Lífsgæðabrjálæðið og foreldrahlutverkið

Skrifað 4. júní 2003, kl. 00:25

Áhugaverð grein á Kuro5hin, Is It Time to Redefine a Women's Role - One More Time?

Þrátt fyrir titilinn fjallar greinin ekki um konur sérstaklega, heldur almennt um fjölskylduna, efnishyggjukapphlaupið og hamingjuna. Viðbrögð lesenda í kjölfar greinarinnar eru líka mjög skemmtileg, en ég tengist mjög sterkt þessum hugmyndum um minimalískan lífsstíl.

Hvað eru lífsgæði, og hvar á hamingjan heima? Á hamingjan heima í stóru húsi á Arnarnesinu? Eru lífsgæðin flottur bíll? Eða er glæstur starfsframi og platínukort frá Visa málið? Ég held ekki...

Við Stína höfum ákveðið að setja strákinn okkar, Garp, ekki til dagmömmu (a.m.k. ekki í bili) og vinnum bæði hluta úr degi. Þannig skiptum við umönnuninni á milli okkar, annað okkar er með Garp frá því hann vaknar fram til kl. 2-3 eftir hádegi, og þá tekur hitt við fram til kvölds. Þannig vinnum við bæði okkar vinnu - að hluta - og erum heimavinnandi foreldri að hluta.

Heildartekjur heimilsins eru að sjálfssögðu ekki eins háar og ef við ynnum bæði 100% vinnu, en þetta fyrirkomulag með strákinn er samt bara svo gott að okkur langar ekki að sleppa því. (Það er ekkert smá æðislegt að vera aktífur pabbi sem fæðir og klæðir barnið sitt!)

Þegar strákurinn kemst á leikskólaaldur, þá hyggjumst við setja hann á leikskóla hálfan daginn (eftir hádegi) en halda áfram að skipta á milli okkar umönnuninni á morgnana og eftir leikskólann. Þannig munum við bæði geta unnið næstum fulla vinnu, en samt átt bæði góðan tíma með stráknum hvern einasta dag.


Meira þessu líkt: Karlmennska, Logi Garpur, Lífssýn.


Svör frá lesendum (4)

  1. Hrafnkell svarar:

    Sama hvað hver segir þá er betra að vera leiður í limmósínu en strætó!

    4. júní 2003 kl. 09:33 GMT | #

  2. Bjarni Rúnar Einarsson: Kjarnafjölskyldan?

    "Af hverju eru bara tveir fullorðnir á hverju heimili í vestrænu nútímasamfélagi? ... Það má nefnilega rekja hluta af "vandamálunum" við að eiga og ala upp börn nokkuð beint til þess að það séu hreinlega of fáir á flestum heimilum til að góð verkaskipti..." Lesa meira

    4. júní 2003 kl. 18:55 GMT | #

  3. Dagbók Ernu og Mödda: Minimalískur lífsstíll

    "Síðan Már skrifaði lífsstílsfærsluna sína um daginn hef ég verið að hugsa málin. Svo var Svavar líka með svo skemmtilega" Lesa meira

    12. júní 2003 kl. 00:47 GMT | #

  4. Már Örlygsson: Lífsviðhorf og laun

    "Erna skrifar um sinn minimalíska lífsstíl og vísar þar til pælinga minna um lífsgæðabrjálæðið og foreldrahlutverkið. Í þeim hugleiðingum minnist ég á áhrif svona lífsgilda á launatékkann manns. Mér var áðan að detta þetta í hug: Getur verið að það..." Lesa meira

    12. júní 2003 kl. 13:31 GMT | #

Þessum svarhala hefur verið lokað. Kærar þakkir til þeirra sem tóku þátt í umræðunni.


 

Flakk um vefsvæðið



 

Nýleg svör frá lesendum

  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Rich (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Dinesh (Req.js - javascript lazy-loading and dependency managment made easy)
  • Már (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Ada (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • notandi (Taubleyjur í nútímanum - lítill leiðarvísir handa hræddri þjóð)
  • Geir (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Jenný (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Óli Jens (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Már (Lausnin á efnahagsvandanum)
  • Kjartan S (Lausnin á efnahagsvandanum)

 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)