[uppkast] HTML tilvísanir: <a href> og id hök
Uppkast að kafla í leiðbeiningum um notkun algengustu HTML markanna fyrir venjulegt fólk sem skrifar á vefinn. Í þessum kafla er kennt að búa til vísanir.
Sjá einnig kynninguna á þessu verkefni.
Vísun annað (t.d. á aðra síðu): <a href="...">...</a>
<a>
markið býr til vísun (e. "link") á ákveðið efni eða ákveðna vefsíðu. href="..."
hlutinn er stilling (e. "attribute") sem tilgreinir hvert vísunin bendir. Einnig er mögulegt að bæta við title="..."
stillingu sem tilgreinir nánari lýsingu á efninu sem vísað er á, t.d. fullan titil viðkomandi síðu.
Skoðum dæmi um texta með tveimur mismunandi vísunum:
<p>Skoðið <a href="http://www.mbl.is/">Mbl.is</a> og <a href="http://www.stjr.is/" title="Heimasíða Stjórnarráðs Íslands">Stjr.is</a>.</p>
Dæmið birtist svona í dæmigerðum vafra:
Skoðið Mbl.is og Stjr.is.
Seinni vísunin (stjr.is) inniheldur title
texta sem birtist í flestum vöfrum þegar músarbendlinum er haldið yfir vísuninni í eina sekúndu eða svo.
Hak til að vísa beint á: id="..."
Það er hægt að setja id
stillingu á öll HTML mörk, en það gerir það að verkum að hægt er að vísa beint á viðkomandi stað í textanum á síðunni. Kaflayfirlitið í upphafi þessarar greinar [sem sést ekki í þessu uppkasti] og vísar beint á staka kafla byggist einmitt á nokun id
stillinga á kaflafyrirsögnunum. Dæmi um vísun og hak:
<p><a href="#prufuid">Prufuvísun</a></p>
<p id="prufuid">Svakalega merkileg efnisgrein sem ég vil vísa á sérstaklega...</p>
Dæmið birtist svona í dæmigerðum vafra.
Svakalega merkileg efnisgrein sem ég vil vísa á sérstaklega...
Eins og sjá má þá er vísað beint á viðkomandi <p>
mark með því að setja viðkomandi id
gildi (í þessu dæmi "prufuid") í vísunina og skeyta "#" tákninu framan við til að auðkenna að þarna sé vísað á id
hak.
Þegar vísað er á hak frá öðrum síðum, þá setur maður #prufuid
aftan á vefslóðina sem vísað er á. Dæmi: http://www.foobar.com/page.html#pageid
Ath: id
gildi verða alltaf að byrja á bókstaf og mega að öðru leyti aðeins innihalda enska bókstafi, tölustafi og eftirfarandi tákn: punkt (.), bandstrik (-), undirlínu (_) og tvípunkt (:).
Meira þessu líkt: HTML/CSS.
Svör frá lesendum (2)
palli svarar:
Mjög fín grein. Fyrir áhugasama mætti benda á að <a> markið birtist ekki eitt og sér heldur í samhengi við það efni sem það umlykur. Þannig getum við umlukið html-kóða með vísunarmarkinu t.d eins og <a href="http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=3440" > H<sub>2</sub>O</a> er hollt og gott.
4. júlí 2003 kl. 08:30 GMT | #
Már Örlygsson svarar:
Takk fyrir viðbótina Palli. Ég var næstum því búinn að skeyta þessu inn í greinina, en fattaði svo að þetta á að vera einfalt. Ég mun í sér kafla útskýra hvernig má setja tög inn í tög og það allt.
6. júlí 2003 kl. 12:48 GMT | #