Hverfult augnablik - hugleiðingar um hljóðmyndir og "talblogg"
Með venjulegum farsíma, nettengingu og rétta hugbúnaðinum má fanga hverful mannleg augnablik og setja á vefinn.
Nokkrir punktar:
Ég hef ekki verið að dissa einn eða neinn með þessum grínaktugu talblogg færslum mínum. Ennfremur er vert að taka fram að ég lít mikið upp til Tóta í Hex og hans fólks. Þau eru að gera flotta hluti og eru líklega eitt athygliverðasta sprotafyrirtækið í íslenska hugbúnaðargeiranum.
Ég er hins vegar gagnrýninn á allt "hype" í kringum nýja tækni, sérstaklega af því ég er viss um að talblogg er ekki "the next big thing". Ég er samt viss um að það er margt sniðugt í þessu og hver veit nema að vefvæddir diktafónar séu "the next small thing". :-)
Ég er líka gagnrýninn af því mér finnst ég ennþá ekki hafa séð (heyrt) neinn bloggara gera neitt spennandi með þessum talblogg færslum. Hingað til hefur þetta verið allt eitthvað "bla bla bla" og "ööö, sko" sem hefði sómt sér miklu betur sem SMS blogg færslur. Sorrí.
Með því að grínast er ég að gera tilraunir og ögra. Ég ögra jafnt mér sjálfum og öðrum. Það sést á svari Tryggva við látúnsbloggara færslunni minni. Í gríninu er falin opinber áskorun um að finna styrkleika og veikleika þessa nýja verkfæris - að finna hljóðfærslum viðeigandi hlutverk í vefútgáfunni okkar.
Ég hef verið að hugsa um þessa hluti í hljóði (þögn :-) allt frá því að Audblog komu fyrstir með svona farsíma-hljóðblogg þjónustu s.l. vetur.
Ég er farinn að hallast að því að hljóðskrár eigi eftir að gegna svipuðu hlutverki og ljósmyndir í dagbókarskrifum almennings. Ljósmyndir geta stundum sagt meira en þúsund orð. Þær gefa stemmningu. Góðar til skrauts. Vandamálið við hljóðskrárnar er samt að þær birtast ekki á nægilega þjálan hátt í vafra lesandans. Hljóðskráin ætti að birtast sem einn stór "play" takki. Ekkert þetta smella, bíða, opna annað forrit vesen sem við erum að kljást við í dag.
Tímaásinn er eiginleiki hljóðformsins sem gerir hljóðútgáfu mjög vandmeðfarna. Ljósmyndin sést öll í einu vetfangi en hljóðskráin tekur tíma sem er ekki hægt að þjappa með góðu móti. Þannig er t.d. nær vonlaust að "skima" snöggt yfir hljóðskrár. Þetta gerir það að verkum að færri nenna að hlusta á hljóðmyndir (að ekki sé talað um lengri "talbloggfærslur") en nenna að horfa á ljósmyndir eða lesa texta.
Svona litlar "hljóðmyndir" eða hljóðgjörningar eiga margt skylt með frumsaminni tónlist eins og Svavar og Siggi Palli (Zato) gefa út á heimasíðunum sínum. Ég held að þetta tvennt eigi eftir að blandast meira og meiri sköpunarkraftur eigi eftir að flæða um "hljóðbloggið".
Meira þessu líkt: Hljóðmyndir, Nothæfni, Útgáfa.
Svör frá lesendum (11)
gormur svarar:
Már ritaði "Hljóðskráin ætti að birtast sem einn stór "play" takki"
sjá t.d.: http://gormur.homedns.org/blog/archives/000005.html og http://gormur.homedns.org/blog/archives/000010.html
hérna var náttúrulega farin einfaldasta leið og gert ráð fyrir að windows media player sé uppsettur og að notandinn sé á winOS vél.
