[uppkast] Fyrirsagnir: <h1>, <h2>, <h3> og <h4>

Skrifað 6. júlí 2003, kl. 13:16

Uppkast að kafla í leiðarvísi um notkun algengustu HTML markanna fyrir venjulegt fólk sem skrifar á vefinn. Í þessum kafla er fjallað um mörkun millifyrirsagna, kaflaheita og uppbrotorða.

Sjá einnig kynninguna á þessu verkefni.

Titla, kaflaheiti, millifyrirsagnir og smærri "uppbrotsorð" má tilgreina með þar til gerðum HTML mörkum, <h1> til <h4>.

  • <h1> - markar aðaltitil vefsíðu, og fyrirsögn dagbókarfærslu þegar færslan birtist í heild sinni, ein á síðu.
  • <h2> - er oftast notað fyrir kaflaheiti í löngum, kaflaskiptum greinum, þar sem hver kafli er næstum alsjálfstæð eining.
  • <h3> - er mikið notað fyrir dæmigerðar millifyrirsagnir í styttri greinum og færslum. Þetta er líklega mest notaða fyrirsagnamarkið.
  • <h4> - er sjaldnast notað nema til að brjóta upp lengri texta sem fjallar allur um nokkurn vegin sama málefnið.

Oft er sjálfgefið útlit fyrirsagna í HTML dáldið groddalegt og stórgert, en besta ráðið til að laga það er að stilla leturstærð og birtingu allra fyrirsagnanna með CSS stílstillingum í stílblaði síðunnar.

Sumir byrjendur bregða á það ráð að annað hvort (mis)nota <h3> sem kaflafyrirsagnir og <h4> sem millifyrirsagnir, eða hreinlega sleppa alveg að setja fyrirsagnamörk og nota <strong> áherslumörk í staðinn, en slíkt rýrir gildi textans sem verið er að marka all verulega.

Fyrirsagnir og vísanir

Það er í lagi að merkja orð í fyrirssögnum með <a href="..."> vísunarmarki, og eins er algengt að setja id="..." hak á fyrirsagnarmarkið sjálft til að geta vísað beint á það úr efnisyfirliti. Dæmi um þetta:

<h3><a href="vefsida.html">Millifyrisögn á grein</a></h3>
<p>Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipisicing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.</p>
...
<h2 id="kafli02">Önnur millifyrisögn</h2>
<p>Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipisicing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.</p>

[E.S. Til eru enn "dýpri" fyrirsagnamörk, <h5> og <h6>, en það er oftast ekki ástæða til að nota þau við dæmigerð greinaskrif.]


Meira þessu líkt: HTML/CSS.


Svör frá lesendum (1)

  1. palli svarar:

    Fín grein, verð að segja það að ég hef forðast h* eins og heitan eldinn og notað b eða jafnvel bara span til að búa til fyrirsagnir. En svona skipulögð (og rökrétt) notkun á h mörkunum er til fyrirmyndar. Þú færð prik fyrir þetta :)

    7. júlí 2003 kl. 15:52 GMT | #

Þessum svarhala hefur verið lokað. Kærar þakkir til þeirra sem tóku þátt í umræðunni.


 

Flakk um vefsvæðið



 

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)