PingBuddy viðbót
PingBuddy tekur núna við færibreytu (e. parameter), þ.e. TrackBack vefslóð sem birtist sjálfkrafa í viðeigandi reit í eyðublaðinu. Sjáið muninn með því að smella á þessar vefslóðir:
Ég er að auki búinn að breyta handvirku Trackback vísununum mínum þannig að þær nota núna PingBuddy. En það skemmtilegasta er að núna geta allir MovableType notendur (og notendur annara dagbókarkerfa sem taka á móti Trackback beiðnum) fengið svona "Handvirkt Trackback" virkni fyrir færslurnar sínar án þess að þurfa að forrita sérstaka innsláttarsíðu fyrir það.
Meira þessu líkt: Hugdettur, Um þessa síðu, Útgáfa.
Svör frá lesendum (1)
Tómas Hafliðason svarar:
Frábært! Einmitt það sem vantaði við þetta tól hjá þér, ég ætlaði að minnast á þetta við þig.
12. júní 2003 kl. 21:46 GMT | #