RSS útgáfa Stjórnarráðsins og ráðuneytanna

Skrifað 7. júlí 2003, kl. 22:24

Frá því í febrúar 2003 hefur Stjórnarráðið og öll ráðuneytin gefið út fréttayfirlit á RSS formi sem mér finnst alveg frábært! Ég man að stuttu fyrir áramót talaði ég fallega um RSS við einhverja sem unnu á vegum ráðuneytanna. Kannski hefur það hjálpað eitthvað til, en svo veit ég líka að Salvör hefur að hlutastarfi að gefa þessu fólki ráð þannig að líklega hefur hún lagt sín lóð á vogarskálarnar. Mér finnst líka gaman að sjá að á RSS yfirlitssíðu stjórnarráðsins er vísað á RSS.molar.is. :-)

Eitt finnst mér þó vera miður, en það er að RSS yfirlitin ráðuneytanna byggja öll á RSS 1.0 sem er hálfgerður gauksungi í RSS fjölskyldunni því þessi ákveðna útgáfa byggir á RDF málfræði sem er m.a. alræmd fyrir að vera óskiljanleg og óþarflega flækt. Flestir sem þykjast vera með á nótunum í dag nota RSS 2.0, sem er næstum jafn öflugt en mun einfaldara og aðgengilegra skráarform en spaghettíið sem útgáfa 1.0 var/er

RSS skráin mín er ágætis dæmi um mjög einfalt og rétt skrifað RSS 2.0 skjal, en ég og eflaust fjölmargir aðrir getum gefið góð ráð með að flytja RSS 1.0 skrár upp um útgáfunúmer.

Nú mundi ég bara vilja fara að sjá eitthvað gerast í RSS útgáfumálum Mbl.is og Vísir.is. Í fyrrasumar áttum við Bjarni í samræðum við Mbl út af RSS þjónustu RSS.molar.is og skrifuðum af því tilefni opið bréf til Mbl.is. Þeir sögðust eitthvað ætla að kíkja á þetta með haustinu, en nú er haustið komið og veturinn liðinn án þess að neitt hafi gerst.


Meira þessu líkt: Útgáfa.


Svör frá lesendum (1)

  1. zzzzzzzzzzzzzzzz : RSS frá Stjr.

    "Már vísar á RSS strauma Stjórnarráðsins. Takk fyrir það! Ég hafði ekki hugmynd um að þetta væri í boði. Enn vantar þó ýmsar veitur... Moggann, Vísi, Alþingi (einhversstaðar er til heimasmíðaður straumur á Alþingi), Textavarpið, Smáuglýsingar blaðanna, ..." Lesa meira

    8. júlí 2003 kl. 11:32 GMT | #

Þessum svarhala hefur verið lokað. Kærar þakkir til þeirra sem tóku þátt í umræðunni.


 

Flakk um vefsvæðið



 

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)