Kl. 19:30: Varanlegri slóðir á svör við færslum
Ég er búinn að breyta færslusíðunum mínum þannig að id
hökin sem marka stök svör og trackback vísanir, innihalda ekki lengur MT tölukóða sem gæti breyst í framtíðinni og þannig brotið allar vísanir á stök svör.
Hingað til hafði ég látið hökin vera á forminu #reply351
og #ping61
, en héðan í frá byggja þau á tímakóða sem er nokkuð örugglega einkvæmur, og er alveg öruggt að breytist ekki. Tímakóðinni í nýju hökunum er á forminu "YYYYmmddHHMMSS". (Dæmi: #reply20010911124607
og #ping20010911130336
).
Auðvitað er þetta pínu seint í rassinn gripið, því e.t.v. eru einhverjir búnir að vísa á stök svör á síðunni minni, vísanir sem núna eru brotnar. Mér þykir það auðvitað mjög leitt, og vona að allir sjái þessa færslu og geti uppfært vísanirnar sínar. Ég er sjálfur búinn að fara í gegnum það ferli í gömlu færslunum mínum, en hugga mig við þá staðreynd að þetta er í seinasta skipti sem þessar vísanir brotna. :-)
Svör frá lesendum (3) |
Varanleg slóð
"Favicon" er táknmynd sem margir vafrar birta með vefslóð vefsvæðis og í listum yfir síður sem hafa verið bókamerktar. Opera og Mozilla gera þetta t.d. mjög vel, en Internet Explorer birtir ekki táknmyndir vefsvæða fyrr en eftir aðmaður búið til bókamerki ("favourite" í IE) fyrir viðkomandi síðu.
Það er hægt að fara tvær leiðir að því að gefa síðunni sinni Favicon:
- Gefa tákmyndinni skráarnafnið favicon.ico og vista hana í "rótarslóð" heimasíðunnar (í mínu tilfelli á slóðinni http://mar.anomy.net/favicon.ico). Margir vafrar athuga sjálfkrafa hvort skrá með þessu nafni er til og nota hana sem tákmynd fyrir allar vefsíður á viðkomandi léni.
- Öllu traustari leið er að setja línuna
<link rel="shortcut icon" href="/favicon.ico" />
einhvers staðar í <head>
hluta allra vefsíðna sem eiga að birta tákmyndina. Með því að skipta textanum "/favicon.ico
" út fyrir eitthvað annað skáarnafn eða aðra vefslóð má láta mismunandi síður fá ólíkar tákmyndir.
Áhugasamir geta fundið meiri upplýsingar um Favicon tákmyndir á síðunni Favicon.com
Favicon tákmyndir þurfa að vera á ".ico" formi (sama táknmyndaskráarform og MS Windows notar fyrir skrár og möppur) og til þess að búa til svona .ico skrár þarf að nota sérstök tákmyndateikniforrit.
Ég fann eitt svoleiðis forrit á netinu sem leyfir manni að teikna 16 x 16 díla tákmyndir í 16 mismunandi litum og fá þær sendar sem viðhengi í tölvupósti þegar maður er ánægður með útkomuna. Ég prófaði að búa til einfalda táknmynd fyrir síðuna mína (svona slaufa eins og er notuð til að merkja "áhugaverða staði" í kringum landið) en af einhverjum ástæðum neitar Internet Explorer að sýna táknmyndina mína, þótt allir aðrir vafrar birti hana með sóma.
Getur annars einhver bent á góð teikniforrit sem vista .ico skrár - og þá helst í mörgum stærðum (32 x 32 punktar væri æði líka) og meira en 16 litum? Helst mundi ég vilja geta undirbúið tákmyndirnar í photoshop og klístrað þeim fullunnum inn í tákmyndaforritið og vistað.
Best væri að finna forrit sem kostar ekki fullt af peningum og inniheldur ekki nein sníkjuforrit og ógeð...
Svör frá lesendum (6) |
Varanleg slóð
Nýleg svör frá lesendum