SMS blogg færsla: http://gormur.homedns.org/blog/archives/000008.html
Ég held að þú eigir einfaldlega eftir að uppgötva "killer" hljóðfærsluna. Fyrir mig var það færslan hjá Möggu Dóru þar sem hún lá á ströndinni á frönsku ríveríunni :-) Engin sms færsla hefði náð að covera það. [hér ætti að vera linkur, en blogspot.com er ekki alveg að spjara sig þessa stundina]
8. júlí 2003 kl. 07:49 GMT | #
Már Örlygsson svarar:
Flott þetta með play-takkann í IE. Svona þyrfti þetta að vera í fleiri vöfrum.
Já, ég veit að ég á ábyggilega eftir að rekast á "killer" hljóðmyndina einhvern daginn. Ég bíð spenntur. ...og svo hafa þessar tilraunir mínar með hljóð líka verið alveg ótrúlega skemmtilegar fyrir mig.
Hefur það verið hægt lengi í kerfinu ykkar að blogga með venjulegu SMS? Það er kannski vandamálið að það er eins og það vanti meiri upplýsingar um hvaða möguleika Hex græjan býður upp á. Svo hef ég ekki enn fundið síðuna sem útskýrir hvort, og þá hvernig, hægt er að skrá sig sem notanda þessarar þjónustu ykkar. Er það hægt?
8. júlí 2003 kl. 08:36 GMT | #
Toti svarar:
Sælinú Við erum að bæta við fídusum hægt og bítandi. Prufukeyrum þá síðan í rólegheitum hvern fyrir sig og erum að verða tilbúin með þetta í keyrslu. Mér finnast þessar hljóðfærslur þínar hafa verið hin besta skemmtun og hef alls ekki litið á þetta sem neitt diss. Ég lít á það sem svo að þetta sem við erum að gera sé viðbót við hefðbundna textablogga, svona eins og myndaalbúmin, eins og þú bendir réttilega á. Við eigum aðeins eftir að föndra við SMS partinn áður en við bjóðum hann í prufukeyrslu - og eins erum við að ganga frá Blogg-kerfinu sjálfu sem við ætlum að bjóða upp á fyrir þá sem ekki eiga sitt eigið Blogg. Þetta með smella og bíða er síðan mismunandi eftir uppsetningum. Í mínum fjallavafra spilast skráin í M$ Media Player innan vafrans og svo er í yfirgnæfandi meirihluta tilfella, m.v. logga um vafragerðir sem dúkka upp á vefjum okkar. Við munum hins vegar breyta þessu aðeins þegar við förum af stað og söbmitta skránni allri inn á blogginn fyrir þá sem eru með bloggkerfi sem styðja new media object fallið, en hinir þurfa að láta sér nægja að fá link í skránna. Til að fá clue um hvaða blogkerfi við ætlum síðan að notast við, máttu kíkja á http://toti.blogs.com/
t
8. júlí 2003 kl. 08:55 GMT | #
Már Örlygsson svarar:
Samkrull við Typepad er náttúrulega verulega l33t. Snjallt múv :-)
Ég er sjálfur mjög spenntur fyrir þessu MMS/GPRS blogg dæmi, en af því ég og allt hitt litlafólkið eigum enn bara gamla týpu af GSM þá er ég ennþá meira spenntur fyrir plain-SMS blogg virkninni.
Ég mun fylgjast spenntur með þróuninni hjá ykkur.
8. júlí 2003 kl. 09:10 GMT | #
Magga Dóra svarar:
Slóðin er hér:
http://www.maggadora.blogspot.com/20030701maggadoraarchive.html#105723706525136285
Svo kannski hefur einhver gaman af þessu: http://www.maggadora.blogspot.com/20030601maggadoraarchive.html#95588072
Og smá umfjöllun frá mér. Ég hugsa þetta alls ekki sem diktafón. http://www.maggadora.blogspot.com/20030601maggadoraarchive.html#95632683
:)
8. júlí 2003 kl. 10:10 GMT | #
Már Örlygsson svarar:
Hei, vá. Ég er bara komin með alla Hex lítuna hérna í svarhalann minn. :-)
Magga Dóra, takk fyrir vísanirnar. Þær eru góðar.
