Betra notendaviðmót á hlóðskrár á vefsíðum
Við þurfum að finna leið til að láta hljóðskrár (mp3, wav) birtast sem einfaldan play takka á vefsíðum og þetta þarf að virka í fleiri vöfrum en IE á Windows. Hér eru nokkrar slóðir sem fjalla um svona:
- Embedding cross platform sound files?
- Demonstration of Different Ways to Play a Sound from a Web Page
Mér sýnist að einfaldasta lausnin sem mun virka í flestum vöfrum sé að búa til einfaldan hljóðspilara í Flash. Flestir nýrri vafrar á flestum stýrikerfum kunna að spila Flash skrár og flash skrár kunna að sækja hljóð skrár á WAV og MP3 formi og spila þær.
Flash hljóðspilarinn þarf að hafa eftirfarandi eiginleika:
- Vera nettur og smekklegur í útliti og fisléttur í hleðslu.
- Hafa einfalda og skýra stjórnhnappa: Play/Pause, Rewind, og helst sýna hversu löng hljóðskráin er.
- Hann á ekki að innihalda hljóðskrána sjálfur, heldur að taka dýnamískt skráarnafn eða vefslóð gegnum url parameter og sækja viðkomandi hljóðskrá þaðan.
- Spilarinn þarf að vera útfærður í eins gamalli útgáfu af Flash og hægt er til að sem flestir geti notað hann.
Ég kann ekki Flash. Nennir einhver að búa til svona hljóðspilara fyrir okkur?
Svona græja gæti verið hýst hvort heldur lókalt eða miðlægt, og mundi þá veita opna, ókeypis þjónustu svipað og PingBuddy gerir. (Nánar um PingBuddy.)
Meira þessu líkt: HTML/CSS, Hljóðmyndir, Hugdettur, Nothæfni.
Svör frá lesendum (8)
Oddur svarar:
þig og hvern ?
8. júlí 2003 kl. 12:47 GMT | #
Már Örlygsson svarar:
Mig og alla hina bloggarana sem langar til að nota svona :-)
8. júlí 2003 kl. 13:03 GMT | #
Enter svarar:
http://am.hi.is/vesturislendin/11_Enska.html
Hér er dæmi um 30 ára gamalt vefhjal sem var sett upp fyrir Árnastofnun fyrir sirka fjórum árum. Í þá daga bauð Real.com upp á þetta embed-apparat, sem enn virðist í fullu fjöri, þó svo nýji Mozillinn hafi e-ð hikstað á honum hjá mér.
Ekki væri verra að negla saman svipað útlítandi tóli með sambærilegri virkni fyrir mp3.
8. júlí 2003 kl. 13:07 GMT | #
Már Örlygsson svarar:
Já, það þyrfti einmitt að gera eitthvað svona í Flash - kannski aðeins nettara í útliti. Best væri líka ef það væri hægt að sjá hversu langt er eftir af hljóðinu þegar það spilast og geta spólað fram og aftur að vild - en auðvitað er það algjör aukafítus sem þarf ekkert nauðsynlega.
Gallinn við Real dótið er einmitt hvað það er þungt í keyrslu og byggir á lokuðu (proprietary) hljóðformati.
En töff pæling, og töff dæmi hjá ykkur/Árnastofnun að setja svona hluti á vefinn fyrir fjórum árum síðan.
8. júlí 2003 kl. 13:15 GMT | #
Már Örlygsson svarar:
Enter benti mér í tölvupósti á Wimpy Button (http://www.gieson.com/Library/projects/mp3/ ) en það er nákvæmlega eins "Play takki" og okkur vantar. Einni gallinn er að þessi gaur vill fá 10 dollara fyrir takkann af því hann dreifir honum bara sem hluta af stærri hugbúnaðarpakka.
Samt spurning um hvort ég (eða einhvern annar) kaupi eitt eintak af takkanum og setji hann upp á miðlægum þjóni sem fólk getur svo vísað á - svona líkt og PingBuddy og RSS.molarnir virka.
8. júlí 2003 kl. 18:50 GMT | #
Már Örlygsson svarar:
Ég sendi þetta áðan:
To: info@gieson.com Subject: Wimpy SimplePlay Button
Hi. I've three questions regarding the Wimpy SimplePlay Button that you're selling bundled with the Wimpy Player and Wimpy Pro for $10
Is it possible to buy the Wimpy Button seperate from the other applications? The "theFile=" parameter - does it accept full URLs with http://www... and all? Can I store my MP3 files on a different server than my web page? Does the Wimpy Button play some other file formats other than mp3? What about .WAV for example? I'm not particularily interested in a streamed playback for .WAV files, so it would be quite acceptable even if the player had to preload the files in order to play them.Thanks, Már.
8. júlí 2003 kl. 19:01 GMT | #
Már Örlygsson: Tilraunir með Flash hljóðspilunartakka
8. júlí 2003 kl. 19:19 GMT | #
Már Örlygsson: PlaySound takkinn fyrir "hljóðbloggara"
8. júlí 2003 kl. 23:16 GMT | #