Færslur Þriðjudaginn 8. júlí 2003

Kl. 22:53: PlaySound takkinn fyrir "hljóðbloggara" 

[Ath: Ég fjarlægði flash-rammann því hann átti það til að frysta suma vafra.]
playsound-intro.mp3

Það tókst. Ég er kominn með einfaldan "Play takka", skrifaðan í Flash, sem virkar á flestum vöfrum og stýrikerfum. Takkinn er tæp 2KB og er hýstur á vefslóðinni http://www.anomy.net/playsound/ (ath. að kóðinn á bak við takkann er ekki frjáls hugbúnaður og því má ekki afrita hann frá mér. Ég vonast hins vegar til að geta skipt kóðanum út fyrir fyrir frjálsari takka seinna meir.)

Til þess að láta takkann virka þarf bara að mata hann á vefslóðinni á hjóðinu sem hann á að spila (sjá nánar HTML dæmið í lokin). Af því hvað þetta er einfalt og opið, þá geta allir heimsins talbloggarar nýtt sér þennan einfalda hnapp til að spila hljóðskrár á síðunum sínum.

Formið á takkaslóðinni er:

http://www.anomy.net/playsound/?[URL-kóðuð-vefslóð-hljóðskrárinnar]

Enn sem komið er spilar takkinn bara mp3 skrár (Tóti, ætlar þú hvort eð er ekki að fara að láta bloggsímann spýta út úr sér mp3? :-), en það getur vel verið að seinni útgáfur takkans muni spila líka hljóð á wav formi, auk þess sem þá bætist kannski við meiri virkni t.d. að geta spólað fram og aftur, og séð hvað er mikið eftir af afspiluninni.

HTML og CSS kóðinn sem ég nota:

Til að birta Play takkann nota ég eftirfarandi HTML kóða:

<div class="playsound">
  <iframe frameborder="0" scrolling="no" src="http://www.anomy.net/playsound/?http%3A%2F%2Fmar.anomy.net%2Ffiles%2F2003%2F07%2Fplaysound-intro.mp3">
    Hljóðskrá:</iframe>
  <a href="/files/2003/07/playsound-intro.mp3" title="Sækja hljóðskrána playsound-intro.mp3">#</a>
</div>

Að lokum, til að láta takkann líta skikkanlega út, þá klístra ég eftirafarandi línum inn í CSS stílblaðið sem stjórnar útliti síðunnar minnar:

.playsound {
  width : 75px;
  white-space : nowrap;
  padding : 5px;
  margin : .5em;
  border : 1px solid #000;
}
.playsound iframe {
  width : 55px;
  height : 32px;
  vertical-align : middle;
}

Strangt til tekið er <div class="playsound"> markið óþarft, en ég mæli með að leyfa því að fljóta með því það gefur okkur meiri stjórn á útliti afspilunarreitsins þegar við stillum það í CSS stílblaði síðunnar.

Ath: Til að vefslóðin að takkanum sé tæknilega fullgild, þá þarf að passa að hljóðvefslóðin sem bætist aftan við spurningamerkið ("?") sé URL-kóðuð. (Þeir sem ekki vita hvað URL-kóðun á texta er, ættu ekki að hafa of miklar áhyggjur af þessu. :-)

Svör frá lesendum (4) | Varanleg slóð

Kl. 19:46: RSS Björns Bjarnasonar 

Sem aðstoðarritstjóri RSS.molar.is, þá ákvað ég í ljósi þessara frétta að búa til gælunafn í molar.is kerfinu fyrir RSS skrá Björns Bjarnasonar. Notendur fyrirsagnaþjónustu RSS.molar.is geta núna pantað áskrift að Birni með stikkorðinu: n-bjornb-gr

Frábært að fá Björn loksins í hóp RSS væddra vefsvæða.

Næst ætla ég að útbúa stikkorð fyrir RSS skrár stjórnarráðsins og ráðuneytanna ... Núna er slatti kominn inn á veitulistann. Restin mun svo mjatlast inn smátt og smátt...

Sendu þitt svar | Varanleg slóð

Kl. 19:19: Tilraunir með Flash hljóðspilunartakka 

Það er sitthvað búið að bruggast í dag síðan ég skrifaði síðustu færslu en þeim sem hafa áhuga bendi ég á að lesa svarhalann við hana. Í hnotskurn, þá benti Enter hjá Baggalúti á Wimpy flash hnappinn sem virðist geta reynst gagnlegur.

Ég fattaði að ég gæti auðvitað sjálfur fundið svarið við spurningum 2 og 3 sjálfur með því að skoða HTML kóðann á Wimpy síðunni og fikta.

Svar við spurningu 2: Já. Það virkar að spila mp3 skrá sem er á öðrum vefþjóni.

Svar við spurningu 3: Nei. Það virðist ekki virka að spila wav skrárnar hennar Möggu Dóru

...en af því að allur Flash kóðinn á bak við takkann fylgir með í kaupunum þá ætti ekki að vera erfitt að bæta við WAV virkni. Ég ætla samt að bíða þolinmóður og sjá hvað höfundurinn segir.

