Leynifélag Öggu Pó
Mér finnst það hálf slakt af Femínistafélaginu að sjá ekki sóma sinn í að vinna meira fyrir opnum tjöldum.
Bréfasafn og spjallsíður félagsins eru læst bak við lykilorð, umræðan ku vera ritskoðuð í bak og fyrir (eða henni "stjórnað") [Skv. óstaðfestum, óljósum sögusögnum], og svo er búin til "leynivefsíða" (sem allir geta fundið) þar sem verið er að tala um fólk í laumi og benda á það. Fyndið!
Það var m.a. þessi netti Frímúrarafílíngur sem fékk mig til að rjúfa tengsl mín við félagið.
Viðbót
Sjá einnig: umræða hjá Tomma um þetta mál (Sumir eru að æsa sig heldur mikið). Í leiðinni er líklega rétt að benda á pirrpistil Svavars Vondu, veiku, viðbjóðslegu súlustaðakallarnir og spjallhalann í kjölfarið á honum.
Meira þessu líkt: Femínismi.
Svör frá lesendum (12)
Svansson.net svarar:
Reyndar var ekkert verid ad tala um folkid, tilgangur sidunnar bara utskyrdur og svo voru linkar og copy-paste a einstakar faerslur. M.a. linkad a faersluna thina: Orrahrid
4. júlí 2003 kl. 13:17 GMT | #
Salvör svarar:
Femínistafélagið vinnur fyrir opnari tjöldum heldur en nokkuð annað félag sem ég veit um. Það er nánast allt sem gert er í félaginu strax sýnilegt á vef félagsins, alla vega ef ég fæ leyfi til þess hjá viðkomandi og ég hef reynt mikið til að fá að leggja allt fram. Skráarsafn femínistapóstlistans er eins galopið og það getur verið (þú þarft bara póstfang til að skrá þig inn og allir komast á þann póstlista. Það að hafa skráarsöfnin bara opinber fyrir þá sem eru á póstlistanum er bara pínulítil tilraun til að koma í veg fyrir að aðilar utan listans geti farið hvernig sem þeir vilja með efni á listanum, á listanum er "spontant" umræða og það er ekki víst að fólk vilji að allir vísi í allt sem þeir skrifa. En það hefur samt ekki virkað. Margir vefir eins og tilveran.is hafa birt í algjöru óleyfi bréf af listanum og það hefur t.d. valdið mér verulegum skaða. Umræðunni á póstlistanum var breytt í "moderated" af algjörum neyðaraðstæðum og það var bara tímabundið. Við prófuðum aftur í fyrradag að hafa unmoderated og það flæddu bréf á listann, umræðan varð öflugri en það kom samstundis bréf á listann undir dulnefninu Illhugi. Það dulnefni var ekki valið út í bláinn, þetta var bréf til að skemma og eyðileggja. G*[Ritskoðað - Már] byrjaði að pósta aftur á listann. Samt vil ég hafa umræðuna frjálsa amk einhvers staðar og ekki er ég talsmaður þess að koma upp ritskoðun. En það er sniðugt að þér finnist þetta slakt hjá félaginu því ég man ekki betur en þú hafir einmitt stungið upp á því sjálfur á listanum að setja hann "moderated" og svo vildir þú ólmur í gær sjálfur að ég hefði mitt kommentakerfi lokað fyrir einhverjum sem þú telur bullara bara svo þú þyrftir ekki að lesa í gegnum bull:-)
En það er bara sætt að vera svona mótsagnakenndur:-)
Um þennan frímúrarafíling vil ég segja þetta: Ég hugsa að ég sé ekki eina manneskjan í heiminum sem hef safnað saman umræðu um eitthvað ákveðið efni. Ég gerði þetta upprunalega fyrir sjálfa mig, í því augnamiði að skrifa um þessa umræðu svo vildi ég sýna e-jum úr ráði femínistafélagsins þetta yfirlit en man að ég skellti fyrirsögn á - bara til að koma í veg fyrir að þetta yrði einhvers staðar vísað í.
En það virkaði ekki eins og nú hefur komið á daginn.
Það var á engan hátt verið að leggja neinn dóm á vefsefni eða gera lítið úr þeim sem bent var á.
4. júlí 2003 kl. 17:31 GMT | #
Már Örlygsson svarar:
Ég vil byrja á að biðja fólk um að túlka ekki þessa færslu sem einhvern eldheitan reiðilestur yfir Femínistafélaginu. "Fyndið" var lykilorðið í færslunni.
Salvör, að ritskoða getur haft svo margar merkingar.
Þegar ég hvatti þig til að setja reglur í svarþráðunum á heimasíðunni þinni, þá lagði ég til að þú settir einfalda, en stranga kröfu að fólk skrifaði undir réttu nafni (netfangi og/eða vefslóð), því það gekk leiðinlegur nafnlaus skemmdarvargur laus í svarþráðunum þínum.
Þegar ég hvaddi póstlistann góða á sínum tíma þá lagði ég til í fullkomlega tvíræðri kaldhæðni að umræðunni væri stýrt með handvirkum hætti til að tryggja að einungis þröng og afmörkuð sjónarmið fengju að heyrast. Þar var ég m.ö.o. að "leggja til" að raddir eins og mín, Bjarna, Unnar og fleira fólks yrðu þaggaðar niður eins og ákveðinn hópur í félaginu hafði uppi kröfur um, en þau sjónarmið virtust njóta óformlegrar velþóknunar stjórnar félagsins. Ef enginn skildi íróníuna í þessari tillögu minni nema ég, þá verður að hafa það. :-)
Þegar ég lagði þetta til við listann (í kaldhæðni), var G* enn ekki orðinn sú plága sem hann seinna varð, og í raun ekkert útlit fyrir að hann eða aðrir yrðu það á listanum.
