Færslur laugardaginn 21. júní 2003

Kl. 19:18: Klipptur og fínn 

Már mundar sauðaklippurnar og leggur til hárbrúskanna aftan á hnakkanum Ég klippti mig í dag í fyrsta skipti síðan rétt fyrir jól. Það var víst kominn tími til að snyrta lubbann aðeins. myndir af nýju klippingunni eru komnar í ljósmyndadagbókina.

Svör frá lesendum (1) | Varanleg slóð

Kl. 12:50: Ungdómurinn í dag 

Lið Norðurbæjar og Suðurbæjar á 17. júní 2003 á Siglufirði Ég var svo heppinn að eyða 17. júní á æskustöðvunum á Siglufirði. Þar er mikið um dýrðir fyrir börnin eins og gegnur og einn af föstu punktunum í hátíðarhöldunum er hinn árlegi fótboltakappleikur 6. flokks KS. Þar takast á liðin "Norðurbær" og "Suðurbær". Fyrir 20 árum stóð ég í markinu fyrir Suðurbæjarliðið og lét mér leiðast á meðan Norðurbæjarmarkmaðurinn fékk að hafa fyrir hlutnum. Steini (Þorsteinn) frædi minn, sumargestur úr Reykjavík, skoraði 3 mörk ef ég man rétt fyrir okkur Suðurbæinganna, en það er önnur saga... Sagan sem ég ætla að segja ykkur er af ungdómnum í dag.

Systkyni mín, Hildur og Hrafn, æfa bæði fótbolta, sem mér finnst svolítið flott, því þegar ég var lítill spiluðu konur ekki fótbolta og enn síður litlar sætar stelpur sem áttu Barbídúkkur. Hildi og Hrafni finnst fótbolti skemmtilegur og þau hökkuðu mikið til að keppa í 17. júní kappleiknum þegar allt fullorðna fólkið horfir á. Þau sáu fram á að þau fengju að vera saman í liði, en höfðu áhyggjur af því að vinir þeirra Bjarni og Hrafnhildur yrðu í hinu liðinu.

Eftir að hafa hlustað á þessar vangaveltur þeirra varð mér ljóst að sitthvað hefur breyst síðan ég var og hét smápatti. Ekki nóg með að stelpum og strákum á Siglufirði finnist jafn sjálfssagt að æfa fótbolta, heldur þykir þeim sjálfssagt að æfa saman og spila saman í liði. Mér fannst það frábært.

Einhvern tíman fyrir hádegi á 17. júní sat ég einn með Hildi og ákvað að gera smá tilraun. Ég byrjaði á að segja henni að fyrir 20 árum, þegar ég var jafn gamall og hún, þá hafi ég keppt í fótbolta á 17. júní eins og hún væri að fara að gera. Hildur kinkaði kolli og fannst það fremur lítið merkilegt. Ég hélt áfram og sagði henni að þegar ég var lítill þá hefðu engar stelpur æft fótbolta og bara strákar hefðu mátt spila á 17. júní. Við þetta opnaðist á henni munnurinn og hún starði þegjandi fram fyrir sig. Svona liðu nokkrar sekúndur þar sem hún reyndi að melta þetta sem ég hafði sagt henni, þar til ég rauf þögnina og spurði hvort henni þætti þetta svolítið skrítið. Hún leit snöggt á mig og svaraði alvarleg í bragði: "já". Ég brosti og sagði: "veistu, þegar ég var lítill þá þótti mér þetta ekkert skrítið" og bætti svo við "en í dag finnst mér þetta mjög skrýtið - og eiginlega bara asnalegt". Hildur kinkaði aftur kolli, jafn alvarleg og áður, og hélt svo áfram að bardúsa við það sem hún hafði verið að gera áður og ég fór aftur að sinna Garpi.

Þessar litlu samræður okkar gerðu mig svolítið bjartsýnan á framtíðina í jafnrétti kynjanna.

Sendu þitt svar | Varanleg slóð


 

Flakk um vefsvæðið



 

Færslur í júní 2003

júní 2003
SunMán ÞriMið FimFös Lau
1. 2. 3. 4. 5. 6. 7.
8. 9. 10. 11. 12. 13. 14.
15. 16. 17. 18. 19. 20. 21.
22. 23. 24. 25. 26. 27. 28.
29. 30.          

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)