Færslur fimmtudaginn 26. júní 2003

Kl. 14:36: Munurinn á <i> og <em> 

Spurt er um HTML:

Er <em> ekki alveg það sama og <i>?

Svar:

Já og nei.

Texti markaður með <i> og <em> birtast eins í öllum vöfrum en munurinn liggur í því að <i> merkir "hallandi letur" (e. italics) og <em> merkir "áherslu" (e. emphasis). Þannig er mikill merkingarmunur á þessum tveimur HTML mörkum, og það er mikilvægur þáttur í því að skrifa vandað HTML er að hafa merkingu textans hreina og klára.

<i> er þannig mjög einvítt mark. Það hefur enga innbyggða merkingu heldur segir það bara fyrir um útlit textans en ekkert um tilgang hans eða merkingu. (Auðvitað gæti ég alveg ákveðið að á síðunni minni láti ég <i> marka "áherslu" ...en þá er ég ekki að fylgja fyrirmælum HTML staðalsins og gera mörgum lesendum síðunnar erfiðara fyrir.)

HTML staðallinn kveður á um að <em> marki áhersluorð og öll forrit sem rekast á <em> mörk í HTML texta geta sjálfkrafa brugðist rétt við því (t.d. geta upplestrarvafrar sem blindir nota borið fram viðkomandi orð með sérstakri áherslu).

Sömu sögu má segja um muninn á <strong> ("strong emphasis") og <b>.

Svör frá lesendum (4) | Varanleg slóð

Kl. 13:49: [uppkast] HTML í hnotskurn

Uppkast að inngangi að kennslu í notkun HTML fyrir algera byrjendur - t.d. venjulegt fólk sem skrifar vefdagbók eða ritstýrir vefsíðu fyrirtækis. ... Lesa meira

Svör frá lesendum (3)

Kl. 08:32: Íslensk HTML íðorð sem ég nota 

Vefbransinn er fullur af enskum orðum og flestir sem nota vefinn eru enn þann dag í dag að sletta þessum ensku orðum, eða vandræðast með kauðskar íslenskanir. Ég ákvað fyrir nokkru að prófa að temja mér að tjá mig um fagið mitt (sérstaklega það sem snýr að HTML forritun) á góðri íslensku, og til þess að slíkt virki þurfa orðin sem ég nota að vera þjál og auðskiljanleg fyrir utan fagsins og falla vel inn í hversdagslegar setningar.

Hér er listi yfir nokkur íslensk orð sem ég hef tamið mér að nota, og hafa reynst mjög vel m.v. ofangreindar forsendur.

Link (hyperlink)
Vísun, að vísa. (Rafrænar tilvísanir)
Tag (HTML tags)
Mark, HTML mörk, að marka. (Sbr. eyrnamerkingar á sauðafé)
Style sheet
Stíblað, stílsnið
URL
Vefslóð, URL (skammstöfun)
Domain (domain name)
Lén, lénsnafn

Tölvuorðanefnd vill að link sé "stikla", en algeng þýðing er "linkur", "tengill" eða "krækja". Tengill og krækja eru hvorki þjál í notkun, né almennilega lýsandi fyrir fyrirbærið. Þegar ég vísa á aðrar síður þá er ég hvorki að krækja í þær, né að tengja við þær eitt eða neitt, heldur er ég einfaldlega að vísa á þær. Ég hef um nokkurt skeið skrifað og talað um "vísanir" og "að vísa" án þess að neinn hafi kvartað eða hváð. Allir skilja hvað vísanir eru.

HTML mörk hafa gjarnan verið kölluð "tög" af íslenskum vefnördum, en mér hefur lengi fundist það vond þýðing og lítið lýsandi. Ég hef ekki eins langa reynslu af notkun "mark" hugtaksins og af orðinu "vísun", en ég hef samt nokkrum sinnum látið fólk sem ekki þekkir HTML fá það í texta og í öllum tilfellum skildi viðkomandi sjálfkrafa merkingu orðsins og hlutverk þessara "marka" í vefsíðugerð almennt.

"Vefslóð" og "lén" eru orð sem flestir eru sammála um að séu þjál og gagnleg og hafa náð nokkuð góðri fótfestu í málinu.

Svör frá lesendum (5) | Varanleg slóð

Kl. 08:03: Stínublogg og HTML kennsla 

Stína byrjaði fyrir nokkru að halda persónulega (leyni)dagbók og ég þurfti þá að hjálpa henni að læra algengustu HTML mörkin (e. tags) sem þarf til að marka textann sem hún skrifar. Í framhaldi af því ákvað ég að prófa að skrifa leiðarvísi á íslensku sem gæti kannski nýst einhverjum "bloggurum" sem langar til að læra að nýta sér HTML tæknina.

Ég ætla að birta það sem ég skrifa jafnóðum í litlum skömmtum til að fá ábendingar og viðbrögð við hverjum kafla fyrir sig. Á endanum getur farið svo að ég taki þessar smágreinar saman og búi setji allan leiðarvísinn saman á varanlegri vefsíðu.

Svör frá lesendum (7) | Varanleg slóð


 

Flakk um vefsvæðið



 

Færslur í júní 2003

júní 2003
SunMán ÞriMið FimFös Lau
1. 2. 3. 4. 5. 6. 7.
8. 9. 10. 11. 12. 13. 14.
15. 16. 17. 18. 19. 20. 21.
22. 23. 24. 25. 26. 27. 28.
29. 30.          

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)