Ég kæri mig kollóttan um það þótt einhverjum finnist það mótsagnakennt að vera fylgjandi því að hreinsa út tröllakúk eftir yfirlýsta skemmdarvarga eins og G* og nafnlausa hugleysingja, en algjörlega mótfallinn því að þaggað sé niður í siðuðu fólki með skoðanir sem þykja ekki nægilega "femínískar" eftir einhverri þröngri skilgreiningu ákveðinna einstaklinga.
Nú viðurkenni ég að ég veit ekki beinlínis til þess að slík þöggun eigi sér stað í núverandi ritstýringarástandi á póstlistanum, en ég hafði heyrt sögusagnir af einhverju slíku. Þær sögusagnir komu eftir dulitlum krókaleiðum og ég hefði að betur íhugðu máli ekki átt að láta þær flakka með í þessari fynd-færslu.
Varðandi "umtalssíðuna" góðu þá fannst mér ekkert að innihaldi hennar þannig séð (óþarflega miklar afritanir, kannski), en mér fannst bara fyndin þessi "leynd" sem var svo alls engin leynd og svo þegar það var ljóst að síðan hefði fundist þá var hún fjarlægð í snarhasti og eitthvað diss og vitleysa sett í staðinn. Mér fannst það "fyndið".
Að lokum má til gamans benda á að titill færslunnar "Leynifélag Öggu Pó" er tilvísun í hina stórgóðu kvikmynd Sódóma Reykjavík, en í henni höfðu tveir aðal krimmarnir verið saman í Leynifélagi Agga Pó þegar þeir voru smápattar í hverfinu sínu heima. Mér fannst Sódóma svo fyndin mynd.
4. júlí 2003 kl. 18:25 GMT | #
Geir svarar:
Úr því þið tvö besserwissið nú sem aldrei fyrr þá væri kannski við hæfi að þið segðuð mér í hverju umrædd "skemmdarverk" felast. Netfang mitt stendur til boða ef út í það er farið því ég er strjáll blogglesandi.
4. júlí 2003 kl. 18:49 GMT | #
katrín svarar:
gott hjá ykkur að ritskoða með því að skrifa G*, viss um að enginn fattar hvern við er átt!
4. júlí 2003 kl. 18:52 GMT | #
katrín svarar:
mér finnst samt eins og enginn hafi lesið það sem ég skrifaði um þetta, það sem mér fannst að var að hún var að taka eitthvað sem ég var að skrifa og setja þarna inná sem tengdist feminista ekki neitt td að ég hafi séð sigga pöng og að tinni átti afmæli af hverju er salvör að kópera það og setja á einhverja svona síðu sem á að halda utan um feminíska umræðu? því var bara snúið uppí að ég hafi fundið síðuna og ég sé með margar myndir af mér á minni síðu..
4. júlí 2003 kl. 18:55 GMT | #
Svansson.net svarar:
Hmmm Salvör, þykist þú hafa verið að gera SHÍ einhvern greiða þegar þú birtir bréf Brynjólfs á sínum tíma? Get ekki séð þú hafir efni á að kvarta undan tilverunni - en maður býst nú svo sem ekki við öðru fyrst þér finnst sætt að vera mótsagnakenndur;)
4. júlí 2003 kl. 19:04 GMT | #
Már Örlygsson svarar:
Katrín, þeir sem skilja G* vita nákvæmlega við hvern er átt enda þekkja þeir forsöguna, en ég sá enga ástæðu til að við færum að auglýsa nafnið sérstaklega fyrir öllum almenningi.
Ég tek undir mér þér Katrín, að ég sá ekki alveg tenginguna við femínisma/-istafélagið í öllum færslunum sem voru þarna týndar til af síðunni þinni. Mér fannst þetta allt hið kjánalegasta, eins og hefur væntanlega komið fram í þessari færslu og svarinu mínu hér að ofan (#3)
4. júlí 2003 kl. 19:20 GMT | #
Meira hjá Tomma H: Viðbrögð við óopinberri síðu
6. júlí 2003 kl. 23:36 GMT | #
Egill Óskarsson svarar:
Sumir einstaklingar gleyma sér stundum í æsingnum og þá hverfur boðskapur heildarinnar. Mér fannst magnað á sínum tíma að vera nánast orðin að e-m vondukalli hjá nokkrum af þeim sem voru/eru á póstlistanum. En eitt er gott við þetta sem er að gerast. Femínistafélagið er nú heitasta umræðuefnið á netinu og eins mikið og það hlýtur að fara í taugarnar á mönnum eins og G** þá trúi ég ekki öðru en allavega e-r fræðist um hvað femínismi stendur í raun fyrir. Þá höfum við allavega unnið smá sigur. En þetta með Katrínu.is er ótrúlegt og gjörsamlega tilgangslaust.
7. júlí 2003 kl. 11:57 GMT | #
valvi svarar:
Jæja mig er farið að hlakka til, eins og umræðan er í dag líður ekki á löngu þar til að ég get skipað konunni að fara út að vinna á meðan ég el upp son minn í ró og næði.....(eins og þær sjálfar segja erum við karlmenn svo illa uppaldnir að mér fynnst nú bara kominn tími til að kk. fari að taka í taumana í barnauppeldi. ;)
7. júlí 2003 kl. 23:24 GMT | #
Vefdagbok Tryggva: UmTAL og TALblog: Nú eru allir að verða vitlausir
7. október 2003 kl. 18:38 GMT | #