Svör frá lesendum (1) | Varanleg slóð

Kl. 12:15: Betra notendaviðmót á hlóðskrár á vefsíðum 

Við þurfum að finna leið til að láta hljóðskrár (mp3, wav) birtast sem einfaldan play takka á vefsíðum og þetta þarf að virka í fleiri vöfrum en IE á Windows. Hér eru nokkrar slóðir sem fjalla um svona:

Mér sýnist að einfaldasta lausnin sem mun virka í flestum vöfrum sé að búa til einfaldan hljóðspilara í Flash. Flestir nýrri vafrar á flestum stýrikerfum kunna að spila Flash skrár og flash skrár kunna að sækja hljóð skrár á WAV og MP3 formi og spila þær.

Flash hljóðspilarinn þarf að hafa eftirfarandi eiginleika:

  • Vera nettur og smekklegur í útliti og fisléttur í hleðslu.
  • Hafa einfalda og skýra stjórnhnappa: Play/Pause, Rewind, og helst sýna hversu löng hljóðskráin er.
  • Hann á ekki að innihalda hljóðskrána sjálfur, heldur að taka dýnamískt skráarnafn eða vefslóð gegnum url parameter og sækja viðkomandi hljóðskrá þaðan.
  • Spilarinn þarf að vera útfærður í eins gamalli útgáfu af Flash og hægt er til að sem flestir geti notað hann.

Ég kann ekki Flash. Nennir einhver að búa til svona hljóðspilara fyrir okkur?

Svona græja gæti verið hýst hvort heldur lókalt eða miðlægt, og mundi þá veita opna, ókeypis þjónustu svipað og PingBuddy gerir. (Nánar um PingBuddy.)

Svör frá lesendum (8) | Varanleg slóð

Kl. 01:02: Hverfult augnablik - hugleiðingar um hljóðmyndir og "talblogg" 

Með venjulegum farsíma, nettengingu og rétta hugbúnaðinum má fanga hverful mannleg augnablik og setja á vefinn.

ursima.mp3

Nokkrir punktar:

  1. Ég hef ekki verið að dissa einn eða neinn með þessum grínaktugu talblogg færslum mínum. Ennfremur er vert að taka fram að ég lít mikið upp til Tóta í Hex og hans fólks. Þau eru að gera flotta hluti og eru líklega eitt athygliverðasta sprotafyrirtækið í íslenska hugbúnaðargeiranum.

  2. Ég er hins vegar gagnrýninn á allt "hype" í kringum nýja tækni, sérstaklega af því ég er viss um að talblogg er ekki "the next big thing". Ég er samt viss um að það er margt sniðugt í þessu og hver veit nema að vefvæddir diktafónar séu "the next small thing". :-)

  3. Ég er líka gagnrýninn af því mér finnst ég ennþá ekki hafa séð (heyrt) neinn bloggara gera neitt spennandi með þessum talblogg færslum. Hingað til hefur þetta verið allt eitthvað "bla bla bla" og "ööö, sko" sem hefði sómt sér miklu betur sem SMS blogg færslur. Sorrí.

  4. Með því að grínast er ég að gera tilraunir og ögra. Ég ögra jafnt mér sjálfum og öðrum. Það sést á svari Tryggva við látúnsbloggara færslunni minni. Í gríninu er falin opinber áskorun um að finna styrkleika og veikleika þessa nýja verkfæris - að finna hljóðfærslum viðeigandi hlutverk í vefútgáfunni okkar.

  5. Ég hef verið að hugsa um þessa hluti í hljóði (þögn :-) allt frá því að Audblog komu fyrstir með svona farsíma-hljóðblogg þjónustu s.l. vetur.

  6. Ég er farinn að hallast að því að hljóðskrár eigi eftir að gegna svipuðu hlutverki og ljósmyndir í dagbókarskrifum almennings. Ljósmyndir geta stundum sagt meira en þúsund orð. Þær gefa stemmningu. Góðar til skrauts. Vandamálið við hljóðskrárnar er samt að þær birtast ekki á nægilega þjálan hátt í vafra lesandans. Hljóðskráin ætti að birtast sem einn stór "play" takki. Ekkert þetta smella, bíða, opna annað forrit vesen sem við erum að kljást við í dag.

  7. Tímaásinn er eiginleiki hljóðformsins sem gerir hljóðútgáfu mjög vandmeðfarna. Ljósmyndin sést öll í einu vetfangi en hljóðskráin tekur tíma sem er ekki hægt að þjappa með góðu móti. Þannig er t.d. nær vonlaust að "skima" snöggt yfir hljóðskrár. Þetta gerir það að verkum að færri nenna að hlusta á hljóðmyndir (að ekki sé talað um lengri "talbloggfærslur") en nenna að horfa á ljósmyndir eða lesa texta.

  8. Svona litlar "hljóðmyndir" eða hljóðgjörningar eiga margt skylt með frumsaminni tónlist eins og Svavar og Siggi Palli (Zato) gefa út á heimasíðunum sínum. Ég held að þetta tvennt eigi eftir að blandast meira og meiri sköpunarkraftur eigi eftir að flæða um "hljóðbloggið".

Svör frá lesendum (11) | Varanleg slóð


 

Flakk um vefsvæðið



 

Færslur í júlí 2003

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)