Það er samt athyglisvert að ég skoðaði þessar sömu hljóðfærslur á síðunni þinni í gærnótt þegar ég var að skrifa þessar pælingar mínar og þá voru færslurnar þínar allt öðru vísi. Þá varstu ekki búinn að setja inn allar myndirnar og textann sem er þarna núna. Með textanum og myndunum fá hljóðfærslurnar miklu meiri vídd. Það finnst mér alla vega. Þær hafa skipt um hlutverk - frá því að vera bloggfærslan yfir í að vera hluti af stærra verki - rjómi á kakóið. Ég finn persónulega mikinn mun á þessu tvennu.
8. júlí 2003 kl. 10:26 GMT | #
Magga Dóra svarar:
Það stemmir - ég var að ganga frá myndunum og bæta við linkum og texta seint í gærkvöldi. Blogspot hikstinn sem gormur talar um hefur orðið til þess að þetta birtist ekki fyrr en einhverntíman seint í nótt.
Ég ákvað að prófa að uppfæra færslurnar svona í stað þess að setja myndirnar og texta sér í einhvern samantektarblogg. Þannig næst betri heildarmynd af ferðinni og allar þessar ólíku aðferðir spila saman til að miðla upplifun minni af þessari ferð.
Hinsvegar hafa hljóðfærslurnar gert mínum tryggu lesendum ( ;) ) fært að fylgjast með ferðum okkar meðan á ferðinni stóð enda komst ég ekki í netið og hefði ekki nennt að eyða tíma í ferðinni sjálfri í að vera að lýsa henni fyrir ykkur. Hafði hinsvegar gaman af því þessu rölti niður memory lane í gærkvöldi. Það fór smá sólarylur um kroppinn á mér :) Að auki miðluðu þær upplýsingum sem ég hefði aldrei getað framkallað eftir á.
8. júlí 2003 kl. 10:42 GMT | #
Már Örlygsson svarar:
Snilld! :-) En nú langar mig bara að fara að SMS blogga. :-)
8. júlí 2003 kl. 10:48 GMT | #
Már Örlygsson: Betra notendaviðmót á hlóðskrár á vefsíðum
8. júlí 2003 kl. 13:16 GMT | #
Tryggvi R. Jónsson svarar:
Ég held að þó við Már séum oft ósammála um hluti þá séum við báðir á sömu leið í okkar viðleitni til viðfangsefnisins. Ég lít á allt með gagnrýnu hugarfari og ekkert síður en Már, upphaflega ,,impression" mitt á hljóðblogg er að finna hér: http://www.pjus.is/trigger/blog/archives/001794.html Ég nálgast þetta frá því að það sé munur á hljóði og texta (sem er held ég óumdeilt) og þá hvenær það sé hægt að auðga formið með því að nota hljóð frekar en texta. Kannski er þetta bara minn popperíski hugsanaháttur ;)
Ég nálgast þetta auðvitað frá hinni hliðinni og eins og ég segi upphaflega þá finnst mér þetta gefa þeim sem er að senda inn efnið meira heldur en lesendum. Þegar ég skoða þetta: http://www.pjus.is/trigger/blog/archives/2003_06.html#001805 og þær færslur sem eru sendar úr bloggsímanum fyrir neðan þetta þá sé ég engan veginn að það hafi verið jafn fyndið ef ég hefði skrifað: ,,Já og svo sagði Hjalti að sjaldan hefðu jafnfáir krappað jafn mikið HA HA HA voða fyndið". Kannski er þetta bara einn af þessum ,,had to be there" hlutum en þegar ég skoða þetta finnst mér ég fá meira út úr þessu en ef um hefðbundnar textafærslur væri að ræða. Ég kannski set hljóðskynið ofar en margir aðrir og það segir mér í raun meira að hlusta en að horfa oft á tíðum. Ég skynja allavega ekki heiminn í textaformi og ýmislegt sem mér finnst ég ekki geta komið í textann. En kannski höfum við MDR bara svipað sjónarhorn á þetta af því að við höfum fengið sama uppeldið ;-)
8. júlí 2003 kl. 18:25 GMT | #
Már Örlygsson: PlaySound takkinn fyrir "hljóðbloggara"
8. júlí 2003 kl. 23:16 GMT | #