Varanlegri slóðir á svör við færslum
Ég er búinn að breyta færslusíðunum mínum þannig að id
hökin sem marka stök svör og trackback vísanir, innihalda ekki lengur MT tölukóða sem gæti breyst í framtíðinni og þannig brotið allar vísanir á stök svör.
Hingað til hafði ég látið hökin vera á forminu #reply351
og #ping61
, en héðan í frá byggja þau á tímakóða sem er nokkuð örugglega einkvæmur, og er alveg öruggt að breytist ekki. Tímakóðinni í nýju hökunum er á forminu "YYYYmmddHHMMSS". (Dæmi: #reply20010911124607
og #ping20010911130336
).
Auðvitað er þetta pínu seint í rassinn gripið, því e.t.v. eru einhverjir búnir að vísa á stök svör á síðunni minni, vísanir sem núna eru brotnar. Mér þykir það auðvitað mjög leitt, og vona að allir sjái þessa færslu og geti uppfært vísanirnar sínar. Ég er sjálfur búinn að fara í gegnum það ferli í gömlu færslunum mínum, en hugga mig við þá staðreynd að þetta er í seinasta skipti sem þessar vísanir brotna. :-)
Meira þessu líkt: Movable Type, Um þessa síðu, Útgáfa.
Svör frá lesendum (3)
Jósi svarar:
Usability gúrúinn er alltaf með allt á hreinu. Auðvitað er #reply20010911124607 miklu læsilegra en #reply351 ;-)
8. júní 2003 kl. 19:34 GMT | #
Már Örlygsson svarar:
Þegar ég neyðist til að velja á milli "læsileika" og varanleika vefslóða þá vinnur varanleikinn alltaf í mínum huga.
Movable Type er fremur takmarkað kerfi og því er svona óárennilegur tímakóði í raun eina auðkenningaraðferðin sem er í senn nægilega áræðanleg og einkvæm til að hægt sé að nota hana.
Sem betur fer er tiltölulega sjaldgæft að fólk vísi á stök svör, þannig að þessi löngu ID hök valda mér minni áhyggjum en ella.
Aðrir möguleikar sem komu til greina og ástæðan fyrir því að ég valdi ekki þær leiðir:
Stóri tímakóðinn sem ég nota núna er allavega mjög fullur af upplýsingum. :-)
8. júní 2003 kl. 19:48 GMT | #
Svansson.net svarar:
ok, ég get lagfært allt, og mér er líka sem gömlum sagnfræðinema annt um varanleikann. En ég nenni því bara ekki. Afburðaþekking á öllu sem lýtur að vefhönnun getur ekki leyst úr því, er það nokkuð;)
8. júní 2003 kl. 19:52 GMT | #