bjarni Rúnar svarar:
Virkar ekki í Konqueror hjá mér... en samt get ég horft á Weebl and Bob flassið og hlustað á skemmtilegu tónlistina þar. Ojæja.
10. júlí 2003 kl. 11:22 GMT | #
Már Örlygsson svarar:
Bjarni, athyglisvert. Enter paunkari er á fullu að útbúa frjálsa útgáfu af takkanum með aðeins fleiri fítusum. Kannski lagast allt með henni... Bíðum og sjáum.
10. júlí 2003 kl. 11:36 GMT | #